Ef nafnið hans er vitlaust skrifað þá fyrirgefið. Ég man aldrei hvernig það er skrifað…
Sko þegar maður fer að spá í þetta: Að hverju var Nevill valinn í Gryffindor? Hann er ekki gáfaður, hann er ekki hugrakkur eða neitt þannig. Að hverju var hann ekki sendur í Huffelpuff. Það er eitthvað sem tengist. Ég held að hann sé sá sem Voldemort átti að drepa. Nema að þetta sé einhverskonar þríhyrningur.
Neither can live, while the other survives. Hvorugur getur lifað, ef annar lifir af.
Þannig er þetta svona bein þýðing svo að þetta er dáldið asnalegt.
Mark him like a equal (eða eitthvað). Merkja hann sem jafningja.
Það kemur tvennt til greina. Nevill var hreinn og allir sem Voldemort umgekk eða í það minnsta flestir voru með honum voru með hreinnt blóð í æðum. Svo Harry. Hann er eins og Voldemort. Blandaður af muggablóði og galdrablóði. Þetta er augljóslega úthugsað. Einhvernveginn lætur hún þá báða koma jafn mikið til greina. Þetta er svo einfalt en samt svo flókið. Hvað ef Nevill og Voldemort tengjast. Harry nær að drepa Voldemort en einhvernveginn þá deyr Nevill. Nema að þetta verði svona að Harry deyr og allt fer í hundana. Ég held ekki. Maður lætur ekki aðalpersónuna deyja í loka bókinni. Það er þá tilgangslaust að skrifa um hann. Harry á eftir að lifa en einhver annar kemur þá til að deyja sem jafningi Voldemorts. ég held að það verði Nevill. Segið hvað þið eruð að hugsa, það hjálpar að setja hugsanir í ritað mál…<br><br>Hið illa
var gert
af hinu góða.
Hið góða
var gert
af hinu illa
við erum öll
mannleg