Sjóræningjaútgáfur af nýju Harry Potter bókinni á Netinu


Þúsundir aðdáenda Harry Potters eru að lesa um nýjustu ævintýri galdrastráksins ókeypis með því að hlaða bókinni niður með ólögmætum hætti af Netinu. Í frétt Ananova segir að nokkrar ólöglegar útgáfur af nýjustu skáldsögu J.K. Rowling séu þegar fáanlegar á Netinu. Óskað hefur verið eftir því við Netþjónustufyrirtæki að fjarlægja bækurnar. Þýðingar á nýju bókinni, Harry Potter og Fönixreglan, á þýsku og tékknesku voru fjarlægðar af Netinu í síðustu viku eftir að útgefendur hótuðu lögsókn. Flestar sjóræningjaútgáfur af bókinni eru settar á Netið af aðdáendum en ekki af fólki sem ætlar sér að græða á tiltækinu, segir í frétt Ananova. Þúsundir aðdáenda Harry Potters eru að lesa um nýjustu ævintýri galdrastráksins ókeypis með því að hlaða bókinni niður með ólögmætum hætti af Netinu. Í frétt Ananova segir að nokkrar ólöglegar útgáfur af nýjustu skáldsögu J.K. Rowling séu þegar fáanlegar á Netinu. Óskað hefur verið eftir því við Netþjónustufyrirtæki að fjarlægja bækurnar. Þýðingar á nýju bókinni, Harry Potter og Fönixreglan, á þýsku og tékknesku voru fjarlægðar af Netinu í síðustu viku eftir að útgefendur hótuðu lögsókn. Flestar sjóræningjaútgáfur af bókinni eru settar á Netið af aðdáendum en ekki af fólki sem ætlar sér að græða á tiltækinu, segir í frétt Ananova.



Heimild: bt.is

Takk fyrir,

KV, 1950