Ahh, þessi leiðinlega umræða aftur uppvakin.
Eins og sést á nafni mínu er ég LoTR fan, en er líka HP fan.
Það sést greinilega að Tolkien sé betri höfundur, hann skapaði heilan heim, tungumál, bara við það að lesa bókina heldurðu að þetta sé staður í heiminum, öllu svo vel líst.
En HP, þetta gerist á Bretlandi, ekki jafn mikið af útlits- og landlagslýsingum, lýsingarnar eru það sem mér finnst gera LoTR betri, ég get alltaf séð fyrir mér staðin í LoTR, en eftir að lesa HP, þá ert margt alveg óljóst fyrir mér, sérstaklega í bók 5, ætla ekki að tala um það því að sumt fólk hér myndi leita mig uppi og flá af mér allt skin.
Persónu sköpun finnst mér líka mun betri í LoTR. Ástæðan fyrir að mér finnst LoTR betri eru smáatriðin, mjög lítið spáð í það í HP. Söguþráðurinn svo í HP, allar bækurnar eru með sömu beinagrind, bókin byrjar heima hjá Dursleys, svo verður hann fúll þar og óskar þess að einhver hjálpi honum, svo gerist eitthvað og hann þarf að fara frá þeim, svo fer hann í skólann, kemur eitthvað uppá, hann vinnur vondakallinn, fer aftur heim til Dursleys, LoTR er með mikið af tilbreytingum og þannig.
En þetta eru báðar frábærar bækur sem ég hef gaman af að lesa.<br><br>Kv. Aragorn
A Elbereth Gilthoniel,
silivren penna míriel
o menel aglar elenath!
Na-chaered palan-díriel
o galadhremmin ennorath,
Fanuilos, le linnathon
nef aear, sí nef aearon!