Afsakið að ég skuli troða mínu áliti inn á ykkur, en hvað er að ykkur? Þið eruð búin að lesa bækurnar og ýminda ykkur heilan heim út frá þeim. Er þá svona rosalega erfitt að gleima því hvernig augn- eða hárliturinn er og ÝMINDA SÉR ÞAÐ? Þó að tæknin sé orðin viðbjóðslega mikil í dag og fólk á helst ekki að þurfa að hugsa neitt, þá mundi maður nú halda að fólk sem leggur á sig að lesa bækurnar væri ekki að velta sér upp úr einhverjum details sem einhver gaur, sem var borgað fyrir að leggja sína sýn fyrir alla, fuckaði upp. Það er ekki svo langt síðan myndir voru alls ekki svona fullkomnar og fólk þurfti að ýminda sér að summt væri flottara eða öðruvísi en það sem það sá á skjánum. Ekki gera svona lítið úr sjálfum ykkur og fara að heimta að allt sé nákvæmlega eins í myndunum og í bókunum. Það er einfaldlega ekki hægt án þess að leggja út í geðsjúkann aukakostnað sem þjónar litlum eða engum tilgangi, og framleiðendurnir eru fyrst og fremst að reyna að græða peninga, ekki að vera góðir við ykkur. Hvað varðar linsur er ekki mælt með að 11-12 ára krakkar noti linsur og það verður að fylgja ströngum reglum þegar það er verið að nota börn í kvikmyndaleik, svo að það hefur öruglega ekki mátt. Ég er búinn að lesa allar bækurnar á íslensku (nema fimmtu að sjálfsögðu) og ensku og sjá báðar myndirnar og hef aldrei orðið fyrir vonbrygðum, en ég byrjaði ekki að lesa þær fyrr en ég horfði á fyrstu myndina, svo að þær þjóna svo sannarlega sínum tilgangi. Farið nú og lesið fimmtu bókina, hún er algjör snilld. Tvær bls. og ég gat ekki hætt.<br><br>They call me free, but I call me a fool.
They call me free, but I call me a fool.