Rowling situr fyrir svörum á Netinu



Breski rithöfundurinn J.K. Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, ætlar að sitja fyrir svörum á Netinu í dag og geta börn þar spurt Rowling um allt sem þau fýsir að vita um Harry Potter, vini hans og Hogwart galdraskólann. Hefst útsendingin klukkan 15 að íslenskum tíma. Children around the world were to join an online audience with J.K.
Það er dótturfyrirtæki Microsoft í Bretlandi, MSN, sem stendur fyrir netspjallinu en það hefur m.a. sent út frá tónleikum Madonnu og Paul McCartneys.

Nýjasta bókin um Harry Potter kom í bókaverslanir á miðnætti sl. föstudagskvöld og hefur síðan selst í milljónum eintaka um allan heim


Síðan:
http://www.msn.co.uk/liveevents/harry potter/event/Default.asp