Harry Potter
Ég las fyrstu Harry Potter bókina mín þegar ég var 12 ára. Nú er ég 16 og finnst þessar bækur enn snilld. Ég fékk fyrstu bókina í jólagjöf og þegar ég var byrjuð á bókinni gat ég ekki hætt að lesa hana. Hún var æði. Ég kláraði hana á 2 dögum. Síðan hafa hinar bækurnar verið frábærar. En að mínu mati er Eldbikarinn svona mest spennandi bókin þó ún sé svoldið lengi að byrja. Í lokin gat ég ekki hætt að lesa og hætti ekki fyrr en bókin var búin og þá var klukkan 4 og skóli daginn eftir.
Mér finnst bíómyndirnar líka ágætar. En mér finnst samt bækurnar skemmtilegri. Þó að myndirnar séu snilld. En að mínu mati er mynd númer tvö mun betri en hin. Ég hló, varð spennt og hrædd, allt sem bíómyndir eiga að gera við mann. Ég get ekki beðið eftir að sjá næstu mynd og enn fremur get ég ekki beðið eftir því að lesa næstu bók.
Harry Potter er fyrir alla aldurshópa. Allri fjölskyldunni finnst þessar bækur skemmtilegar. Lilta bróður mínum finnst þær æði, stóru systur minni og mömmu minni og pabba finnst þær líka skemmtilegar. Of course – hvað annað.
Og eitt að lokum Harry Potter rúllar.