C/P af Mbl.is
Rithöfundurinn J. K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, er nú ríkari en Elísabet Englandsdrottning, samkvæmt könnun sem blaðið The Sunday Times hefur gert. Auðævi Rowlings hafa fjórfaldast á síðustu tveimur árum, samkvæmt könnuninni og nema nú 280 milljónum punda eða sem svarar til nærri 35 milljarða króna.
Rowlings er í 122. sæti á lista blaðsins yfir ríkustu Bretana og er 11 sætum ofar en Englandsdrottning en Sunday Times áætlar að eignir Elísabetar séu að jafnvirði um 31 milljarði króna. Raunar er erfitt að meta eignir drottningar því margar af fasteignum hennar má ekki selja og er því erfitt að meta þær til fjár.
Hagur Rowlings hefur batnað til muna frá því hún eignaðist fyrsta barn sitt, dótturina Jessicu, fyrir 10 árum. Hjónaband hennar fór út um þúfur og hún lifði á opinberum styrkjum og bjó í 2 herbergja íbúð í Skotlandi, en hún skrifaði fyrstu bók sína, Harry Potter og viskusteinninn, að mestu við borð í kaffihúsi í nágrenni íbúðarinnar.
En síðan hafa bækur hennar selst í samtals um 190 milljónum eintaka um allan heim og er Rowlings nú ríkasti kvenrithöfundur heims. Hún komst fyrst á lista Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlands árið 2001, fjórum árum eftir að fyrsta bók hennar kom út en þá voru eignir hennar metnar á jafnvirði um 80 milljarða króna.
Hertoginn af Westminster, sem á fjölda lóða í miðborg Lundúna og landsvæði víðar á Bretlandseyjum, er efstur á listanum yfir ríkustu Bretana, þriðja árið í röð. Eignir hans eru metnar á 4,9 milljarða punda eða sem svarar til um 600 milljarða króna. Sunday Times telur að hertoginn sé í 35. sæti á listanum yfir ríkustu menn heims en þar trónir efstur Robson Walton, yfirmaður bandarísku verslunarkeðjunnar Wal-Mart.
<br><br>————————————————————
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Q: What's the difference between a Liverpool fan and a broken clock?
A: Even a broken clock is right twice a day!</i><br><hr>
<font color=“#0000FF”>GO</font> <font color=“#FF0000”>ARSENAL</font> !