Sáuð þið greinina í Fréttablaðinu á mánudaginn? Þar stóð að Tom Felton (sá sem leikur Draco) játaði að lítil börn (6 ára og yngri) bresti í grát eða verði dauð skelkuð þegar þau sjá hann. Meira að segja börn leikstjóra HP-myndanna, Chris Columbus, urðu smeyk þegar þau hittu hann fyrst.
Honum finnst þetta frekar leiðinlegt því hann er alls ekki eins og karakterinn sem hann leikur greinilega svo vel.
Sko, þegar ég las þessa grein fyrst hló ég sko ekkert smá mikið. Ég meina, aumingja hann. Krakkar fara að skæla ef þau sjá hann. Ekki öfunda ég hann af því. :)
Annars er það að frétta að J.K. Rowling hefur sagt að ein persóna í Harry Potter bókunum muni deyja og Tom er smeykur um að það verði hann. “Mér finnst eins og persónan mín stefni hraðri leið í blóðugan dauða,” sagði hann.