Fyrir nokkrum dögum var ég að kaupa mér Harry Potter leikinn í Play Station. Mér finnst þetta bara fínn leikurm, samt ekki gallalaus og ég ætla að segja frá honum.

Maður byrjar í garðinum hjá Weslay fjölskylduni og lærir sona helstu atriðin t.d. hoppa, láta hluti fljúga osfr. Samt er byrjunin svoldið langdregin og manni fer að langa að komast í Hogwartskóla. Þegar maður er búin að fljúga á bláa bílnum og komin í Hogwartskóla getur maður flakkað um allan skólan og það eru allstaðar einhver leiniherbergi. Samt á maður líka að hitta fullt af fólki í skólanum og leysa ýmis verkefni t.d. að taka upp sniglana sem Ron ælir og berjast við köngulær. Helsti gallinn við þennann leik er samt að grafíkin er ekki mjög góð, og þó að þetta sé PS1 þá getur hún verið miklu betri. Maður veit heldur ekki hvort þessi leikur sé byggður á myndinni eða bókinni af því að í leiknum eru uppákomur sem eru ekki í myndinni, en samt eiga allar persónurnar að vera leikararnir úr myndinni (þó að þær líkist þeim ekki neitt). Þó að það séu þónokkuð mörg borð í leiknum finnst mér hann vera frekar stuttur, t.d. er ég núna komin niður í leyniklefann en bara búin að spila hann í 7 klst. Svo verður hann svolítið endurtekningarsamur en það er bara aukaatriði. En samt í heildina finnst mér þetta bara ágætur leikur og ég sé ekki eftir að hafa keipt hann.
Ef þið ætlið að kaupa ykkur hann þá mæli ég með því að þið kaupið hann í Hagkaup því þar kostar hann aðeins 3000 kr en oftast kostar hann 5000 kr.
Ef þið viljið spyrja að einhverju, endilega spyrjið!