Þetta er samantekt af því sem Rowling hefur látið frá sér fara um bók 5. Þetta eru því ekki neinar getgátur, heldur haft eftir höfundinum sjálfum í viðtölum við hina ýmsu fjölmiðla. Heimildanna er getið innan sviga .
ATH!!!Gæti verið SPOILERS fyrir suma!!!ATH
Í bók 5, fáum við að sjá nýtt svæði. Svæði sem ekki hefur komið fram áður. Töfraveröld (Entertainment Weekly , sept. 2000)
Það sem er mikilvægt fyrir mig(JKR) er þegar Dumbledore segir að þú verðir að velja á milli hvað sé rétt og hvað sé auðvelt. Það er grunnþemað í næstu 3 bókum(5,6 og 7). Í öllum þeim verðum við að velja, vegna þess að það sem er auðvelt, er ekki oft það rétta.. ( Entertainment Weekly. Sept. 2002)
Við munum sjá Arabellu Figg í bók 5, og við munum komast að öllu í sambandi við hana. (Barnes and Noble chat, okt 2000)
Harry mun hitta hinn eina og rétta Moody í bók 5. Moody vill ekki kenna ‘Sjálfsvörn gegn myrku öflunum’ vegna margra mánaða dvalar sinnar í koffortinu. (Newsround interview, sept. 2002)
Af hverju verða sumir gardramenn/nornir draugar, en aðrir/ar ekki? Í bók 5 munum við verða margs fróðari um það. (AOL chat, okt. 2000)
Það verður kona kennari í ‘Sjálfsvörn gegn myrku öflunum’. (AOL chat, okt. 2000 og Newsround interview sept. 2002)
Lupin verður í bók 5. Já, þið munið hitta marga úr fyrri bókunum í bók 5. (BBC interview, haust 2000)
Bók 5 mun vekja ‘ótta’ . Harry mun komast að ýmsu sem hann hefur ekki komist að hingað til. (BBC interview, haust 2000)
Dursleyarnir verða í bók 5. Ýmislegt kemur fram um fylgifiska þeirra, sem fólk óraði ekki fyrir. (Philadelphia Inquirer Story, nóv. 2000)
Ginny Weasley mun leika stærra hlutverk í fimmtu bókinni. (Philadelphia Inquirer Story, nóv. 2000)
Í bók 5 þarf Harry að aðgæta hvað ‘dauði’ virkilega þýðir, jafnvel auglitis til auglitis við ‘hann’. (Radio CBC, okt 2000)
Njótið :)
All is well as ends Better. The Gaffer.