Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig J.K. Rowling fékk hugmyndina af Harry Potter. Eins og þið vitið er þetta vinsælasta barnabók allra tíma. Og þegar maður les hana sekkur maður inn í ævintíra heim hennar þar sem allt getur gerst! maður gjörsamlega rífur bókina í sig.
En nú fer ég að hugsa hvernig bláfátæk kona varð að einum ríkasta höfundi í heimi. Hún átti 1 dóttur og var svo fátæk að hún þurfti að skrifa á tissjú á veitingarstöðum þegar henni datt eithvað sniðugt um harry potter í hug. Hún hafði ekki efni á barnfóstru né fötum á sig og dóttur hennar. Svo hun áhvað að reyna að gerast rithöfundur. En það var svo hallærislegt að allar bókaútgáfur neytuðu bókinni því hún þótti ekki nógu fín til þess að gefa þessa bók út. En loxins áhvað einn maður að gefa hana út og það gekk eins og í sögu og húna varð! Vinsæl.Vinsælari.Vinsælust. af öllum bókum.Ég segi nú bara greyið þeir sem neituðu henni.
Svo hafa komið 2 myndir um töfrastrákinn mjög vel gerðar og skemmtilegar og byrjað er á nýjustu . Það er frábært að hugsa út í hvað menn geta hleif af sér. En svona var nú sagan frá upphafi, ég segi bara að þeir sem að nenna ekki að lesa Harry Potter ættu að drífa í því því það er ekki eins og að skreppa í bíó. Þú upplifir þetta á hraðri atburðarás og sekkur gjörsamlega inn í Bókina.