Þetta er nú ekkert merkilegt en væruð þið til í að hjálpa okkur að finna nafn á söguna? Það væri fínt.
Þarna sat hún ein og enginn nálægt loksins kom tækifærið, hann herti upp hugann gekk að henni en gugnaði á miðri leið. “Ehh…. ertu með auka pergament?” var það eina sem hann gat stunið upp. “Jú hérna” sagði hún og rétti honum pergamentsrúllu. “Takk” muldraði hann og gekk bak við næstu bókahillu. Af hverju gat hann ekki bara spurt hana af hverju þurfti hann alltaf að gugna þegar honum var að takast það.
“Harry! Harry! þú verður að fara að fylgjast með í tímum!” reið rödd McGonnagal bergmálaði í eyrum Harry. Honum varð hugsað til gærdagsins og Cho, hann ætlaði að spyrja hana. Hann lét orð Hermione sem vind um eyru þjóta, hann hugsaði bara um eitt að finna hana og spyrja hana. Harry hljóp út úr kennslustofunni, hann hljóp á bókasafnið og vonaðist til að hún væri þar en það var ekki líklegt. En viti galdramenn þarna sat hún með síða, svarta hárið umkringd vinkonum sínum. Þegar vinkonur hennar sáu Harry fóru þær allar flissandi í burtu. Hann settist við hliðina á henni og lét það vaða.
Viltbyrjameðmé? “Hvað segirðu?” sagði Cho, viltu byrja með mér? Þetta kom henni á óvart hún vissi ekki greinilega hvað hún ætti að segja. “ég ætla að hugsa málið” var svar hennar. Hún gekk í burtu á eftir vinkonum sínum. “Þetta er góðs viti” hugsaði Harry og fór upp í setustofu Gryffindor.
Morguninn eftir ætlaði Harry að fara með Ron í morgunmat en komst bara í forstofu stóra salsins. Þar stóð Cho og beið eftir honum. Hann kvaddi Ron og gekk til hennar.
“Hérna Harry” sagði hún………..