Nú hefur Amon og líka MariaKr verið að senda inn svona fanfiction sögur. Mér finnst þetta mjög sniðugt. Það stendur líklega til að búa til svona fanfiction kubb, þegar búið er að finna íslenskt nafn á hann, er það ekki?
Það væri alveg æðislegt enda margir góðir höfundar á huga sem væru til í það.
En væri ekki þá hægt að láta annan kubb um leið..þá meina ég þýddar Fanfiction eins og Draco Dormiens(eða eitthvað þannig..).
Það eru alltaf einhverjir sem eru ekkert sérlega sleipir í ensku. Persónulega er ég alveg ágæt í ensku, en get orðið frekar þreytt á að lesa hana til lengdar. Þar að auki eigum við svo fallegt tungumál fyrir :)
Þá gætu einhverjir, ja eða bara allir, tekið sig saman og þýtt þetta allt saman (kafla og kafla) fyrir hina.
Hvernig lýst ykkur á það. <br><br><i> Ég styð <font color=“#0000FF”> klassík </font> og <font color=“#800080”> Skjá einn </font>!! </i>
<a href="http://www.hugi.is/hp"> þetta </a> er snilld!