Kenning um fimmtu bókina
Ok ég hef lesið allar potter bækurnar oftar en tvisvar og kann þær nokkuð vel.
Eins og allir alvöru potter fans vita þá endar fjórða bókin frekar spennandi og ég hef verið að velta ýmsum hlutum fyrir mér. Eins og til dæmis þegar dumbledore sendir Snape eitthvað í lokin á fjórðu bókinni. Ég er með öfluga kenningu um þetta sko og hún er þannig. Snape er vörður leyndarmálsins um hvar Harry er í fríinu sínu. Tryggðargaldurinn sem er nefndur í þriðju bókinni var notaður líka til að fela Harry í fríinu. Þið vitið, Ormshali var vörður leyndarmálsins um hvar James og Lily væru í felum og Snape er vörður leyndarmálsins um hvar Harry er í fríinu sínu. Voldemort segir sjálfur í fjórðu bókinni að ekki einu sinni hann geti fundið Harry á Runnaflöt. Þannig að þegar Dumbledore segir við Snape “ertu tilbúinn” og hann svarar “ég er tilbúinn” (man ekki alveg hvernig þetta er) þá hlýtur hann að vera að meina að Snape eigi að fara í felur eða eitthvað.
Ég hef lesið á netinu eitthvað sem Rowling hefur sagt um 5.bókina og það á víst einhver að deyja í fimmtu bókinni, einhver “special fan” eins og hún orðaði það. Ég held það verði Snape, hann neitar að láta uppi leyndarmálið og Voldemort drepur hann.
Það passar ýkt margt við þetta en auðvitað er ég ekki að fullyrða neitt en það væri samt svalt ef þetta myndi svo allt passa.