ATH. Þessi Grein er ekki eftir mig heldur þýdd af mér!! Ég fann hana á http://www.the-leaky-cauldron.com
UKHarryPotter(síða ) segir að opinber tilkynning hafi verið send til bókabúða sem sagði að fimmta bókin geti farið í búðir milli febrúar og maí á þessu ári. Það væri æðpislegt ef að þetta væri satt en nokkrir hlutir benda í öfuga átt:
Við höfum ekkert heyrt frá Bloomsbury. Að vekja upp vonir fólks á þennan hátt væri mjög óábyrgt ef að Bloomsbury hefði ekki handritið í höndunum, og þau hafa nokk ekki verið svo óábyrg, sérstaklega þegar svona mikill peningur er í húfi.
Þegar Bloomsbury fær handritið upp í hendurnar, munum við vita allveg helling, þegar þeir vilja að við vitum það. Dagsetning mun koma frá Bloomsbury.
Orðrómur um að bókin sé hjá Bloomsbury og sé að bíða eftir útgáfudegi er annað mál, og sú frétt verður að koma frá JKRowling sjálfri eða hennar fólki. JKR er ólétt. Það hlýtur að hægja aðeins á ferlinu, og að góðri ástæðu. Hin fjögurra mánaða útgáfubið gæti dregist á langinn vegna fæðingar og ummönnunar hins nýja (og við sannarlega vonum, heilbrigða) barns.
Fjögurra mánaða-hefðin er nánast óbreytanleg - og ef bókinni yrði skilað inn á morgun þá myndi það þýða útgáfudag í byrjun Maí í FYRSTA lagi, og þá er ekki gert ráð fyrir töfum vegna fæðingarmála.
EXTRA frá Tobbu: Það er búist við bókinni í júní 2003.