Ég hef lesið allar Harry Potter bækurnar á íslensku og mér finnst þær alveg frábærar. Ég hef einnig séð báðar kvikmyndirnar og mér finnst þær eyðileggja fyrir mann svolítið. Ég veit, það er enginn að neyða mig til að fara að sjá Harry Potter myndirnar en maður er svolítið forvitinn og vill auðvitað sjá myndirnar! =)
Þegar maður sér allar persónurnar í kvikmyndunum þá hugsar maður svona: “Ég hugsaði mér ekkert persónurnar svona… Ég hugsaði þær allt öðruvísi”…
Maður fattar það ekkert fyrr en maður hefur séð kvikmyndirnar að þær eyðileggja pínulítið fyrir manni, því núna þegar ég les bækurnar þá sé ég alltaf persónurnar eins og þær eru í kvikmyndinni. T.d. eins og Gilderoy Lockhart ég ímyndaði hann mér allt öðruvísi og þegar ég sá mynd nr. 2 þá varð ég fyrir svolitlum vonbigðum…
Þrátt fyrir það að persónurnar í kvikmyndum séu allt örðuvísi en ég hef ímyndað mér þær, þá bíð ég spennt eftir mynd nr. 3!! :)
Hvað finnst ykkur?!
~Demeter~