Smá ‘pun’ með hvar ég póstaði þetta og umræðuefni póstsins.
Hvað er málið með “myndina” á áhugamálinu?? Á síðasta klukkutímanum eða svo hefur verið skipt um mynd hvorki meira né minna en <b>ÞRISVAR SINNUM</b>. Hvað er eiginlega að stjórnendum?
Mér finnst nú lágmark að myndin hverju sinni fái að standa í einn dag. Á flestum áhugamálum stendur hún líka mun lengur en það. Til hvers að hafa myndir sem bara örfáir sjá?
Nú hef ég ákveðinn stjórnanda grunaðan, sérstaklega þar sem að hann er alveg að fara yfir um í myndasendingum. Það er hún ingaausa sem er á einhverju stjórnanda-trippi greinilega vegna þess að hún er orðinn admin í fyrsta skipti. T.d. á hún tvær af þessum þremur myndum sem komu inn síðasta klukkutímann og hún á fjórar af samtals níu myndum sem hafa verið samþykktar á þetta áhugamál á aðeins tveimur dögum!! Níu myndir á tveimur dögum!
Væri ekki nær lagi að slaka örlítið á?