Hm, já, ok, en það lesa kannski ekki allir moggann á hverjum degi og það horfa kannski ekki allir alltaf á sjónvarp í Bretlandi.
Ég trúi þér, en þetta þýðir ekki að það hafi allir í Bretlandi vitað af því, en FUCK! Komdu því inn í hausinn þinn, mér finnst Daniel Radcliffe góður sem Harry Potter, en mér finnst að hann ætti að vera með grænar linsur!
Ég var að segja að hann er kannski ekki fullkominn og sá besti í heiminum til að leika Harry Potter, eins og ég held að þú hafir sagt, en hann er samt mjög góður!
Plús, hvað er eiginlega að þér? Er ekki hægt að tala rólega við þig án þess að þú rjúkir upp í eitthvað helvítis gelgjukast? Þetta er það sem mér finnst og ég reyndi að segja þér það, rólega, svona, útaf því að þetta er umræðuvefur og ég var að reyna að RÆÐA UM þetta (á VEFNUM).. en NEEEEIII!!
Ef einhverjum finnst Daniel ekki vera fullkominn mannvera eins og þér, þá bara er rökréttast og skynsamast að æsa sig eins og ég hafi sagt að þú værir útkoma ástarævintýris mömmu þinnar og simpansa (sem ég gerði ekki, og finnst ekki)! Er það ekki annars það sem þú varst að hugsa?!
Varstu ekki að hugsa að fyrst ég væri ekki fullkomlega sammála þér, þá væri ég leiðinlegt fífl?! Varstu ekki að hugsa að það væri nú best að æsa sig aðeins fyrst ég sagði það sem mér fannst á rólegan hátt á umræðuvef?!
Oh, ég reyndi að vera rólegur og vingjarnlegur í umræðu hérna á huga.. en hvað fæ ég? Leiðindi og æsing frá þér… hver er þá tilgangurinn með að vera skemmtilegur?
Ok, ég er viss um að þú ert ágætis stelpa, en hugsaðu um það sem ég sagði, líttu yfir umræðuna okkar, og hugsaðu aftur, þá kannski getum við rætt um þetta á skemmtilegri hátt.
Með von um bata, Viktor.<br><br>——————————
Voru ekki allir orðnir leiðir að sjá alltaf bara dæmi um visku mína hérna? Ég get líka verið fyndinn, sko:
Það voru einu sinni þrjú svín sem fluttu… eða var það bara eitt þeirra? Já, eitt flutti, útaf því að annar grísin, sem var líka að flytja, hafði leyft, kærustunni sinni.. nei, mömmu sinni.. eða var það fyrsti grísinn? Allavegana, þá sagði fyrsti grísinn:… nei, það var annar, sem sagði.. uhh: “Ef að ég á að flytja, þá verður þú”.. eða var það fyrsti?
Var ekki þriðji grísinn í einhversskonar pokahlaupskeppni? Já, mamman sagði : “fyrst þú ert að flytja, þá ætti pabbi þinn”…
man ekki meira, allavegana, hann var örugglega.. vonandi…. kannski..
fyndinn..
Hvernig fannst ykkur brandarinn? Fannst ykkur ekki fyndið þegar þriðji grísinn datt í brunninn? Eða var það úlfurinn….
——————————
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________
Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.
_____________________________
Hver veit, kannski er ég gáfaður, fyndinn og LÍKA sætur! =)