Dagarnir fram að brottför fimmtárs og sjöttársnemanna voru fljótir að líða. Strákarnir voru of uppteknir við að halda í við alla heimavinnuna sem hlóðst upp eftir hvern tíma til að eyða tíma í að hlakka til. Kvöldið fyrir brottförina var látið alla þá sem höfðu fengið leyfi lista yfir hluti sem ætti að taka meðferðis.
„Remus John Lupin,“ Remus leit upp frá ritvélinni.
„Já?“
„Útskýrðu þetta,“ Sirius klessti framan í Remus bréfsnifsi.
„Hvað ertu að tala um, Sirius?“ Sagði Remus pirraður.
„Ég fékk ekkert leyfi! Ég á ekki að vera að fara, ég átti ekki að fá neinn miða!“ Sirius sneri sér frá Remusi. Til allrar hamingju voru Remus og Sirius þeir einu sem voru í svefnálmunni. Restin var niður í setustofu, talandi í kapp um hversu frábær ferðin ætti eftir að verða.
„Hringir þetta einhverjum bjöllum, Remus?“ Remus hristi hausinn, stórundrandi.
„Ekki einni einustu,“ sagði hann á innsoginu. „Ég færi aldrei á bak við þig . . . og það að þú lítur einu sinni á það sem möguleika,“ Remus kláraði ekki setninguna. Sirius þagði í drjúga stund. Fyrst ætlaði hann að halda áfram að ásaka Remus, en ef hann var viss um eitthvað þá var það það að Remus mundi aldrei ljúga upp í opið geðið á honum. Siriusi var orða vant. Hann skammaðist sín, auðvitað stæði Remus ekki á bak við þetta . . .
„Ó . . .“
„Já . . . ó,“ sagði Remus kaldhæðnislega og hnykklaði brýnnar. Hann beið eftir að Sirius segði eitthvað frekar. Sirius lét það ógert. Hann sast á rúmið sitt.
„Það er nú meiri staðan sem við erum í, Remus,“ sagði hann að lokum. „Við erum að fara á bak við vini okkar, ljúga að þeim,“ hélt hann áfram. Remus fann allt í einu fyrir nagandi samviskubiti. Hann hafði aldrei horft á það þessum augum. Þetta var auðvitað ekkert nema stór lygi.
„Ég veit ekki hverju ég á að svara,“ sagði Remus hægt. Sirius stóð upp.
„Ég veit ekki hvort ég tók rétta ákvörðun,“ sagði Remus.
„Hvað áttu við?“ Remus stóð upp og hélt áfram: „Kannski er þetta ekki svo góð hugmynd,“ Sirius horfði hygginn á Remus.
„Þér virðist allavega ekki finnast það,“ bætti Remus við.
„Hvað ertu að tala um, Remus? Ertu að efast um . . . okkur?“
„Þú getur varla sagt hvað við erum! Sirius, opnaðu augun, þú skammast þín,“ orð Remusar ristu eins og rýtingur. Því Sirius vissi innst inni að Remus hafði rétt fyrir sér.
„Að þú skulir getað sagt það, Remus!“
„Sjáðu, Sirius, þú neitar því ekki einu sinni,“ Remus var ekki reiður. Hann varð sjaldan reiður. Hann var það sem verra er, vonsvikinn. Særður.
„Viðurkenndu það, Sirius,“ Remus gekk nær Siriusi.
„Segðu það,“ muldraði hann, varir hans aðeins í nokkurra sentímetra fjarlægð frá vörum Siriusar. Sirius hörfaði.
„Viðurkenna hvað?“ Sagði hann þó hann vissi svarið. Sirius var að kaupa sér tíma. Tíma til að hugsa. Hvað var hann?
„Það sem þú ert,“
„Ég - . . . ég,“
„Nákvæmlega, Sirius. Þú getur ekki sagt það. Þú ert ekki nógu heiðarlegur til að viðurkenna það fyrir mér . . . hvað þá sjálfum þér,“ Sirius leit örvinglaður á Remus. Dökk augu Remusar voru ákveðin. Hann ætlaði ekki að gefa sig. Hann þoldi þetta ekki lengur.
„Láttu mig vita þegar þú þorir að koma út einsog þú ert.“ Remus snerist á hæli.
„Remus!“ Kallaði Sirius á eftir Remusi. Remus lét einsog hann heyrði það ekki.
Remus kom ekki aftur í kastalann fyrr en fimm mínútum eftir að ljósin voru slökkt. Sem betur fer varð enginn hans var, hann hefði lennt í vandræðum. Tilhugsunin um að þurfa að mæta Siriusi var það óþægileg að hann tók engar áhættur. Næsta morgun var hann vaknaður fyrir allar aldir og yfirgaf kastalann. Sirius fór með leiðarlyklinum sem staðsettur var aðeins fyrir utan skólalóðina. Hann neyddist til þess. Hann gat ekki útskýrt fyrir James af hverju hann ætti að vilja vera eftir ef að hann hafði einhverra hluta vegna verið heimilt að fara. Uppákoman með Sirius hafði orðið Remusi ofviða.
Remus reyndi að halda fókus. Hann pírðu augun. Ýtti með öllu afli á hrörlegan árabátinn. Einhver hafði lokað inngangnum í Draugakofann. Af hverju hafði hann ekki athugað það fyrr? Verið viss um að allt væri með felldu. Fyrsta sem Remus hafði hugsað var litla eyjan í miðju svarta vatninu. Svo um að fara til Dumbledors skólameistara. Svo aftur að eyjunni. Hún var illskársti kosturinn. Hann fann hvernig svitaperlur mynduðust á enni hans. Hann var blautur í fæturnar en óð lengra út í, hann mátti engan tíma missa. Báturinn flaut fimlega eftir að hann hafði komið sér fyrir í honum miðjum. Honum fannst vera öruggur. Árarnar! Hann hafði gleymt þeim í æsingnum yfir að komast út á vatnið. Hversu heimskur gat hann verið! Hann komst hvorki land né strönd án áranna. Guð mátti vita hvað hann gerði þegar hann var búinn að umbreytast. Myndi hann í óðagoti stökkva ofaní vatnið? Myndi lík hans vera fundið eftir nokkra daga. Hann hristi af sér þessar hugsanir. Það hlaut að vera einhver vonarglæta. Hann leit ofan í vatnið. Sá umsvifalaust eftir því. Það var kolsvart og virtist endalaust. Stundum þóttist hann sjá hreyfingu í því. En sannfærði sjálfan sig að um ímyndun væri að ræða. Hann laggst á bakið í bátnum. Allt í einu heyrði hann gutl.
„Marque!“ Skerandi röddin kom úr vatninu. Hann klemmdi aftur augun. Honum hlaut að vera dreyma. Lifandi martröð. Báturinn vaggaði einsog einhverju væri slegið í hann. Remus settist snögglega upp. Hann hrópaði upp yfir sig. Augu hans mættust dökkgrænum starandi rifum. Hann sá fyrst ekkert nema starandi rifurnar, svo sá hann móta fyrir andliti. Húðin var stálgrá. Nefið smágert og langt og að því virtist án nasavængja. Kinnbeinin óeðlilega há og munnurin einungis þunn rifa. Remus sór að hann hefði aldrei á ævi sinni verið jafn skelkaður. Ekki einu sinni þegar hann var bitinn. Hann tók þarna fyrst eftir þríarma rýtingnum sem veran hélt á. Húðin var álíka gráleit og slímug og á milli fingranna var þunn himna. Hann heyrði gutl. Hann hélt fyrst að það væru komnar fleiri. En þá var þetta sporður. Ógnarlangur sporður, dökkgrænn með slepjulegu hreysti. Hreystið var oddhvasst og virtist flugbeitt. Sporðurinn gutlaði við vatnið og Remus þorði varla að anda. Hann sá hreyfingu útundan sér en þegar hann leit framan í veruna að nýju mættust augu hans rifunum á ný. Svo allt í einu, fór græna ljósið. Remus var þurr í munninum. Hún blikkaði augunum. Hann tók eftir þaranum sem virtist liggja úr höfðinu á henni . . . einsog, einsog hár.
„Marque!“ Sagði veran aftur. Remus hristi hausinn.
„Gerðu það ekki drepa mig . . . ekki,“ Remus klemmdi aftur augun. Þegar hann fékk sjónina að nýju var veran farin. Hann þorði ekki að anda léttar. Hann hreyfði hvorki legg né lið. Hann leit ofan í vatnið. Hann var dauðhræddur um að eitthvað mundi koma upp úr vatninu og ráðast á hann. Það liðu ekki nema nokkur andartök áður en Remus sá skyndilega hvernig fúnar árarnar flutu í áttina að bátnum. Hann teygði sig eftir þeim. Hann var ekki viss hvernig átti að túlka þetta, komu árarnar þangað af sjálfdáðum? Það gat varla verið tilviljun. Rétt fyrir aftan árarnar sá hann eitthvað hreyfast. Veran? Nei, hann hefði getað svarið það að þetta leit út fyrir að vera stúlka. Hann varð handviss þegar hún var komin nær. Ljóst hárið var einsog silfur fljótandi í vatninu og sægræn augun blikkuðu ótt og títt. Þykk augnhárin blökuðu með. Varirnar voru þrýstnar og eldrauðar og mynduðu . . . feimnislegt glott? Hún hafði svo sakleysislegt yfirbragð að Remus gleymdi algjörlega að vera hræddur.
„Hver ert þú?“ Spurði stúlkan með stelpulegri, stöðugri rödd sem var varla hærri en hvísl. Remus var næstum því búin að spurja af hverju í ósköpunum hún væri í vatninu þegar hann sá fallegan, gljáandi sporðinn fljóta uppúr vatninu. Það var einsog gullperlur væru greyptar í hann.
„Remus,“ sagði hann rámt „Remus Lupin,“ veran blikkaði augunum og lyfti augnabrúnunum. Hún skildi ekki.
„Nemandi,“ útskýrði hann. Remus mundi svo snögglega af hverju hann var staddur út í miðju Svarta Vatninu í aumingjalegum árabát. Hann leit stressaður á úrið sitt. Þrjár mínútur, hann horfði í átt að eyjunni. Honum hlyti að takast það, en hann yrði að byrja að róa núna.
„Afsakaðu . . . erm, það er mjög, hérna mikilvægt,“ muldraði hann „ég þarf að komast á eyjuna eftir smástund, þannig ég þarf eiginlega að fara . . .“ einsog dögg fyrir sólu hvarf stelpan ofan í vatnið. Báturinn tók á sig rögg og byrjaði að hreyfast. Hann fór með jöfnum hraða í átt að eyjunni. Hann var innan við mínútu á leiðinni. Þegar grjótið á botninum byrjaði að rispa trébátinn í vatninu vissi hann að óhætt væri að fara. Hann leit eftir stúlkunni en sá aðeins grænan sporðinn sem hann hafði séð hjá verunni áðan.
Almáttugur, þetta var sama veran.
Betra seint en aldrei!
Veit ekki hvort ég haldi áfram með hann . . .