Þessi gagnrýni og kveðja á stóran hluta æsku minnar inniheldur spoilera en ég reyni að hafa sem fæsta. Ég biðst afsökunar á stafsetninga og málfræðivillum.
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II
Eftir 14 ár er Harry Potter loksins opinberlega búið, eða að minnsta kosti þangað til reboot af myndunum kemur, hvenær sem það verður. Harry Potter er eitt það stærsta sem tengir mig við æsku mínu og núna loksins er ég að kveðja þetta, 21 árs gamall og verið aðdáðandi síðan ég var um 9-10 ára gamall (ég og bróðir minn fengu fyrstu tvær bækurnar frá Kertasníki). Síðast þegar ég komst í eins mikla tengsli við æsku mína var þegar Toy Story 3 kom út á síðasta ári (og eru allar myndirnar frá þeim þríleiki með því besta sem Pixar hefur gert) og að mínu mati er Harry Potter And The Deathly Hallows: Part II á sama kaliber yfir gæði. Ekkert er sparað við þessa mynd, hvort sem það er tölvutæknin, leikarar, framleiðsla eða mörg smáatriði. Myndin er æðislegt kikk fyrir árið sem hefur ekki verið það gott. Áður en myndin kom út voru bestu myndir ársins Source Code og 13 Assassins (tæknilega séð 2010 mynd, en skiptir engu) en núna er það pottþétt Deathly Hallows: Part II.
Álit mitt áður en ég sá myndina var að bestu myndirnar voru Chamber Of Secrets, Order Of The Phoenix (en bókin er með mínum uppáhalds bókum yfir höfuð) og Half-Blood Prince (en hún er eina örugga myndin sem mér finnst vera betri en bókin) á meðan þær verstu eru Goblet Of Fire og Prisoner Of Azkaban. Hvorugar af þeim myndum eru slæmar eða miðlungsgóðar, bara ekki eins góðar. Philosopher’s Stone og Deathly Hallows: Part I eru síðan á milli. Deathly Hallows: Part II er betri en fyrri hlutinn, er algjörlega með þeim betri frá upphafi, en sú allra besta? Ég get ekki fullkomlega dæmd það strax en eins og er er myndin mjög líkleg til að enda þar. Þarf bara líklegast að sjá hana aftur.
David Yates er besti leikstjóri sem Harry Potter hefur haft og ég vona að maðurinn muni leikstýra mörgum öðrum kvikmyndum í framtíðinni, en hann var mjög óþekktur áður en Order Of The Phoenix kom út. Allir leikstjórarnir hafa komið með sitt fyrir myndina (Myndirnar hans Columbus komu með langmesta leikaravalið og hafa nær allir staðið sig mjög vel og skapaði heiminn sem myndin gerist í, myndin hans Cúaron kom með kvikmyndatökuna, stílinn sem hinar myndirnar tóku áhrif frá og myndin hans Newell kom með alvarleikann og karakterstýrðu myndina). Yates kom með skemmtanagildið sem var aldrei eins gott áður en hann kom, fullkomalega vel stjórnuðum tóni (þar á meðan skiptingarnar milli fyndna og alvarlega atriða) og besta leikinn. Flæðið í þessari mynd og Order Of The Phoenix er líka það besta.
Leikurinn hefur aldrei verið jafn öflugur og hann er núna en hérna fá aðalleikararnir þrír aðeins meiri hjálp en í síðustu mynd, þar sem þau voru oftast ein. Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint hafa öll eignað sér karakteranna sína, þó það var mismunandi hvenær það gerðist. Þó leikur þeirra hefur ekki alltaf verið gallalaus eru þau öll orðin núna að fantagóðum leikurum en það er alltaf spurning hvort leikari úr stórri seríu getur náð að halda atvinnu sinni eftir að hún er búin. Allir aukaleikararnir standa sig vel og það er frábært hversu langt er farið í að sjá til þess að allir karakterarnir koma aftur leiknir af sömu leikurum. Eina breytingin sem kom er að Warwick Davis leikur núna Griphook (en hann talaði einungis fyrir hann í 1. myndinni) og eini karakterinn sem ég sá að vantaði úr báðum hlutunum var Charlie Weasley. Þó hann gerir lítið sem ekkert í seríunni þá hefði verið gaman að sjá hann.
Ralph Fiennes, John Hurt, Maggie Smith, Helena Bonham Carter (listinn yfir góðum aukaleikurum er endalaus) eru líka góð en senuþjófur myndarinnar er Alan Rickman sem Severus Snape. Maðurinn á tvö atriði í myndinni sem hann eignar sér algjörlega og er ótrúlegur í þeim. Af öllum frammistöðum sem hafa verið í seríunni þá er hans sú besta. Takið samt eftir því hversu margar pásur maðurinn hefur þegar hann ávarpar nemendurna. Ofleikur á sínu besta.
Steve Kloves fær líka frábært hrós. Þrátt fyrir að hann hafi haft sína galla síðan hann byrjaði (t.d. að margir galdrar láta fólk skjótast í burtu, einkennilegar línur, nokkrar holur og hversu augljóst það er að Hermione er uppáhalds karakterinn hans) þá hef ég nær alltaf verið ánægður með hann. Mér finnst eins og hann hafi uppgötvað að hann gleymdi ákveðnum upplýsingum og ákvað loksins að setja þær, sem kemur miklu betur út en það hljómar. Aðalgallar mínir við síðustu mynd voru að mér fannst Ginny Weasley vera skilin of mikið út undan (ég er ekki að segja að hún þurfti meira skjátíma, heldur að það þurfti að minnast meira á hana, enda er hún mikilvægur hluti af lífi Harry) og að ákveðinn spegill kemur fram upp úr engu. Báðir þessir gallar eru ekki sjáanlegir í þessari mynd. Með speglinum eru margar aðrar holur sem hann lagar (sumar góðar, sumar sem ég hefði viljað sjá gera aðeins betur) og hann gleymir ekki heldur aukakarakterunum. Það var líka gaman að sjá að aukatríóið (þ.e.a.s. Luna Lovegood, Ginny og Neville Longbottom) var talsvert í myndinni. Ekki búast samt við því að það sé mjög mikill fókus á aukakarakteranna, enda eru þeir mjög margir og þar að auki er myndin ekki löng og einbeitir sér frekar að aðaltríóinu. Þetti nægði mér samt allavega. Neville hefur meira að segja motivational ræðu sem nær að vera bæði ótrúlega sykursæt en samt kröftug. Og húmorinn er alveg jafn góður og hann hefur verið í síðustu myndum.
Ég vil samt láta vita að myndin er ekki fullkomlega trú bókinni, jafnvel þótt myndin sé einungis byggð á 200-300 blaðsíðum. Sem betur fer skiptir litlu af því máli fyrir aðalsöguþráðinn. Forsaga Dumbledore er reyndar ekki mikið töluð um og mikið af atriðum eru breytt eða klippt. Að mínu mati var lokaniðurstaðan frábær. Það stærsta sem ég hef að segja fyrir utan Dumbledore er að það eru smáatriði sem þeir sem hafa ekki lesið bækurnar munu ekki fatta ef þeir taka eftir því. Til dæmis er aldrei sagt hvernig sá sem lét Harry fá sverðið í fyrri hlutanum vissi af honum á svæðinu. Þetta eru allt minni háttar gallar sem því miður lætur myndina ekki fá fullt hús stig. Yates kemur samt með mikið af atriðum sem komu ekki fram í bókinni sem virka(eins og til dæmis er atriðið í Chamber Of Secrets, sem var aðeins minnst á í bókinni; í myndinni og það er æðislegt). Lokabardaginn inn í þessum lokabardaga er líka miklu lengri en hann var í bókinni. Ég efast um að það hefði passað að hafa hann eins og hann var í bókinni þar sem ég gat ekki kvartað yfir neinu hérna yfir breytingunum.
Hvort sem verið er að tala um bókina eða myndina þá verður maður að tala um hinn umtalaða endi. Sumu fólki finnst hann í lagi, sumir fíla hann (til dæmis ég, þó ég hefði viljað stærri endi) en talsvert af fólki bókstaflega hatar hann. Endirinn var samt vel gerður og var reyndar aðeins minni en bókin hafði hann (sem var u.þ.b. 6 blaðsíður) og náði að vera sætur endir á 11 ára gamalli seríu með 8 myndir. Ég hefði samt ekki neitað um lengri endi með fleiri karakterum, en þar sem J.K. Rowling hefur komið með mikið fram í viðtölum hefði það áreiðanlega ekki verið vandamál. Ég efast að það voru gerð atriði með öðrum karakterum, en það væri samt æðislegt að sjá það ef það var gert.
Lokabardaginn er ótrúlegur og er ekkert sparað. Það er eins og David Yates ákvað að þar sem þetta er síðasta myndin þá ætti að eyðileggja eins mikið og hægt er af settinu. Síðasta myndin sem kom út og var meira epísk er áreiðanlega The Return Of The King sem kom fyrir 8 árum. Bardaginn sjálfur tekur talsvert meira en helming myndarinnar en sem betur fer leyfir Yates áhorfandanum að anda aðeins á milli svo að bardaginn verður aldrei leiðinlegur eða ekki eins góður og hann var áður. Kvikmyndatakan er frábær og virkilega sýnir hversu rosalega stór bardagi þetta er. Tónlistin, klippingin, útlitið, tölvubrellurnar og allt annað sem gerir þessa mynd er frábært ótrúlega vel gert líka.
Ég held að einungis þeir sem væla yfir breytingunum og vilja að Yates/Kloves hafi engar skapandi hugmyndir heldur einungis kopía bókina eiga eftir að finnast þessi mynd vera léleg eða fyrir vonbrigðum. Plús þeir sem þola ekki seríuna auðvitað. Það voru smáatriði sem hefði mátt laga og ég hefði ekki haft á móti því að fleiri en Harry og Voldemort hefðu verið nálægt þeim í lokin og að við hefðum fengið að sjá dauða eins karakters sem deyr í myndinni. Ég man alltaf eftir því hversu þungt andrúmsloftið var í þeim kafla (“The Battle Of Hogwarts”) jafnvel þótt ég vissi hver dó. Myndin felur samt aldrei hversu alvarlegur, blóðugur og þungur lokabardaginn er í raun. Til dæmis er einn karakter í myndinni sem augljóslega deyr, en bókin staðfesti það ekki.
Núna er Harry Potter loksins búið. Og eftir 8 myndir voru gæðin síður en svo farin að minnka. Deathly Hallows Part 2 er eins góð og Harry Potter mynd hefði getað verið. Ég plana að fara á hana aftur fljótlega en ég hef aldrei áður farið á HP mynd tvisvar í bíó. Sönn saga. Óskarinn þarf nauðsynlega að skoða þessa mynd vel.
Farið á hana og upplifið hversu gott er að segja “Fuck, já” við tjaldið.
9/10 Há nía
PS: Ég var á forsýningunni í Kringlubíói á þriðjudaginn. Því miður var ég í Sal 2 sem var ekki eins orkumikill og hinn salurinn. Bömmer.
PS2: Þrívíddin er ekki þess virði.
PS3: Já, ég veit að ég er flottur.
- sabbath, a.k.a. Jónas Haux