Ég ætla aðeins að skella inn smá gagnrýni á myndina, sem kvikmyndáhugamaður og vonast til þess að fá nokkur comment um hvað ykkur finnst um myndina og þessa grein hjá mér.
(Byrjaði upphaflega að skrifa þetta sem comment hjá Sabbath en síðan varð þetta svona helv. Langt að ég ákvað að setja saman eigin gagnrýni).
Ég bendi einnig á að nokkrar hugmyndir að uppsetningu fékk ég af því að lesa gagnrýni Sabbath.

Byrjunin fannst mér nokkuð góð, gaman að sjá að Harry var búinn að hafa e-ð fyrir sér þetta sumarið (að ná þessari gellu út) og fær maður þá fyrst á tilfinninguna að þetta málefni verði síðan nokkuð leiðandi. Þó var ég ekki sáttur með að þeir fóru ekkert aftur á Private Drive því mér fannst mikill húmor í því þegar að Dumbledore er að beita göldrum fyrir framan nefið á Dursley fjölskyldunni.

Eitt sem ég áttaði mig ekki á var árásin á Hreysið. Ég persónulega man ekki eftir því að Hreysið hafi brunnið niður en ég man hinsvega skírt og greinilega að brúðkaup Bill og Fleur á sér stað í Hreysinu og langur aðdragandi að því. Mér fannst vanta að sjá hvar Weasley fjölskyldan endaðu eftir þessa árás.

Hvað leikarana varðar þá fannst mér Dan standa soldið í stað, en hápunktur hans fannst mér þegar hann var undir áhrifum Felix Felicics (Liquid Luck), og
Tom Felton fannst mér vera algerlega frábær í þessari mynd.
Ég man eftir e-i umræðu um posterana þar sem talað var um að það væri heimskulegt að hann væri í jakkafötum, mér aftur á móti fannst það aðstoða töluvert við að ná fram þessum karakter sem hann náði núna, þ.e.a.s. allri þessari reiði, að hann lítur kannski á sjálfan sig núna sem e-n stærri og meiri mann núna.. þar sem Voldemort sjálfur hefur valið hann til að vinna þetta mikla verk o.s.frv.
Emma bætti sig töluvert frá síðustu myndum og er ég ánægður með hennar grátsenu, og er ég þeirrar skoðunar eins og svo margir aðrir að eins og venjulega hafi Rupert Grint staðið sig best af þeim þremur.
Helena Bonham Carter var að sjálfsögðu frábær í sínu hlutverki sem Bella eins og í þeirri 5.
Bonnie Wright fékk loksins að láta ljós sitt skína e-ð almennilega og fannst mér hún standa sig nokkuð vel, þó mér hafi fundist karakterinn stórbreytast frá síðari myndum.
Jessie Cave fannst mér túlja Lavander nokkuð vel, nokkuð öðruvísi en ég sá hana fyrir mér, en miðað við það að 7000 stelpur sóttu um hlutverkið þá hlýtur að hafa verið hægt að velja e-a aðeins skárri.. en hvað veit maður.
Alan Rickman stóð sig mjög vel og náði persónunni mjög vel sem frekar dimman persónuleika í þetta skipti, enda (að mínu mati) í hópi bestu HP leikaranna.
Aðrir sem ég nefni ekki fannst mér nokkuð góðir og/eða standa bara nokkuð í stað frá fyrri myndum.

Einn galla sá ég við leikaraval í þessari en það var Narcissa Malfoy, sem ef ég man rétt var yngri systir Bellu en leit alfarið út fyrir að vera töluvert eldri, en þá er ég ekki að draga leikhæfileika leikkonunnar í efa.

En það sem svekkti mig allra mest var endirinn.

Eins og ég man þetta þá var hann mikið öðruvísi en í bókinni. Mig minnir að í bókinni hafi fyrst átt sér stað einhver bardagi innan Hogwarts og eftir dauða Dumbledore hafi verið stór bardagi fyrir utan skólann, þar sem m.a. mig minnir (leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál) að Bill hafi verið viðstaddur og bitinn af Fenrir Greyback, en ég las bókina stuttu eftir að hún kom út og man aðeins aðalatriðin (smá blörruð).

Harry - Ginny sambandið fannst mér ekki alveg skila sér nógu vel.. og mér fannst bera voða lítið á því. Já ok það var þessi koss, Harry að fylgjast með henni í glugga, stendur upp fyrir henni o.s.frv.
En ekkert kom fram um sambandsslitin.. sem ég persónulega held að komi fram í fyrri hluta 7. myndar þar sem að hann sagði henni frá að þetta gengi ekki upp eftir jarðaförina eins vel og mig minnir.
Ron - Hermione sambandið. Ég hafði gaman af því að fylgjast með því hvernig það æxlaðist þó mig minnir að ekki hafi borið svo mikið á því í bókinni. Ég var einnig ánægður með hvernig þeir útfærðu sambandsslitin hjá Ron og Lavender.

Tæknibrellurnar fannst mér stórmagnaðar og finnst mér þar standa uppúr för dráparana til þess að ná í Ollivander (þó hugmyndin af því að láta dráparana fljúga hafi pirrað mig.. vegna sjokksins sem allir fengu í bók 7 þegar þau komust að því að Voldemort gæti flogið), og Quidditch standa uppúr.
Tónlistin fannst mér mjög góð, kom inn á réttum stöðum og leiðbeindi manni vel í gegnum myndina eins og það á einmitt að vera.

Ef ég ætti að gefa myndinni einkun á skalanum 1-10 byggt á því hvernig ég man eftir henni í augnablikinu þá gæfi ég henni 9/10 og þetta er mynd sem er gjörsamlega þess virði að sjá, kaupa og njóta til fulls.

—–
Allt sem ég hef sagt er aðeins mín skoðun og hvet ég þig til að koma þinni á framfæri.
-Takk fyrir.