Ég var að koma úr bíói af myndinni Harry Potter – 90210. Ó, fyrirgefið, Harry Potter og blendingsprinsinn.
Varðandi skemmtun þá er þessi mynd sú besta sem ég hef séð um sumarið, og ég er ekki í kreppu varðandi bíóferðir. En ef ég lít á þetta frá Potthausa sjónvarsviðinu þá var myndin smá vonbrigði. Spennan var búin að byggjast upp hjá mér síðan um veturinn þegar ég heyrði að þeir myndu fresta sýningardeginum þar til um sumarið.
Myndin var í mestu að einblína að unglingadrama (90210) eins og t.d. með ástarþríhyrning Lavender Browns, Rons og Hermione, og svo má ekki gleyma Harry og Ginny.
En talandi um Harry og Ginny þá var fyrsti kossinn þeirra stuttur, mömmukossalegur, á rangri staðsetningu en í bókinni og á röngum tíma.
Draco hefur stórt verkefni í bókinni en er það aðeins sýnt í litlum aukaklippum á milli unglingadrama klippanna.
Eitt sem mér fannst líka vanta meira í myndina var BLENDINGSPRINSINN sjálfur. Það er nú nafn bókarinnar og myndarinnar, en eins og þeir sem hafa séð myndina vita, þá er mjög lítið minnst á blendingsprinsinn og bókina sjálfa, það er eins og það skiptir engu máli.
Í byrjuninni sést í dráparana þegar þeir ræna Ollivander úr búðinni sinni, sem er auðvitað mikilvægt atriði fyrir 7undu og 8undu myndina (fyrir þá sem vita ekki þá munu þeir skipta 7 bókinni í 2 myndir), en þetta var ekki í bókinni, það kemur ekki fram að hann sé horfinn fyrr en í 7undu bókinni.
Og varðandi atriði sem voru ekki bókinni. Hvað er málið með Steve Kloves að skrifa inn eitthvað geðveikt ónauðsynlegt atriði inn í handritið, en ég á við þegar dráparnir koma og ráðast á hreysið (heimili Rons) og brenna það. Ef þetta á að vera eitthvað fyrir þessa ‘non potheads* þá er ég mjög ósammála honum að þetta eigi að vera eitthvað skemmtunarefni, eða eitthvað touching family moment, þetta var bara mjög kjánalegt og asnalegt.
Og þeir slepptu jarðaförinni í endanum, afhverju? Svo sést í endanum sprotinn hans dumbledores á skrifstofunni hans. Bíddu.. Á hann ekki að vera grafinn með hann, er það ekki crucial fyrir 7undu/8undu myndina?? Eða ætla þeir kannski að sleppa því líka?
Ég vona nú bara að þeir hafi jarðaförina í byrjuninni á 7undu myndinni annars er þetta mjög asnalegt.
David Yates er ágætur leikstjóri og fannst mér upptakan mjög góð en eins og er í endanum á flestum myndum hans þá er alltaf svona drama endamyndataka þar sem sést í 3 aðalpersónurnar okkar standandi horfandi á eitthvað fallegt scenery með upphækkandi tónlist í gangi og svo FADE, STAFIR.
En ef ég á að hrósa einhverjum þá er það Alan Rickman, en hann leikur einmitt Snape, hann var outstanding ef ég á að sletta smá ensku eins og ég er búin að gera smá í þessari grein. Svo veit ég ekki hvort þá séu snilldar leikrænir tilburðir Alan Rickmans eða góð leikstjórn David Yates, en atriðið þar sem Snape drepur Dumbledore var það besta í myndinni, gæti ekki hafa verið betra. Alveg fullkomin myndaupptaka, intense spenna milli Snape og Dumbledores, og þegar þessi setning kom “ Snape… please” þá fékk ég mestu gæsahúð sem ég hef fengið síðan ég fæddist, þið trúið ekki hvað hjartað mitt sló fast.
Ef þeir myndu einhvern tímann gera myndirnar alveg eins og bækurnar eru þá væri ég svo ánægð, jafnvel ef það væri 10 tíma mynd þá myndi ég samt mæta, það væri besti dagur lífs míns. En greinilega halda þeir að þeir geti ekki grætt á því og þurfa að sleppa hinu og þessu, en þannig eru einmitt allar myndir sem eru byggðar á bókum.
Þetta var ekki allt disastrous, þetta var góð mynd og ég skemmti mér bara ágætlega.
En ég mun alltaf hafa sömu skoðunina, bækurnar verða alltaf betri.
Of all the gin joints in all the towns in all the world.. She walks into mine