*****ATH******
SPOILERAR ÚR DEATHLY HALLOWS
Það var seint í ágúst og tunglið sem hékk yfir Bretlandi var mjög leyndardómsfullt, eins og það væri að gæta leyndarmáls. Yfir því var mikið mistur og blóðrauð lína var dregin í kringum það. Allir sem sáu það hugsuðu hvað myndi gerast þetta kvöld, því allir trúðu því að tunglið gæti sagt fyrir um hvort eitthvað skrítið myndi gerast það kvöldið, bara með einu augnliti.
Enginn vissi hvað það þýddi, en eins og öllum grunaði þá hélt tunglið leyndarmál það kvöld. Leyndarmál sem aðeins tunglið vissi um. Leyndarmálið var ást. Ást hékk í loftinu þetta kvöld þar sem að það kvöld hafði verið kvöld óteljanlega margra trúlofanna og stefnumóta um allan heim. Trúlofanir og stefnumót full af ást.
George Weasley og Alicia Spinnet voru á slíku stefnumóti þetta kvöld heima hjá Aliciu. Fyrr um daginn hafði hún sent honum uglu og spurt hann hvort hann vildi koma í kvöldmat heima hjá henni. George hafði auðvitað sagt já þar sem hann var ástfanginn af henni. Þetta var líka fyrsta skiptið sem hann kom heim til hennar og hann var rosalega spenntur.
Þau höfðu farið á nokkur stefnumót síðan daginn á kaffihúsinu. Stefnumótin höfðu verið mjög skemmtileg og þau höfðu prófað margt nýtt. Þau höfðu farið í fallhlífastökk og tilfluttust einu sinni til Skotland til að fara á tónleika með Kynjasystrunum.
„Þetta var æðislegur matur, Alicia,“ sagði George og lagði niður hnífapörin á diskinn sinn. „Þú býrð til betri kjúkling en mamma, og það er að segja eitthvað.“
„Ég reyni. Þetta er eiginlega uppskrift sem hefur farið frá móður til dóttur í nærri tvö hundruð ár,“ sagði Alicia og roðnaði við hrósið.
„Hvernig gerirðu hann?“ spurði George.
„Þetta er leyniuppskrift sem enginn utan fjölskyldunnar fær að vita,“ sagði Alicia og lét þar við liggja. Leyndarmálið var að segja infernioses, benda sprotanum að sítrónu og kreista svo sítrónuna yfir matinn. Þetta dugði við hvaða mat sem er.
„Það var slæmt,“ svaraði George með stríðnisglampa í augunum. „Þá verður þú víst að gera matinn framvegis nema við förum út að borða.“
Alicia roðnaði og leit undan. Hún hafði verið að hugsa um framtíðina með George og hafði vonast eftir að hann væri að því líka. Að heyra hann tala um framtíðina gerði hana glaða, og hún sagði ánægjulega: „Ég elska að elda, og það væri frábært ef við gætum endurtekið þetta.“ Eftir að hafa lokið við þá yfirlýsingu gekk hún inn í eldhús með skítugu diskana.
Á meðan gekk George um stofuna og skoðaði sig um. Hann rakst á bók með skrítnum titli: Hvid Sommer. Hann mundi ekki eftir að hafa heyrt um bókina, og fattaði að bókin var ekki einu sinni á móðurmáli hans.
„En spennandi, ég vissi ekki að Alicia talaði önnur tungumál,“ sagði hann við sjálfan sig.
Hann tók upp bókina og opnaði hana. Hún var ekki á móðurmáli hans, eða á neinu tungumáli sem hann skildi.
Hann vissi ekki af hverju, en hann byrjaði að lesa.
Mette strakte armene frem foran hovedet og begravede hænderne i det varme sand. Lidt nede kunn ehun mærke, at der var fugtigt og køligt, og hun borede fingerspidserne så langt ned hun kunne. Det var en dejlig fornemmelse, den bagende sol på hendes ryg og ben og køligheden mod hendes fingerspidser, og hun gjorde sig lang og flad.
George stoppaði. Hann skildi lítið í þessu, og nokkra stafi í þessu hafði hann aldrei séð áður.
Alicia gekk inn í stofuna þá og tók eftir því hvað George var að lesa. Hún byrjaði að hlæja.
„Skilurðu eitthvað í þessu?“ spurði hún, hlæjandi svo mikið að hún þurfti að styðjast við stól. Hún vissi að George talaði ekki nein önnur tungumál.
„Voða lítið,“ játaði hann. „En eitthvað,“ sagði hann og lést vera stoltur. „Ég vissi samt ekki að þú talaðir önnur tungumál.“
„Bróðir minn var hugfanginn af þeim. Hann lærði og kenndi mér svo. Ég tala og skrifa sex tungumál,“ svaraði hún og tók upp bókina sem George hafði lagt niður.
„Vá, það er mikið,“ sagði George undrandi. „Hvaða tungumál talarðu?“
„Ja, ég elska norðurlandamálin, því að bækurnar þaðan eru æðislegar. Ég tala íslensku, sænsku, spænsku, rússnesku, frönsku og svo ensku.“
„Vá.“
„Já.“
„Lestu mikið þaðan?“
„Ekki spænskar og rússneskar bókmenntir, en ég er að lesa sænskar bækur sem heita Ísfólkið, sem eru æðislegar á frummálinu. Þær fjalla um galdrakarla og nornir sem galdra án töfrasprota.“
„Ha? Hvaða kjaftæði er það?“ George var hneykslaður.
„Það er heillandi reyndar,“ svaraði Alicia og reyndi að verja bækurnar. „Þau nota jurtir og hugarorkuna, víst.“
„Það mun ég aldrei skilja. En hvað er klukkan annars, ég þarf að vakna snemma í fyrramálið.“
„Hún er orðin ellefu.“
„Ellefu? Tíminn flýgur, ég þarf að komast heim og klára að raða í búðinni fyrir morgundaginn.“
„Þarftu að fara,“ sagði Alicia svolítið vonsvikin.
„Ég vildi að ég þyrfti þess ekki, en ég þarf,“ sagði George og gaf Aliciu koss.
Þegar þau gengu að dyrunum reyndi Alicia að finna ástæður fyrir að láta hann ekki fara. En eins og allir vita, því meira sem þú hugsar um þetta, því færri ástæður finnur maður.
„Bless, Alicia,“ sagði George þegar þau komu að dyrunum.
„Bless George.“ Alicia hafði loksins fundið hina fullkomnu ástæðu til að fá hann til að vera áfram. Og án þess að hika, þá kyssti hún hann. Kossinn var svo ástríðufullur að George gat varla andað. En að lokum náði hann tökum á sjálfum sér og kyssti hana til baka.
Ég segi ykkur ekki hvað gerðist næst, en stefnumótið gerði þau nánari hvort öðru en nokkru sinni áður. Ekkert í heiminum gat skilið þau að núna, því núna höfðu staðfestingu fyrir því að ást þeirra var raunveruleg.
Höfundur: Langt síðan síðast.. Ákvað í einhverju brjálæðiskasti að halda áfram. Þið sem hafið lesið söguna á ensku, þá vitið þið að kaflinn hét upphaflega The Sons of the Dust, og er smá kafli upp úr bókinni Synir duftsins í þeim kafla, en ég gat nú varla farið að gera það á íslensku? Þessvegna hélt ég aldrei áfram, vissi ekkert hvað ég átti að gera. Það, og leti. En núna er hann loksins kominn og ég vona að ykkur líki kaflinn.
“One is glad to be of service.”