Ég vissi ekki hversu langt þetta myndi ganga.
Ég vissi nokkurn vegin að þetta yrði að enda einhversstaðar..
Eftir fyrstu atvikin varð þetta orðið fíkn.
Eftir hvert atvik var alltaf eitthvað áframhald,
og hugur minn reikandi eftir meiru.
þar til einn dag. hjartað mitt stoppaði..
þetta hafði verið partur af mér í 8 ár.
svo stór partur af lífi mínu.
Ég fékk fréttir að endirinn væri að nálgast
Ég varð hrædd. ég vildi ekki að þetta tæki á enda
ég vildi ekki vita hvað myndi gerast..
En ég varð að halda áfram.
Ég meina.. Þetta hafði verið stór partur að lífi mínu.
þetta lýsti mér, gerði mig að því sem ég er í dag.
Svo ég tók mig á og ætlaði að klára þetta.
Lauk þessu af og reyndi að ná sem mestu.
Ætlaði bara að komast í gegnum þetta.
það var erfitt..
stundum hélt ég að ég myndi missa vitið,
Hætta við. En ég hélt áfram.
Ég var að nálgast endalokin þegar ég
stoppaði í smástund, til að reyna að fatta hvar ég var. fara aðeins yfir allt sem hafði gerst,
svo hélt ég áfram, og þegar þetta var búið..
.. Ég lagðist uppí rúm með þessa einu setningu reikandi um hugann minn.(“ég trúi ekki að ég sé búinn að lesa seinustu harry potter bókina ” ).
End of an era eftir Ingunni Láru - 17.08.'07
Of all the gin joints in all the towns in all the world.. She walks into mine