Saga Wrocksins J.K var aðal innblásturinn fyrir Wizard rock hljómsveitirnar þegar hún sagði frá galdrahljómsveitinni “The Weird Sisters” í einni af bókum sínum um Harry Potter, en þær spiluðu lög um það hvernig það væri að vera galdramaður og vegna þess er það hefð hjá wizard rock hljómsveitum að spila eingöngu lög af þeirri gerð, þótt að það sé með sjónarhorn eina persónu úr bókunum í huga eða það sé bara um það hvernig það er að vera galdramaður eða norn.

Fyrsta wizard rock hljómsveitinn sem opnaði augu aðdáenda Harry Potters fyrir þessari nýju tegund af tónlist og sú hljómsveit hét Harry and the Potters og er hún sögð vera fyrsta Wrock hljómsveitinn. Meðlimirnir hljómsveitarinar, bræðurnir þeir Paul and Joe DeGeorge opinberuðu hljómsveitina sína fyrst árið 2002 þegar þeir heldu fyrstu tónleikanna þeirra í veilsu heima hjá þeim. Eftir að hafa fengið mikkla hvatningu frá aðdáendum Harry Potters þá héldu þeir áfram að skrifa og semja lög með Harry Potter sem þemu og í Apríl það sama ár þá kom út þeirra fyrsta plata sem bar nafnið Harry and the Potters. Þeir fóru svo að halda sýningar og ferðast um víðan völl til að kinna hljómsveitina og árið 2004 kom út önnur plata eftir þá sem hét Woldemort can‘t stop the wrock og með því voru þeir brautríðendur fyrir Wrockið og komu því fram á sjónarsviðið.

Það var í enda ársins 2004 sem að aðrar Wizard rock hljómsveitir komu undir sig fótunum en það var ekki fyrr en að að Harry and the Potters fóru í stórt tónleikaferðalag sumarið 2005 sem að wrock hljómsveitir fóru virkilega að fjölga sér.

Mjög seint árið 2004 þá hélt Matt Maggiacomo – meðlimur í The Whomping Willows party á heimili sínu og bauð Harry and the Potters til þess að spila það kvöld heima hjá sér og nokkrum mánuðum seinna þá fengu þeir þá flugu í höfuðið um að halda stóra Wizard rock Tónleika þar sem allir þeir unnendur Wrocks gætu komið saman og skemmt sér vel. Þá kom hljómsveitinn Draco and the Malfoy fyrst fram. Þeir fóru svo með Harry and the Potters í tónleikaferðalög það sumarið og spiluðu með þeim þar. Draco and the Malfoys og the Whomping Willows stofnuðu sér svo account á myspace í Október það sama ár og bjuggu með hjálp Harry and the Potters til geisldisk sem fékk nafnið; A Magical Christmas of Magic.
The Remus Lupins komu líka inná myspace í Október sama ár og áður en árið var á enda voru 20 Wizard rock hljómsveitir búnir að stofan sér Myspace síðu og um 30 hljómsveitir voru búnir að koma sinni tónlist á framfæri í Janúar 2006

En það sem fæstir vita er það að Harry and the Potter var ekki fyrsta Wrock hljómsveitinn þótt að þeir hafi verið þeir sem komu Wrockinu á framfæri. Það var hljómsveitinn The Switchblade Kittens sem samdi fyrsta Wrock lagið árið 2000 sem hét “Ode to Harry” frá sjónarhorni Ginny Weasley. Sú hljómsveit samdi einnig annað lag árið 2003 sem hét Nimbus. Þeir gáfu svo út sína fyrstu plötu árið 2007 sem hét the Wierd sisters.

Samt sem áður eru sumar hljómsveitir algerlega laglausar eða falskar og geta varla komið nótu rétt frá sér, þótt að það eigi ekki við um allar þær Wizard rock hljómsveitir sem til eru. En aðdáendum Wrocks og Harry Potters virðist samt sem áður standa sama um það, það er textinn á bak við lagið sem höfðar mest til þeirra og þema tónlistarinnar sem fjallar um hina vinsælu seríu um Harry Potter. Margar Wrock hljómsveitir hafa það að markmiði sínu að koma meira fólki inní bókmenntir og mæla með sínum uppáhalds bókum á bloggsíðum sínum. Einnig er mottó The Remus Lupins ; Berjumst gegn hinu illa, lesum bækur!

Nú til dags eru um 100 Wrock hljómsveitir ef ekki fleiri starfandi en samt mis virkar og nokkrar hafa gefið út plötur sem eru fáanlegar á itunes.

Það er hægt að finna nær allar hljómsveitirnar og upplýsingar um þær á ; http://wizrocklopedia.com/index.php