Smásagnakeppni-Þetta er í þeirra höndum. Hanagalið hljómaði skerandi í eyrum Salazars þegar hann vaknaði við lætin úti. Helga var að reyna að gefa eldspúandi hænunum sem Godric hafði náð fyrir nokkrum dögum árangurslaust, þau höfðu enn sem komið er ekki fundið neitt sem þær vildu mögulega setja inn fyrir gogginn á sér, ef fingurnir á Helgu voru ekki teknir með. Hann klæddi sig í síðann smaragðsgrænann kufl með silfruðum ísaum, setti á sig gullmenið með stóra S-inu á sig og fléttaði sítt hárið í tvær aðskildar fléttur, hann var ekki mjög gamall og var það ekki algengt að menn á hans aldri létu sér vaxa skegg, hann var aðeins 45 ára, helmingi yngri en Rowena, en honum fannst þetta bara gera hann virðulegri. Hann hafði líka fengið skjannahvítt hár löngu áður en Godric fékk svo mikið sem eitt grátt hár svo honum fannst að þó að hann væri yngstur þá mætti hann alveg líta út fyrir að vera elstur. Þegar hann leit frá speglinum sá hann að ugla sat þolinmóð í glugganum og beið eftir athygli frá honum. Hún hélt á bréfi í gogginum og á því stóð:

Salazar Slytherin

Hann tók við bréfinu og þekkti skriftina um leið og hann sá hana almennilega, smá, hlykkjótt og með litlum blekslettum vegna þess að þrýst var of fast þegar skrifað var. Þessi skrift var skriftin hennar Rowenu Ravenclaw. Hann opnaði bréfið og las það sem stóð:

Kæri Salazar.
Að vel ígrunduðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það að neita þeim sem eru fæddir af muggum um veru í skólanum sé óviðhæfandi og eigi þeir alveg jafn mikinn rétt á því að fá kennslu í skólanum og þeir sem eru af hreinu blóði.
Vísa ég þar með tillögu þinni um að aðeins hreinræktaðar nornir og galdramenn fái skólagöngu burt í samráði við Helgu og Godric.
Þín einlæg,
Rowena.

Hann hniklaði brýrnar, krumpaði bréfið saman og henti því í bréfakörfuna. Auðvitað höfðu þau hafnað tillögunni, þau voru svo opin fyrir öllu hyski. Hann leit út um gluggann á hænurnar sem Helga var að reyna að róa niður. “Ohanzee, komdu.” Snákurinn kom skríðandi eftir gólfinu frá hreiðrinu sem Salazar hafði gert fyrir hann. Snákurinn var langur, í það minnst tveir metrar, hreistrið var eiturgrænt og glansandi. Ohanzee fór upp handlegginn á Salazar og upp yfir axlirnar. Salazar gekk út úr herberginu.

Þegar Helga kom aftur inn eftir að hafa reynt að temja hænurnar í frekar langann tíma sá hún að Godric var sá eini sem sat að borði. Hún settist niður og tók upp gaffal. “Hvar er Salazar?”
“veit ekki, hann er örugglega enþá sofandi, ég gæti vel trúað honum til þess.”
“Tja, hann verður að fara á lappir ef hann ætlar að vera hérna þegar Galdramálaráðherra kemur og skoðar skólann.”
Godric kinkaði kolli hugsi og kyngdi munnfylli af pönnukökum. “Já, ætlar hún Rowena ekki að koma?”
“jú, hún ætti að koma á hverri stundu. Ég bara skil ekki af hverju hún vill ekki sofa hér í skólanum eins og við hin.”
Godric setti í brýrnar, þurrkaði um munninn á sér og fékk sér sopa af mjólk áður en hann svaraði henni. “Þú hlýtur að skilja það að hún getur ekki bara skilið Balthasar einann eftir karlaumingjann. Og hvað þá tekið hann með sér í þessu ástandi.”
Helga hló við tilhugsunina um Bathasar, hann var einstaklega sérstakur gamall maður, engin furða að Rowena féll fyrir honum.
Salazar gekk inn um dyrnar og virtist pirraður, snákurinn sem hékk utan á honum hvæsti og beraði tennurnar. Helga hafði alltaf verið frekar smeyk við þennan snák, hann virtist vera of mannlegur þegar Salazar talaði við hann. Godric virtist standa í myrkrinu en Helga gerði sér strax grein fyrir hvað hafði gerst. “Þú hefur fengið bréfið.”
Salazar ansaði engu pirraður á svip, en settist niður og byrjaði að smyrja sér brauðsneið. Allt í einu virtist allt skýrast fyrir Godric og hann leit á Salazar eins og til þess að fá eitthvert merki frá honum. “Þú verður að skilja það Salazar að við getum ekki bannað krökkum sem eiga muggaforeldra að koma í skólann. Það er eintóm fásinna og þú veist það vel.”
“Ég hef bara þá skoðun að þau eru hyski sem eiga ekki þessa arfleið skilið.”
“En þetta er nákvæmlega það sem við ætluðum okkur að hindra með því að stofna þennan skóla, gera engann mun á persónum, bakrunni né blóði.”
“Ég hélt að þið væruð að tala um að við gerum engann mun á börnum sem eru skvibbar eða þeim sem eru með galdrakrafta í reynd. Ekki…..Þetta.”
Godric ranghvolfdi augunum. “Og hvað ættum við að kenna skvibbunum? Nei Salazar, þetta er það sem við vorum að tala um. Þú varst bara svo blindur á þetta að þú gerðir þér ekki grein fyrir um hvað við vorum að tala.”
Salazar snöggreiddist og snákurinn lét eins og hann ætlaði að gera árás á Godric. En Godric hikaði hvergi við. Um það leiti sem Salazar virtist ætla að draga upp sprotann birtist Rowena á milli þeirra. Hún var gegnblaut og virtist vera að fá kvef. Helga dró samstundis upp sprotann og byrjaði að þurrka henni með heitum vindblæstri frá sprotanum. “Hvernig varðstu svona blaut?” Spurði hún til þess að reyna að breyta um umræðuefni og dreifa huga karlmannanna tveggja sem störðu enn reiðilegir á hvorn annan.
“Ég þurfti að fljúga framhjá nokkrum Geirömblum. Ef ég hefði smeygt framhjá hefði ég mætt allt of seint.”
Helga horfði á hana með aðdáun. Rowena var klædd í sitt fínasta. Hún bar höfuðdjásnið sem hún hafði fengið svartálfa til þess að sérsmíða fyrir sig. Enginn nema Rowena hafði nokkurn tíman náð jafn góðu sambandi við svartálfa í allri sögu galdranna. Hún var í síðum dökkbláum kjól með nælu úr bronsi á brjóstbarminum. Hún var með þennan virðulega svip sem hún setti alltaf upp þegar eitthvað mikilvægt var í þann mund að gerast, þetta var í rauninni merki um kvíða, Helga hafði þekkt hana nógu lengi til þess að vita það, þetta var einungis til þess að virðast vera með stjórn á aðstæðum. Og svipurinn virkaði. Hún leit á Salazar og bar upp spurninguna sem Helga var svo innilega að vona að hún myndi ekki spyrja akkúrat þá. “Fékkstu bréfið frá mér?”
Salazar setti upp þrjóskann svip. “Já.”
“Já, þú hlýtur að skilja hvers vegna við ákváðum þetta.”
Salazar andvarpaði og beið með að svara í smá stund en sagði svo, “Ætli það ekki, en mér finnst þetta samt ótrúleg fásinna, sérstaklega að heyra þetta frá þér Rowena, ég hélt að við ættum þetta sameiginlegt.”
Rowena dæsti en svaraði engu heldur byrjaði á öðru umræðuefni. “Og hvernig gengur svo með þessar blessuðu hænur? Hefurðu fundið eitthvað sem þær vilja láta ofaní sig Helga?”
“Enn sem komið er hef ég ekki fundið neitt, kannski við ættum bara að leita ráða, ég veit að þið haldið að ég get séð vel um dýr sama hvort þau eru úr töfraheiminum eða ekki. En ég bara get það ekki. En ég á frænda í Svíþjóð sem getur örugglega séð um dýrin fyrir okkur.”
Godric skaut sér allt í einu inn í samræðurnar og virtist ákafur í því að gleyma nýliðnum samskiptum sínum við Salazar “Heldurðu kannski að hann geti tekið að sér kennslu í umönnun á galdraskepnum?”
Helga hugsaði sig um í smá stund en sagði síðan frekar bjartsýnni röddu, “já, eða ég veit að hann hefur eigilega ekkert að gera þarna í Svíþjóð, hann á neflilega enga fjölskyldu lengur karlræfillinn og löngu kominn á ellilaun. Hann verður ánægður með að fá smá líf í tilveruna.”
Rowena brosti ánægð á svip, “gott, þá erum við að minnsta kosti búin að fá einn á listann yfir líklega kennara. Við verðum auðvitað að hugsa út í hann meira þar sem það eru aðeins tveir mánuðir í það að skólinn byrji. Það er, ef að Galdramálaráðuneytið viðurkennir kastalann sem viðeigandi stað til þess að kenna börnum á skólaaldri. Salazar, er ekki heimavistin þín tilbúin fyrir nemendur?”
Salazar hafði verið djúpt hugsi og svaraði ekki um leið og Rowena bar fram spurninguna.
“Salazar…?”
Salazar hrökk við en svaraði samt um leið og hann leit á Rowenu með já-i.
Rowena kinkaði kolli og leit á Helgu. Helga hafði farið yfir allt snemma um morguninn. Hún var vanalega sú fyrsta sem vaknaði og þar af leiðandi sú sem þurfti að elda morgunmatinn og þrífa allt áður en karlmennirnir tveir myndu vakna. En þennan morgun hafði hún vaknað sérstaklega snemma til þess að geta farið yfir heimavistina sína. “Já, ég fór yfir allt í morgun og ég er bara frekar ánægð með hana.”
Rowena brosti, “gott, ég átti auðvitað von á þessu frá þér Helga, þú ert svona manneskja. En hvað með þig Godric? Er allt tilbúið þar?”
Godric brosti frekar niðurlægður. “Nei, ekki alveg, ég á eftir að fínpússa aðeins.”
“Þú ert ekki búinn er það nokkuð?” Spurði Rowena, öll hin vissu vel hvernig Godric var í sambandi við svona, hann vildi mun frekar vera úti að kljást við galdramenn myrku aflanna en að þrífa í sinni eigin heimavist.
Godric svaraði engu en brosti bara, honum hafði alltaf fundist kvenmenn eiga að gera slíka hluti. Þær skoðanir höfðu orsakað heljarinnar rifrildi á milli hans og Helgu eitt sinn fyrir langa löngu. Hann hafði ekki minnst á það síðan við Helgu, en hún vissi samt að hann var enn sömu skoðunar. Rowena gaf honum þetta stranga augnaráð og orðalaust þá stóð hann upp og gekk í átt að heimavistinni sinni.

Rowena stóð við stóra gluggann á fjórðu hæð og hugsaði heim til Balthasars og Helenu sem hafði verið svo elskuleg að sjá um hann fyrir sig á meðan Rowena væri upp í skóla. Hún leit yfir litla skóginn sem Godric hafði verið svo góður að planta niður fyrir Helgu. Rowena hafði verið að fylgjast með þeim tvemur og fannst hún alltaf sjá eitthvað í augum Godrics þegar hann leit á Helgu. Eitthvað meira en vináttu. En aumingja Helga var alltaf jafn saklaus og áður fyrr og gerði sér ekki grein fyrir hvernig Godric leið. Hann hafði verið svo aumingjalegur eftir rifrildið yfir hvert hlutverk kvenna var, hann var niðurbrotinn. En Helga virtist hafa gleymt því öllu með tímanum. Allt í einu sá Rowena eitthvað á himninum sem hafði ekki verið þar áður. Hún leit í litla bronskíkinn sem hún bar alltaf með sér og sá þá þrjá menn á kústum. Þeir flugu með ógnarhraða og stefndu beint í átt að skólanum. Rowena sneri sér frá glugganum og kallaði á húsálfinn sinn hana Tacitu. Tacita birtist eftir nokkurn tíma og hélt hún ennþá á sópnum. Um leið og hún sá hann í hendi sér smellti hún fingri og hann hvarf. “Afsakaðu frú mín hversu lengi ég var á leiðinni, maður þinn þurfti hjálp og unga frúin gat ekki ráðið við allt ein.”
Rowena brosti, Tacita hafði alltaf verið mjög duglegur húsálfur. Salazar var ekki ánægður með það að Rowena hafði hana í þjónustu sinni þar sem hann virtist láta sér undarlega annt um húsálfa, allavega meira en um börn sem voru komin af muggum. Rowena andvarpaði. “Það er allt í lagi Tacita, en geturðu farið til hinna og sagt þeim að nefndin frá Galdramálaráðuneytinu sé að koma og að þau eiga að koma niður í Stóra sal um leið og þau geta?”
Tacita kinkaði kolli, “skal gert frú mín góð!”
Hún smellti fingrum og hún var horfin á staðnum. Rowena dæsti og leit aftur á mennina þrjá á kústnum og hélt sig þekkja einn þeirra. Hún setti kíkinn niður og sneri sér við með hálfgert glott á vörum. “Þetta verður althyglisvert.”


Þegar Godric var að leggja lokahönd á heimavistina sína birtist allt í einu lítill húsálfur klæddur í fullt af vasaklútum sem voru snyrtilega saumaðir saman og greinilega vel þrifnir reglulega þar sem þeir voru allir skjannahvítir. Þetta var snyrtilegasti húsálfur sem Godric hafði nokkurntímann séð á ævi sinni. Enda engin furða þar sem þetta var hún Tacita, húsálfurinn hennar Rowenu. “Frúin biður yður um að koma upp í stóra sal herra minn.” Sagði Tacita, Godric skynjaði svolitla kvíðni í rödd hennar. Godric vissi sjálfur að hún var smeyk við hann. Enda var hann frekar hávaxinn og þrekinn maður. Allt annað en Balthasar sem var lítill og aumur, þrátt fyrir það að Godric vissi vel að Balthasar stóð honum fremur í öllum göldum og því sem reyndi á gáfur þá gat hann ekki komist hjá því að líta niður á Balthasar í hvert sinn sem þeir hittust.
Godric leit niður til hennar og kinkaði kolli, “takk fyrir Tacita.” Hann skoðaði vasaklútana í kjólnum, “er þessi nýr?” hann benti á einn þeirra sem var fagurlega útsaumaður.
Tacita roðnaði og brosti, en kinkaði svo kolli, “já herra, ég fann hann úti í fjörunni þegar ég var að leita að blómum í beðið. Þú veist vitanlega hvað frúnni finnst fjörublóm falleg.”
Godric kinkaði kolli, “en farðu nú að drífa þig, ekki viltu að Rowena fari að undrast hvað sé að taka svona langann tíma.”
Tacita hristi höfuðið og smellti fingrum. Og án þess að kveðja var hún horfin. Godric sneri sér við hlægjandi með sjálfum sér. Allt í einu birtist Tacita aftur. “Vertu sæll herra minn.” Hún hneigði sig djúpt.
“Vertu sæl Tacita.”
Og með einum smelli var hún horfin á ný. Godric brosti í kampinn og lyfti sprotanum. Með einni sveiflu var allt orðið hreint og kviknaður eldur í arninum. Hann hafði sett uppáhalds hægindastólinn sinn beint fyrir framan arininn. Kannski, eftir mörg hundruð ár, myndi einhver sitja þarna og stara inn í eldinn með sama augnaráð og hann sjálfur setti alltaf upp þegar hann hafði eitthvað vandamál til þess að leisa. Kannski.

Þegar galdramálaráðherrann steig af kústinum sínum leyfði Cuthbert sér fyrst að lenda á jörðinni. Það voru forréttindi að fá að fara í sendiferð með Galdramálaráðherranum og honum fannst hann ekki vera tilbúinn fyrir það. Hann hafði fyrst ákveðið að þykjast vera að veikjast og fá að fara heim frekar en að fara með Galdramálaráðherranum, það var hvort eð er drekabóla á gangi í ráðuneytinu sem var í rauninni ástæðan fyrir því að Alexander fékk að fara yfirleitt. Allir sem voru hærra settir en hann voru annaðhvort nú þegar komnir með drekabólu eða voru svo hræddir við að sýkjast af henni að þeir neituðu að fara til vinnu. En á seinustu stundu þá ákvað hann að fara með. Kannski yrði þetta til þess að hann fengi stöðuhækkunina sem hann hafði beðið um svo oft áður sem enn sem komið var hann hafði ekki fengið.
Þegar hann gekk inn þá varð hann heillaður, aldrei á sinni lífsfæddri ævi hafði hann séð jafn mikilfenglega byggingu og Hogwarts skóla. Var allt baðandi í ljósi og fékk hvert smáatriði að njóta sín. Voru veggirnir skreittir með fögrum galdramálverkum og var bljáfægðum brynjum komið fyrir á öllum viðeigandi stöðum. Voru stórkostlega gerðar styttur á göngunum, bæði í fræðandi tilgangi og bara fegurðinnar vegna. En þó var ekki of mikið af neinu. Og þaðan af síður of lítið. Cuthbert leit fram fyrir sig og sá hávaxna konu sem var greinilega komin á eldri árin, og bar það bara mjög vel. Hún var virðuleg og greindarleg. Hún gekk á móti þeim og breiddi út arminn. “Galdramálaráðherra! Vertu velkominn í skólann okkar.”
Galdramálaráðherrann kinkaði kolli og tók niður svarta oddmjóa hattinn sem hann gekk alltaf með. “Góðann daginn Rowena. Ánægjulegt að vera loksins komin í þennan skóla sem allir í galdraheiminum eru að tala um.Mér skilst að Spámannstíðindi ætla að fjalla um skólann í þriggja blaðsíðna grein ef ég samþykki starfsemi hans.”
Konan sem Cuthbert vissi nú að héti Rowena brosti og laut höfði, hún bar sig sérstaklega vel miðað við hvernig aðrar persónur yrðu við það að hitta Galdramálaráðherra. Hann virti höfuðdjásnið hennar fyrir sér, það var greinilegt að það var gert af svartálfum. Allt í einu skall það í hann, þetta var frú Ravenclaw! Hann hafði hitt hana einu sinni áður, hann var hissa á sjálfum sér fyrir að hafa ekki borið kennsl á Rowenu strax. En þó var hann ekki hissa að hún mundi ekki eftir honum. Fundir þeirra höfðu ekki verið ýkja merkilegir þó að hann mundi eftir því. Frú Ravenclaw tók aftur til máls. “Fylgið mér, ef þið viljið vera svo vænir, hin bíða eftir okkur inni í stóra sal.”
Hún gekk af stað. Cuthbert beið eftir því að ráðherrann færi af stað en fór þá fyrst sjálfur af stað. Á leiðinni í stóra salinn hugsaði Cuthbert með sér hvort að systir sín hún Amelia gæti fegnið vinnu sem kennari þarna. Og þá sem kennari í galdraseiðum, annað tæki hún ekki í mál. Hún var líka frekar sling í því að blanda saman ótrúlegustu drykki og seiði, var Cuthbert reyndar mjög undrandi á hæfileikum hennar þar sem hún hafði aldrei sýnt neinn áhuga á galdraseiðum. Reyndar hafði hún aldrei sýnt neina ástríðu fyrir neinu þegar hún var ung, þegar Amelia var í skóla þá lét hún allt félagslíf eiga sig. Hún sat alltaf aftast í bekknum og átti enga vini. Cuthbert man hvað hann hafði skammast sín mikið fyrir hana, hún hafði verið smánarblettur á honum og hans lífi. En seinna hafði hann komist að því að hún hafði ekki fengið svo skemmtilega meðferð í skóla sjálf. Bekkjafélagar hennar höfðu hrekkt hana með því að meðal annars stela ýmsu smálegu frá henni, hrinda henni þegar hún var með fullt fang af töskum, rekast “óvart” í hana þegar hún fékk sér að drekka svo hún hellti niður á sig og ýmist fleira og flestallt verra en það sem komið var. En þegar hún kynntist Robert, mugganum sem hafði vanið sig á að ganga sömu leið og Amelia á sama tíma alla daga á sumrin þegar hún fór á markaðinn, byrjaði hún að vera opnari og skemmtilegra að eyða tíma með henni. Hún hafði fegnið aukið sjálfstraust og fannst henni skemmtilegra að vera til. Cuthbert vissi vel að Robert hafði fengið augastað á henni löngu áður en hann byrjaði að fara þessar gönguferðir með henni. “Jæja herrar mínir, gjörið svo vel að fá ykkur sæti.”
Þau voru komin á leiðarenda, Cuthbert sá tvo karla og eina konu til viðbótar og stóðu þau við hliðna á Rowenu. Þau voru öll mjög snyrtilega klædd og greinilega að reyna að koma sem best fyrir. Enda engin furða þar sem þetta var mjög mikilvægur dagur. Þetta var dagurinn þar sem þau fengu að vita hvort að allt erfiðið og galdrarnir sem þau höfðu lagt í þessa byggingu fengju að njóta sín eins og þau ætluðu sér að leyfa þeim. “Jæja, hvernig getið þið sagt mér frá þessum skóla svo að mér lítist á?“ Sagði ráðherrann eftir að hafa fengið sér sæti. Cuthbert rankaði allt í einu við sér og fékk sér sæti við hlið ráðherranns. Skólastofnendurnir brostu og tók annar karlinn til máls. Hann var stór og þrekinn og leit frekar út fyrir að vera skyggnir en að vera skólastofnandi. “Við þrjú höfum verið að vinna að því að gera þennan skóla eins góðann og mögulegt er í fjögur ár. Höfum við hlúað að hverju smáatriði og farið yfir öll atriði sem eru þörf til þess að geta verið eins stolt af þessum skóla og hægt er. Við erum hér komin til þess að fá að vita hvort að erfiði okkar var þess virði.” Hann brosti og þagnaði, allt í einu tók ókunnuga konan til máls. Hún var glæsilega klædd, hún var í síðum íbaurðarmiklum kjól með lögum í ýmist gulu eða svörtu. Hárið var sett upp í glæsilegann snúð og hún hélt á fallegum, gulum blævæng sem var það nýjasta hjá hefðarfrúm í galdraheiminum. “Þetta var Godric Gryffindor eins og þið vitið örugglega nú þegar. Ég er Helga Hufflepuff. Ég er nokkuð viss um að ekkert ykkar þekkir mig þar sem mér finnst óþægilegt að tekið sé eftir mér. En þegar þau þrjú komu til mín” Hún benti á hina stofnendur skólans með handarsveiflu. “Þá varð ég að slá til og taka þátt í þessu sköpunarverki. Síðastliðin fjögur ár hafa verið bestu ár ævi minnar, og ég vona innilega að starfsemi skólans verði samþykkt svo að ég geti átt fleiri svona ótrúleg æviár. En einmitt núna ætlar hann Salazar Slytherin að sýna ykkur heimavistina sína, síðan leiðir hann ykkur um alla vesturálmuna og þá tekur hún Rowena við og sýnir ykkur sína heimavist og í leiðinni suðurálmuna, síðan tekur Godric við og seinast ég. Við vonum öll að ykkur muni lítast á skólann okkar sem við höfum lagt svo mikla ást og kærleik í.”
Galdramálaráðherrann brosti, “Takk kærlega frú Hufflepuff. En þér skjátlast. Ég hef heyrt um þig, og allir sem ég þekki hafa líka. Þú varðst fræg þegar þú fannt upp lækninguna við Drekavörtunni.” (Drekavarta var hræðileg veiki sem hálfur galdraheimurinn þjáðist af, seinna varð til afbrigði af henni sem nefnist Drekabóla sem flestir kannast við.)
Helga roðnaði upp í hársvörð en hikaði ekki við að svara á þess að nokkuð hafi gerts. “Já þá mun ég að minnsta kosti vita á hverju ég mun eiga von ef ég fer einhverntímann í galdramálaráðuneytið. En núna mun hann Salazar fylgja ykkur um sitt svæði. Salazar.” Maðurinn sem hingað til hafði ekki sagt orð stóð upp. Hann var mjög virðulegur og vitur að ásjónu. Hann var í smaragðsgrænum kufli og var sítt skeggið fléttað í tvær fléttur. Allt í einu birtist stór eiturgrænn snákur út úr fellingunum á kuflinum hans og hvæsti á þau úr ráðuneytinu. En herra Slytherin hikaði ekki heldur sagði formlegri röddu. “Jæja, við skulum ekki hangsa hérna í allan dag, Galdramálaráðherra. Ef þú vilt vera svo vænn, fylgdu mér.”

Um leið og Salazar og föruneitið frá ráðuneytinu voru komin úr heyrnarmáli þá varpaði Helga öndinni. Godric brosti og rétti henna tebolla. “Jæja, þetta var ekki svo slæmt. Var það nokkuð?”
Helga brosti en Rowena fékk sér bita af sítrónuköku og naut bragðsins í nokkra stund áður en hún svaraði fyrir Helgu. “Kannski ekki, en ég hef samt frekar miklar áhyggjur af snáknum hans Salazars. Honum Ohanzee. Ég held að hann valdi ráðherranum óróleika.”
Godric kinkaði kolli hugsi. “En ég veit samt vel að Salazar tekur það ekki í mál að láta hann frá sér. Þessi snákur er honum allt. Sérstaklega síðan Rebecca yfirgaf hann og tók Isabellu með sér.”
Helga brosti. “Ég gleymi aldrei hvað hann var niðurbrotinn þegar hann kom að auðu húsi, allt sem hann fékk í kveðjugjöf var þetta hálsmen. Rebecca hafði byrjað að búa það til í tómstundum sínum til þess að geta glatt karlinn. En hann gaf engann gaum að því. Núna er þetta hans kærasta eign.” Hún tók upp serviettu og þurrkaði sér um augun, hún varð alltaf vot um augun þegar hún hugsaði um þetta.
Rowena kinkaði kolli og í andartak var þögn. “En nú að mikilvægari málum. Við þurfum að huga að því hverjir eiga að kenna við þennan skóla fyrst að við erum svona nálægt markmiði okkar.”
Godric kinkaði kolli, tók upp sprotann sinn og galdraði fram blað og fjöðurstaf. Hann rétti Helgu ritföngin og sagði um leið, “hvað með þennan frænda þinn Helga? Ættum við ekki að skrifa bréf til hans og spyrja hann hvort hann vill vinna hérna sem kennari í Umönnun galdraskepna?”
Helga hugsaði til Svíþjóðar, hún hafði eitt mörgum sumrum á sveitarbænum hjá frænda sínum honum Mikkel og konunni hans, sem reyndar lést langt fyrir aldur fram úr drekavörtu, það var ástæðan fyrir því að Helga einsetti sér að finna upp lækningu við henni. “Jú, ætli það sé ekki best, en ég byrja á því seinna, ég vil ekki tefja það verk sem loksins er hafið.” Og þar með tók Helga upp fjöðurstafinn og skrifaði efst á síðuna:
Starfsfólk Howarts.
Hún leit upp og horfði á Rowenu með spurnarsvip. Rowena hugsaði sig um í smá stund en sagði svo. “Fyrst skulum við auðvitað skrifa niður í hverju við viljum kenna. Ef að við viljum kenna það er að segja. Ég veit allavega að ég vil ekki hanga aðgerðarlaus þegar skólinn byrjar. Ef hann byrjar.”
Helga brosti og horfði yfir á Godric. “Hvað vilt þú kenna Godric?”
Godric brosti og án þess að hugsa sig um þá sagði hann, “Varnir gegn illu öflunum.”
Helga brosti í kampinn og skrifaði það á blaðið. “Auðvitað, hvernig gat mér dottið eitthvað annað í hug. En hvað með þig Rowena, hvað vilt þú kenna?”
Rowena horfði á blaðið í nokkra stund en sagði svo, “ég kenni umbeytingu. Það fag hefur alltaf heillað mig á einhvern undarlegan hátt.”
Helga kinkaði kolli og skrifaði það niður. “Og ég ætla að kenna Töfrabrögð.”
Hún skrifaði það líka á síðuna en horfði síðan á Rowenu, “þarft þú ekki að fara að drífa þig til þess að geta tekið við af Salazar?”
Rowena drap tittlinga, “jú, takk fyrir að minna mig á það, ég gleymdi mér alveg. En þá er ég farin. Sjáumst að kveldi.”
Rowena gekk út og horfðu Helga og Godric á hana hverfa. “Þá er hún farin, við skulum bara vona að Salazar hafi ekki hrætt líftóruna úr þeim.” Sagði Godric með einhversskonar áhyggjutón í röddinni.
Helga hló, “þú ættir að vita manna best að Salazar er klárari en það. Hann hefur í mesta lagi lagt óvenju mikla áherslu á Ohanzee. Þessi snákur er allt of hræðilegur fyrir minn smekk.”
Godric hló og ýtti aðeins við Helgu.

Á meðan Rowena beið eftir því að Salazar og nefndin frá ráðuneytinu kæmu fyrir hornið hugsaði hún um hvað gæti gerst ef skólinn yrði ekki samþykktur. Hvert myndu þau öll fara? Auðvitað færi hún sjálf heim til Bathasars. Hún myndi bara fá vinnu hjá Spámannstíðindum og skrifaði greinar um hina ýsmu seiði og galdra, það væri alveg hægt að lifa á því. Sérstaklega þar sem Helena var flutt út. Salazar færi sjálfsagt til heimalandsins, Írlands. Hann ætlaði sér víst líka að ferðast til ýmissa landa. Samt hafði hann ferðast til fleiri landa en þau öll hin til samans. Godric myndi örugglega faraþar sem allt fjörið væri, ekki mátti hann nú við því að sitja í ruggustól alla daga og lesa bók. Rowena var viss um að Helga myndi flytja nálægt Godric, eða þá Rowenu. Helga átti ekki marga vini en hún hélt fast í þá sem hún náði sambandi við. Rowena leit upp og sá að Salazar og sendiráðið komu fyrir hornið. Hún brosti og gekk á móti þeim, “jæja, og hvernig var þessi partur skoðunarferðarinnar?”
Galdramálaráðerrann brosti, “þetta var einstakt, herra Slytherin er einstaklega góður í því að gefa einstaka áherslu á þá hluti sem eru nauðsynlegir til þess að reka góðann skóla.”
Hann sneri sér við og tók í höndina á Salazar sem hafði staðið hljóður rétt fyrir aftan ráðherrann með bros á vör. “Alltaf ánægulegt að fá þau forréttindi að sýna Galdramálaráðherranum skólann okkar.” Salazar sneri sér við og gekk af stað í átt að stóra salnum. Rowena brosti, hann hafði greinilega lagt sig allann fram. Hún vonaði bara að hún myndi standa sig jafn vel.

Cuthbert tók eftir því að skólabyggingin bar greinilega þess merki að muggar gætu líka stundað nám í skólanum án þess að verða skelfingu lostnir vegna allra galdranna. Þó að það voru notaðir töfrar þá voru þeir samt ekki jafn augljósir og í til dæmis galdramálaráðuneytinu. Þar voru galdrarnir svo greinilegir að ekki fór á milli mála að það væri sérstaklega byggt fyrir galdramenn.
Þegarallir hlutar skoðanarferðarinnar voru búnir fengu þau í sendinefndinni smá næði til þess að geta rætt saman um sínar skoðanir. Cuthbert sá að sumir voru með þann svipinn á sér að þeir voru ekki á þeim buxunum að sú skoðun stofnendanna um að leyfa þeim sem bæru fædd af muggum að fá kennslu. Sérstaklega tók Cuthbert eftir því að Malfoy hafði einkennilegann viðbjóðssvip á sér, samt virtist enginn annar taka eftir honum. Cuthbert hafði alltaf haft andstyggð á Malfoy, hann var þess skonar galdramaður sem maður gat trúað til alls, en samt sem áður átti hann nóg af peningum til þess að koma sér út úr ótrúlegustu klípum. Cuthbert vonaði bara að starfsemi skólans yrði samþykkt. Þetta var prýðisefni í skóla og ekkert stóð á móti fullri starfsemi um leið og næsta skólaár byrjaði. Ráðherrann ræskti sig, auðvitað byrjaði hann sjálfur á því að taka til máls og segja sitt. “Jæja, núna eftir að hafa fengið þessa greinilega vel undirbúinu skoðunarferð um skólann hef ég sjálfur komist að þeirri niðurstöðu að þessi skóli er vel undirbúinn og virðist vera hæfur til þess að byrja störf núna í haust. Stofnendurnir eru öll prýðisfólk og ég mun persónulega gleypa doppótta vasaklútinn í galdratilraunadeildinni ef ekkert þeirra mun verða í sögubókum framtíðar.”
Malfoy stóð upp, “galdramálaráðherra, ég verð að segja þér að ég er persónulega mjög ósammála þér í sambandi við þetta. Þau eru greinilega illa undirbúin og ég hef grun um það að þau eru ekki einu sinni búin að hugsa út í starfsfólk.”
Cuthbert hló, en áður en hann gat svarað sjálfur þá greip Amelia Gregory fram úr honum. “Tja, ég held bara að þau séu búin að undibúa allt, jafnvel þó að þau séu ekki búin að finna kennara þá er það vel skiljanlegt þar sem þau vita ekki einu sinni sjálf hvort að skólinn muni fá að starfa.”
Galdramálaráðherrann kinkaði kolli, svo leit hann yfir restina af hópnum. “Þeir sem eru á móti starfseminni rétti upp hönd.” Malfoy rétti óðara upp hendina, en enginn virtist ætla að veita honum liðsstyrk. En þó, eftir nokkur ill augnaráð frá honum þá réttu Crabbe og Goyle upp hendina. Allir vissu að þeir voru lengst ofan í vasanum hjá Malfoy svo að enginn varð hissa.
“Þeir sem eru með starfseminni…?” Cuthbert rétti upp hendi og afgangurinn sömuleiðis. Meira að segja Crabbe og Goyle réttu sínar upp, en áttuðu sig síðan eftir frekar illskulegann svip frá Malfoy.
Galdramálaráðherrann brosti og setti hendina niður. “Þá er það ákveðið, þá skulum við fara fram og segja þeim ákvörðun okkar.”
Ráðherrann stóð upp og allir sömuleiðis á eftir honum, Malfoy virtist í fyrstu ætla að mótmæla en áttaði sig síðan og stóð einnig upp.


Eftirmáli.
Byrjaði Hogwartsskóli störf sín árið 1001 og starfar enn þann dag í dag. Létust allir stofnendur skólans úr elli og mun galdramheimurinn muna þau alla tíð. Cuthbert Binns fékk starf sem kennari í Sögu galdranna nokkrum árum eftir að honum hafi verið bolað út úr Galdramálaráðuneytinu af Malfoy. Vinnur hann sem kennari enn þann dag í dag. Malfoy ættin lifir enn og er nú yngsti meðlimur fjölskyldunnar sem er vitað um Scorpius Malfoy, sonur Draco Malfoy.
Er Galdramálaráðuneytið enn í fullum blóma þrátt fyrir miklar óvinsældir þegar Sá Sem Ekki Má Nefna reis upp frá dauðum eins og sumir vilja kalla það.
Amelia Gregory varð kosin Galdramálaráðherra eftir að fyrrverandi Galdramálaráðherra hafði látist eftir að hafa tapað veðmáli og þurft að gleypa doppótta vasaklútinn í Galdratilraunadeildinni.
Ps. Andi Salazar Slytherins segist axla enga ábyrgð á aðgerðum seinasta afkomanda síns en vill einnig biðjast forláts á Basilíuslöngunni sem hann hafði óvart gleymt að tilkynna um fyrir andlát sitt og vonar að hún hafi ekki verið til of mikilla vandræða í gegnum árin.