Ok, þessa ritgerð gerði ég fyrir íslensku fyrir dálitlu síðan, fattaði ekki að setja hana inná fyrr en núna, þannig ENJOY!
J.K. Rowling
Ritgerð
J.K. Rowling er ein af frægustu barnabókahöfundum heims, hún er búin að gefa út sjö bækur og síðasta bókin hennar er bara nýkomin út. Bókaröðin er um Harry Potter galdrastrákinn. Fyrsta bókin heitir Harry Potter og viskusteinninn og er um Harry Potter sem er ellefu ára og kemst að því að hann sé galdramaður. Hann byrjar á fyrsta árinu sínu í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Önnur bókin heitir Harry Potter og leyniklefinn, þriðja bókin Harry Potter og fanginn frá Azkaban, fjórða bókin heitir Harry Potter og eldbikarinn, fimmta bókin heitir Harry Potter og Fönixreglan, Sjötta bókin, Harry Potter og blendingsprinsinn og sjöunda og síðasta bókin heitir Harry Potter og dauðadjásnin.
Bækurnar eru um galdrastrákinn Harry Potter sem býr hjá frænku sinni og frænda. Einn daginn kemst hann af því, af hálfrisanum Hagrid, að hann er galdramaður og að foreldrar hans hafi látið lífið í viðureign við Voldemort, eða þann sem ekki má nefna. Eftir þetta byrjar hann í Hogwarst skóla galdra og seiða og lendir í mörgum ævintýrum frá fyrsta ári upp í sjöunda og síðasta árið.
Harry Potter og dauðadjásnið á að vera síðasta bókin í bókaröðinni um Harry Potter, en J.K. Rowling veit ekki hvort hún eigi eftir að skrifa fleiri bækur. En hún er búin að skrifa tvær bækur i viðbót um Harry Potter sem fæstir vita um. Hún var beðin um að skrifa þær fyrir fátæku börnin í Afríku, og fékk hún ekki borgað fyrir að skrifa þær en samt gerði hún það. Þessar bækur eru sem sagt bækur úr Harry Potter bókunum. Ein heitir Quiddits í aldanna rás og önnur heitir Galdraskepnur og hvar má finna þær.
Pabbi J.K. Rowling heitir Peter Rowling, en mamma hennar hét Anne Rowling og var frönsk í aðra ætt en skosk í hina. Hún greindist með MS eða multiple sclerosis árið 1980 og dó síðan úr því árið 1990 45 að aldri.Áður en það gerðist eignuðust þau dóttur árið 1965 þann 31 Júlí, sem þau skírðu Joanne Kathleen Rowling. Árið 1971 skrifaði Joanne fyrstu söguna sína, aðeins sex ára að aldri, og var hún um kanínu sem fékk mislinga. Sama ár flutti fjölskyldan frá Yate til Winterbourne, skammt frá Bristol. Þar kynnast Joanne og Di, systir hennar, systkinum sem höfðu eftirnafnið Potter, þar með er komin grunnmyndin af Harry Potter, þótt Joanne Rowling hafi ekki fattað það þá. Árið 1974 Flutti fjölskyldan síðan til Tutshill, nærri Chepstow i Wales, þar sem Joanne Rowling skrifaði aðra söguna sína, um sjö demanta með álögum, aðeins níu ára að aldri. Joanne byrjaði í Wyedean Comprehensive, sem er ekki einkaskóli en það er skóli skammt frá sem er með heimavistir er nefnast Armstrong, Bannister, Chichester og Hillary. Elsti og besti trúnaðarvinur hennar er Sean Harris, sem gæti verið grunnhugmyndin af Ron Weasly. Í Wyedean Comprehensive var henni síðan lýst sem fyrirmyndar nemandi. Árið 1983 fór Joanne í University of Exeter og lærir frönsku og bókmenntir, síðan árið 1985 gerist hún aðstoðarkennari í París í eitt ár sem hluti af prófgráðunni. Árið 1987 útskrifast hún úr university of Exeter 22 að aldri og vann í smátíma hjá Amnesty International og deildi íbúð með vini sínum í Clapham í suðurhluta Londons. Árið 1990 var Joanne í lest á milli Manchester og king’s cross í London þegar persóna Harry Potter steig fullsköpuð inn í huga hennar og hún fór að skapa heiminn í Hogwart, skóla galdra og seiða. Því miður hafði hún engann penna eða pappír á sér svo hún lagði þetta allt á minnið. Árið 1991 hélt hún áfram að skapa töfraheiminn sem Harry Potter á að lifa í og skrifar það á ælupoka í flugvél. Árið 1992 giftist hún síðan Portúgölskum sjónvarpsfréttarmanni, og árið eftir eignuðust þau dóttur sem þau skírðu Jessica sem Joanne Rowling nefndi í höfuðið á Jessicu Mitford, rithöfundi, og manneskju sem hún dáðist mest af. Sama ár skildi hún við eiginmann sinn og flytur aftur heim til Bretlands, með dóttur sína, til Edinborgar í Skotlandi þar sem systir hennar, Di, býr. Árið 1994 er Rowling í óþægilegri stöðu sem flestir fátæklingar þekkja. Hún bjó í tveggja herbergja íbúð, fær ekki pláss á ríkisreknu dagheimili fyrir Jessicu og hefur ekki efni á einkapössun nema hún hafi vinnu. Hún gekk yfir þunglyndistímabil þar sem hún fékk hugmyndina af vitsugunum.
Henni tókst að lifa af á 69 pundum eða 8400 íslenskum krónum á viku og sleppti úr máltíðum til að spara pening fyrir Jessicu litlu. Hún fór á kaffihús og skrifar Harry Potter á minnisblöð. Árið 1995 klárar hún bókina og kaupir ritvél fyrir 5000 íslenskar krónur og skrifaði Harry Potter og viskusteininn alla aftur.
Hún fer síðan með handritið til eins umboðsmanns, hann vildi ekki gef það út. Svo fór hún til annars og hann henti handritinu í ruslið. Annar umboðsmaður, Cristopher Little að nafni, fann það og sagði Joanne að þetta yrði að koma út. Hann kom handritinu til bloomsbury útgáfufyrirtækisins og fékk þá til að gefa hana út. Árið 1997 í febrúar fékk Joanne Rowling styrk frá skoska listamannasjóðnum uppá tæpa milljón íslenkra króna, og hún keypti sér tölvu til að ljúka annari bók. Árið 1998 kom Harry Potter og leyniklefinn út, og árið 1999 kom Harry Potter og fanginn frá Azkaban út og sló Hannibal eftir Thomas Harris úr fyrsta sæti metsölulistans, og The New Yorks Time var með Harry Potter bækurnar í fyrstu þrem sætum metsölulistans. Warner Bros keypti kvikmyndaréttinn á fyrstu tvem myndunum en Joanne Rowling krefst þess að myndirnar verði ekki teiknimyndir, eins og flestar warner bros myndir, og hún þurfti að samþykkja handritið. Árið 2000 kom síðan fjórða bókin út, Harry Potter og eldbikarinn, og Joanne Rowling komst í 24 sæti yfir tekjuhæstu stjörnurnar.
Árið 2001 kom út fyrsta kvikmyndin af Harry Potter bókunum, og svoleiðis þróaðist það. Joanne Kathleen Rowling breyttist úr fátækri einstæðri móður sem skrifaði skálsögu á kaffi húsi, í milljónamæring og einn af vinsælustu barna-og unglingabókahöfundum heims. Nú býr frægi höfundurinn Joanne Kathleen Rowling 42 ára að aldri og þrjú börn hennar, þar á meðal dóttir hennar 14 ára að aldri, í London, og lifa þær góðu lífi!