Persónur:
Alicia Kate Hamilton: Tíu mínútum eldri. Hún er rökvís og skynsöm og er með fæturna á jörðinni og höfuðið ofar skýjunum. Hún er í Ravenclaw og er tvíburasystir Alice Katie. Bestu vinkonur hennar eru Lilith Rosie Howard og Rosie Lilith Howard. Hún er þrettán ára gömul.
Alice Katie Hamilton: Tíu mínútum yngri. Hún er dreymin og úrræðagóð, en á það til að svífa út í geiminn með hugsunum sínum. Hún er í Ravenclaw og er tvíburasystir Aliciu Kate. Bestu vinkonur hennar eru Lilith Rosie Howard og Rosie Lilith Howard. Hún er þrettán ára gömul.
Elizabeth Angelina Hamilton: Mamma Aliciu og Alice. Hún lifir í raunveruleikanum og hefur sjaldan tíma til að láta sig dreyma. Hún vinnur í Galdramálaráðuneytinu, í Íþrótta-og galdraleikjastofnuninni. Hún er um þrjátíu ára gömul, og var í Gryffindor þrátt fyrir að hún segi stelpunum að hún hafi verið í Ravenclaw. Hún er mjög góð vinkona og fyrrum skóla- og bekkjarsystir Catherinear Howard.
Lilith Rosie Howard: Fimm mínútum eldri. Hún er ákveðin og raunsæ, og lætur sig mjög sjaldan dreyma. Hún er í Hufflepuff, er tvíburasystir Rosiear Lilith og bestu vinkonur hennar eru Alicia Kate Hamilton og Alice Katie Hamilton. Hún er þrettán ára gömul.
Rosie Lilith Howard: Fimm mínútum yngri. Hún er dreymin og feimin, og á það oft til að festast í eigin hugsunum. Hún er í Hufflepuff, er tvíburasystir Lilithar Rosie og bestu vinkonur hennar eru Alicia Kate Hamilton og Alice Katie Hamilton. Hún er þrettán ára gömul.
Catherine Howard: Mamma Lilithar og Rosiear. Hún er raunsæ og dreymin og hefur lítinn tíma til þess að láta sig dreyma. Hún vinnur í Galdramálaráðuneytinu, í Íþrótta-og galdraleikjastofnuninni. Hún er um þrjátíu ára gömul, og var í Gryffindor þrátt fyrir að hún segi stelpunum að hún hafi verið í Hufflepuff. Hún er mjög góð vinkona og fyrrum skóla-og bekkjarsystir Elizabethar Angelinu Hamilton.
1. kafli
Lestarferð og skólaveisla
“Alicia mín, farðu á fætur,” sagði Elizabeth Angelina og hristi eldri dóttur sína létt.
“Af hverju á Alice ekki að fara á fætur?” spurði Alicia og fór að leita að rauðu pilsbuxunum sínum.
“Hún á líka að fara á fætur,” svaraði mamma hennar og sneri sér að yngri dóttur sinni. “Vakna, Alice, á fætur.”
“Ha… Hva… Hve… Hvað…?” sagði Alice og hentist upp í rúminu.
“Það er kominn morgunn, litla svefnpurrka,” tilkynnti Alicia og henti í systur sína kodda.
“Þú ert bara Þyrnirós,” svaraði Alice og henti koddanum til baka.
“Svona, svona, ekkert rifrildi!” sagði Elizabeth og flýtti sér að ganga á milli þeirra. “Þið verðið að drífa ykkur, við verðum að leggja af stað eftir hálftíma.”
Alicia Kate og Alice Katie Hamilton eru þrettán ára tvíburar á Ravenclaw-heimavistinni í Hogwart-skóla galdra og seiðs. Þær voru á sama ári og t.d. Ginny Weasley, Colin Creevey og Lúna Lovegood, fæddar 24. ágúst 1981. Þær voru ljósbrúnar á hörund og svarthærðar, með stór augu, löng augnhár og þrýstnar varir. Alicia var 10 mínútum eldri og var með ljósbrún augu, Alice var 10 mínútum yngri og var með dökkbrún augu. Elizabeth Angelina Hamilton, mamma stelpnanna, var alveg eins og þær nema með brún augu.
“Hvers vegna þarf lestin endilega að fara af stað klukkan ellefu?” spurði Alice íhugandi.
“Til þess að það sé nægur tími fyrir veisluna, lestarferðin tekur svo langan tíma,” svaraði mamma hennar og rétti dætrum sínum hvítar stuttermaskyrtur, rauðar ermar og dökkbláu úrin þeirra með bronsvírunum.
Elizabeth var hreinræktuð, þrátt fyrir að hún reyndi staðfastlega að leyna því, en David, pabbi stelpnanna hafði verið hálfur galdramaður og hálfur muggi. Æættarnafnið Hamilton var komið frá honum.
“Hvers vegna þurfum við endilega að vera í muggafötum á leiðinni í skólann?” spurði Alicia, en henni fannst ekkert skemmtilegt að þurfa að skipta um föt í lestinni. “Er ekki bara hægt að nota flugduft eða leiðarlykla?”
“Við förum í gegnum þetta á hverju ári, elskan!” svaraði Elizabeth. “Það eru engin galdraeldstæði á lestarstöðinni og leiðarlyklaþjónustan nær ekki yfir til lestarstöðvarinnar.”
Þegar stelpurnar voru klæddar fóru þær fram með mömmu sinni. Gangurinn var beinn og margar dyr voru sinnhvoru megin við hann. Þær gengu inn um fyrstu dyrnar til til vinstri, sem góð matarlykt lagði frá. Þetta var eldhúsið, sem var ekki mjög flott á galdramannavísu en mjög fallegt á muggavísu. Mörg vinnuborð voru meðfram veggjunum og margir eldhússkápar yfir vinnuborðunum. Tvöföld gaseldavél stóð hægra megin við dyrnar og tvöfaldur amerískur ísskápur, með rennandi vatni og klakavél við hliðina á eldavélinni. Vinstra megin við dyrnar var fallegt, hringlótt eldhúsborð með fjórum stólum við og nálægt því var rennihurð með tvöföldu gleri sem lagði inn í borðstofuna við hliðina á.
“Vanessa, er grauturinn tilbúinn?” spurði Alice litla, velklædda veru með nokkuð sítt, svart og silkikennt hár sem stóð á viðarkolli við eldavélina.
“Já, Alice, ungfrú,” tísti Vanessa til svars.
Vanessa var húsálfurinn á heimilinu. Elizabeth hafði erft hana frá mömmu sinni sálugu, þegar Vanessa var bara unglingsálfur.Elizabethu líkaði mjög vel við Vanessu en hún var algjörlega á móti húsálfaþrælkun, og vildi að þeir fengu frelsi. Þess vegna hafði Vanessa fengið mjög fallegan, rauðan hálsklút og nóg af bæði galdramanna- og muggapeningum á fyrsta vinnudegi sínum hjá nýju húsmóðurinni, sem hafði faðmað hana að skilnaði og sagt henni að leita gæfu sinnar og hamingju á stað þar sem hún fengi borgað fyrir starfið, hvar sem það nú væri. Nokkrum dögum síðar hafði Vanessa birst á tröppunum hjá Elizabeth, klædd í rauðan satínkjól með aðsniðnu pilsi og hálfermum, hvíta silkisokka, dökkrauða lakkskó og gljásvarta hárkollu og beðið um að vera ráðin í vist. Núna fékk Vanessa 10 galleon á viku og frí aðra hverja helgi, en Elizabeth bauð henni upphaflega 25 galleon á viku og frí um hverja helgi og um hátíðir, en það hafði Vanessa ekki samþykkt.
“Hvað er langt í matinn?” spurði Alicia.
“Um fimm mínútur, Alicia,” tísti Vanessa og horfði hugsandi ofan í grautarpottinn sem stóð á eldavélinni.
“Stelpur, hjálpið mér að leggja á borðið,” sagði Elizabeth og gekk að einum eldhússkápanna.
Stelpurnar hjálpuðu mömmu sinni að leggja á borðið og settust svo niður á meðan Elizabeth setti grautarpottinn á stand á tveimur fótum sem var á miðju borðinu. Elizabeth settist niður og Vanessa slökkti á eldavélarhellunni og prílaði svo upp á háa stólinn sinn á móti Elizabethu. Mjúkt, gullið ljós var í eldhúsinu, þar sem það var upplýst með nokkrum lömpum með stórum gullnum flónelsskermum sem héngu niður úr loftinu í festingu sem minnti um margt á kristallsljósakrónufestingar. Mæðgurnar flýttu sér að borða, hjálpuðu Vanessu að vaska upp og svo kvöddu stelpurnar Vanessu, sem blikkaði þær og sagðist hlakka mikið til að sjá þær aftur. Vanessa ferðaðist oftast til Hogwart-skóla á fríhelgunum sínum og hjálpaði þá til í eldhúsinu. Á jólin og um páskana lokaði Elizabeth ávallt húsinu og fór í heimsókn til Hogwart-skóla, þar sem hún dvaldist í góðu yfirlæti yfir hátíðarnar í auðu kennaraherbergi á annarri hæð. Elizabeth og Albus voru góðir vinir og hún og Spíra prófessor voru hinir mestu mátar, og svo átti hún hauka í horni hjá fröken Hooch, McGonagall og Flitwicki litla prófessor. Vanessa dvaldi alltaf með húsmóður sinni í Hogwart-skóla, og vann þá auðvitað í eldhúsinu með húsálfunum vinum sínum.
“Við verðum að fara að bera koffortin út í bíl, stelpur mínar. Klukkan er alveg að verða hálf tíu,” sagði Elizabeth.
Stelpurnar flýttu sér inn í svefnherbergið sitt og roguðust svo með þung koffortin út, jafnvel þrátt fyrir að mamma þeirra gæti vel galdrað þau inn í forstofuna. Þegar koffortin voru loks tryggilega fest í skottinu á fallega jeppanum þeirra hlupu stelpurnar inn og komu svo út aftur hver með uglubúr og tágakörfu í sinnhvorri hendinni. Albus hafði gefið þeim sérstakt leyfi til að vera með bæði uglur og ketti í skólanum, gegn því að þær myndu passa vel upp á það að sýna ekki of mörgum öðrum en á vistinni sinni að þær væru með bæði ketti og uglur. Þær settu kettina og uglurnar í aftursætið og settust inn á eftir þeim.
“Er allt komið?” spurði Elizabeth sem hafði sest inn í bílstjórasætið þegar stelpurnar hlupu inn til að ná í gæludýrin.
“Já, við getum lagt af stað,” sagði Alicia og Alice tók undir með henni.
Elizabeth bakkaði út úr stæðinu og keyrði svo af stað niður götuna. Vanessa veifaði stelpunum úr stofuglugganum og vofa Davids, pabba þeirra, veifaði þeim úr garðinum, en hann hafði verið grafinn í færanlegri galdragröf í miðjum garðinum. Stelpurnar veifuðu á móti þar til ekki sást lengur í húsið fyrir fallegum eikar-og aspartrjánum sem mynduðu hring um húsið innan við lága, sígræna limgerðið.
Þegar þær keyrðu í gegnum Hampstead, sem er eitt af úthverfum Lundúna og stelpurnar bjuggu í, byrjaði að rigna. Regndroparnir voru stórir og skullu þunglamalega á bílrúðunum, en samt rigndi ekki mjög mikið.
“Æ, það er byrjað að rigna. Þvílíkt svekkjandi!” sagði Alicia leið.
“Við skulum vona að það batni eitthvað, vina mín,” sagði mamma hennar og brosti uppörvandi til hennar úr bakspeglinum.
Þegar þær nálguðust King´s Cross-lestarstöðina næstum klukkutíma síðan var farið að hellirigna, eins og hellt væri úr að minnsta kosti fimm fötum samtímis. Niðurdrepandi þögnin, sem ekki hafði verið rofin síðan þær keyrðu yfir til London af öðru en mali Ann, kattar Alice, og Anne, kattar Aliciu, og væli Al, uglu Alice, og Ali, uglu Aliciu, var rofin af Alice.
“Mamma, ertu viss um að það sé búið að opna brautarpallinn?” spurði hún og reyndi að pressa víðar skálmarnar á pilsbuxunum sínum niður.
“Já, vinan, hann opnar klukkan hálf tíu, á sama tíma og lestin sjálf,” svaraði mamma hennar og brosti.
Skömmu síðar stöðvaði Elizabeth bílinn á góðu bílastæði rétt við brautarstöðina. Hún hljóp út og inn á brautarstöðina og kom hlaupandi út aftur með tvær burðarkerrur. Þegar þær höfðu loksins komið uglubúrunum, kattarkörfunum, koffortunum og handtöskunum, sem stelpurnar drösluðust með sér um allt, á burðarkerrurnar voru þær orðnar rennandi blautar og hálf skjálfandi af kulda. Þær flýttu sér sem mest þær máttu inn á þögula og hlýja brautarstöðina og meðfram öllum brautarpöllunum þar til þær komu að brautarpöllum númer níu og tíu. Þær litu skimandi í kringum sig og flýttu sér í gegnum vegginn þegar þær höfðu gert það fullkomlega ljóst að engir muggar væru í návígi, ekki einu sinni lestarverðirnir.
Hárauð Hogwart-lestin spúði gráleitum reyk yfir næstum mannlausan brautarvagninn frá lestarteinunum og kunnuglegt skiltið sem merkt var brautarpalli 9 og ¾ tók höfðinglega á móti þeim. Lilith Rosie og Rosie Lilith, tvíburasystur af sama ári úr Hufflepuff og góðar vinkonur Alice og Aliciu, veifuðu þeim þaðan sem þær stóðu með mömmu sinni og Alice og Alicia veifuðu brosandi á móti. Cathy, mamma Lilith og Rosie, veifaði brosandi til Elizabethar og sú síðastnefnda tók brosandi undir kveðjuna, en Cathy og Elizabeth höfðu verið bestu vinkonur í skóla og héldu enn góðu sambandi. Tanya Gilmore og Slytherin-klíkan hennar; Annie McMillan, Christy McMurray og Julie Roberts, kerrtu hins vegar hnakkana þegar þær sáu þær og Lilith, Rosie, Alice og Alicia létust ekki sjá þær. Cathy og Elizabeth létu sem þær sæju ekki Augustu Gilmore, Anitu McMillan, Christinu McMurray og Hönnuh Roberts, mömmur Slytherin-stelpnanna fjögurra. Það var alkunna að Slytherin-nemendurnir voru ekki kumpánlegir við aðra nemendur, sem þýddi að hinir nemendurnir voru ekki kumpánlegir við Slytherin-nemendurna. Lilith og Rosie hjálpuðu Aliciu og Alice að bera koffortin, handtöskurnar, uglubúrin og kattakörfurnar inn í lestarklefa framarlega í lestinni sem þær höfðu tekið frá fyrir þær klukkan tíu, en Cathy var vön að fara snemma með stelpurnar á brautarpallinn og láta þær skila dótinu sínu og fór svo með þær að versla eitthvað skemmtilegt í Skástræti og mætti svo með þær á brautarpallinn fyrir alvöru klukkan hálf ellefu. Þær fóru allar út til að kveðja mömmur sínar með kossum og faðmlögum og fóru svo inn í lestarklefann sinn. Lilith og Rosie hjálpuðu Aliciu og Alice að setja koffortin sín upp í farangurshillurnar og koma handtöskunum, köttunum og uglunum fyrir í sætunum. Svo settust þær niður og veifuðu mömmum sínum þar til mömmur þeirra kræktu saman höndunum, brostu og tilfluttust svo í burtu.
“Hvert fóruð þið í sumar?” spurði Alicia áhugasöm, en Lilith og Rosie fóru alltaf eitthvert með mömmu sinni, að minnsta kosti í sveitina til afa og ömmu.
“Við vorum auðvitað á heimsmeistarakeppninni, eins og þið,” svaraði Lilith og hryllti sig. “Við komum daginn fyrir og fórum daginn eftir rétt eins og þið. Ég hefði ekki viljað bíða hálfum degi lengur, eins og við áttum reyndar að gera. Mamma braut nokkur bein í árás dráparanna, svo að við fórum með henni á Sankti Mungó til að láta græða þau. Eftir heimsmeistarakeppnina fórum við til afa og ömmu í sveitina og vorum þar þangað til í gærmorgun. En svo fórum við vikuna eftir skólalok til Lettlands, þar sem við gistum á fínu galdramannahóteli í þrjár vikur. Hvert fóruð þið?” spurði hún svo.
“Við fórum til Serbíu og gistum þar á tjaldstæði í tvær vikur,” svaraði Alice. “Það var nokkuð gaman. Svo fórum við til Als og Ann á Írlandi, Ann var systir pabba, eins og þið vitið. Síðan vorum við heima, við fórum auðvitað á heimsmeistarakeppnina en höfum verið heima síðan.”
“Hvernig hefur pabbi ykkar það?” spurði Rosie nærgætnislega, þar sem ekki var nema eitt ár síðan David dó.
“Hann hefur það ágætt. Hann er hress núna, en saknar þess að geta ekki verið hjá okkur alltaf,” svaraði Alicia. “Við erum nefnilega svolítið mikið á flækingi á sumrin, og hann getur ekki verið nema í garðinum heima og svo í Hogwart-skóla og heima hjá afa og ömmu í Glasgow. Hann er samt að hugsa um að heimsækja okkur með mömmu, þið vitið, um jólin og páskana.”
“Er eins að snerta drauginn hans og draugana í Hogwart-skóla?” spurði Lilith, hreinskilin að vanda, og hryllti sig.
“Nei, þegar maður er skyldur drauginum er eins að snerta hann og í raunveruleikanum,” svaraði Alice og saug upp í nefið.
Þær tóku núna eftir því að klukkan var orðin tíu mínútur í ellefu, og brautarpallurinn var farinn að fyllast. Dökkeygð og rauðhærð stúlka af öðru ári veifaði til þeirra, hún hét Georgia Abby og var frænka Lilithar og Rosiear. Dean og Seamus, strákar af fjórða ári, veifuðu til Lilithar sem roðnaði og veifaði svo feimnislega á móti.
“Ertu með tveimur strákum í einu?” spurði Rosie ásakandi.
“Ég er ekkert með þeim,” hvæsti Lilith. “Þetta eru vinir mínir. Og af hverju er Stebbins að veifa þér? Hann er með Fawcett.”
“Stebbins er vinur minn, rétt eins og Dean og Seamus eru vinir þínir,” svaraði Rosie rólega.
Lilith roðnaði aftur.
“Ég var reyndar að vona að annar þeirra myndi bjóða mér á dansleikinn, sem á að vera í vetur,” viðurkenndi hún og varð eins og tómatur í framan.
“Dansleikinn sem mamma sagði okkur öllum frá?” spurði Rosie.
“Já,” svaraði Lilith. “Ætlar Dave að bjóða þér, Alicia?” spurði hún svo og brosti stríðnislega.
“Hann veit ekkert um dansleikinn,” sagði Alicia leið. “Kannski ég fái bara pabba til að bjóða mér, ef hann ætlar ekki að bjóða mömmu.”
“Hún vill ekki segja Dave frá dansleiknum,” sagði Alice stríðnislega.
“Ekki stríða mér, ungfrú svefnpurrka,” sagði Alicia ströng.
“Ég geri það sem ég vil, ungfrú Þyrnirós,” sagði Alice.
“Við megum engum segja frá dansleiknum,” sagði Rosie ákveðin.
“Það er satt,” sagði Lilith og Alice og Alicia kinkuðu kollunum vandræðalegar.
“Aen uelfath!” sögðu þær og kræktu litlu fingrunum saman, tvær og tvær.
Þær biðu þegjandi eftir því að Fiona og Mia, Gryffindor-stelpur af fimmta ári, kæmu sér framhjá klefanum en þær döðruðu flissandi við Gryffindor-stráka af sjötta ári, klæddar míní-pilsum og toppum frá Muggunum. Þegar þau loksins komu sér framhjá drógu stelpurnar tjöldin fyrir gluggana á dyrunum og gluggana út og skiptu svo yfir í skólabúningana, jafnvel þrátt fyrir að lestin væri ekki lögð af stað. Þær voru allar með eigin handtösku, og í þeim geymdu þær alltaf skólabúningana sína. Þær tróðu venjulegu fötunum sínum í handtöskurnar og drógu svo gluggatjöldin frá dyrunum og gluggunum.
Fimm mínútum síðar lagði lestin af stað og lestarferðin var frekar tíðindalaus. Þær keyptu sér fullt af öllu sem var í matarvagninum þegar hann kom framhjá, og týndu sér svo í umræðum um spariskikkjurnar sínar.
“Okkar skikkjur eru eins,” sögðu Lilith og Rosie. “Aðsniðnar og safírbláar á litinn, úr mjúku satíni og með ermum sem víkka út. Svo er pilsið nokkuð þröngt og allt er þetta lagt blúndum og svo er þunnt og heklað, hvítt pils skreytt með blúndum yfir skikkjupilsinu. Mamma keypti svo tvö gullarmbönd, gulleyrnalokka og gullhálsmen með safírsteini fyrir hvora.”
“Okkar eru alveg eins og ykkar,” sögðu Alice og Alicia. “Nema að þær eru rúbínrauðar á litinn og við erum með eins skartgripi, en hálsmenin eru með rúbínsteini.”
Þær töluðu um margt restina af lestarferðinni, og hlakkaði allar til að komast í veisluna.
Tíminn leið fljótt, og fljótlega stoppaði lestin á brautarpallinum í Hogsmeade, sem þær myndu fá að heimsækja þetta árið. Þær flýttu sér upp í vagnana, og Alice og Alicia sáu vákana aftur, en þær höfðu horft á pabba sinn deyja úr veikindum árið áður.
Þær flýttu sér gegnum blautan forsalinn, þar sem Peeves var upptekinn við að henda vatnsbombum í nemendurna.
“PEEVES!” hrópaði McGonagall prófessor. “Peeves, viltu koma hingað niður eins og skot!”
Hún gekk ákveðin fram í forsalinn en rann á blautu gólfinu og greip utan um hálsinn á Gryffindor-stelpu með mikið brúnt og krullað hár, sem stelpurnar minnti að héti Hermione og væri besti nemandinn í árganginum fyrir ofan þær.
“Peeves, komdu hingað niður, strax!” þrumaði hún svo og hvessti á hann augun gegnum ferhyrnd gleraugun.
“Ég er ekkert að gera!” gaggaði draugurinn og lét vatnsblöðru falla á fimmta árs stelpur sem hlupu gargandi inn í Stóra sal. “Þær eru hvort sem er blautar. Smábuna! Víííííííí!”
Hann miðaði annarri vatnsblöðru á hóp annars árs nemenda sem voru nýkomnir inn fyrir. Þau héldu áfram að kallast á móti og það endaði með því að Peeves henti síðustu vatnsbombunum og þaut upp marmaratröppurnar og úr augsýn, þrátt fyrir að allir heyrðu gólin í honum. Þegar þær loksins komust inn settust þær við borðin sín og virtu fyrir sér glæsilegan salinn. Það skein á gyllta diskana og bikarana í skininu frá logandi kertunum sem hengu niður úr álagaloftinu. Stuttu seinna opnaðist klefinn og nýju nemendurnir gengu inn í röð á eftir McGonagall prófessor, sem setti þríhyrndan stól á gólfið fyrir framan kennaraborðið og mjög snjáðan galdramannahatt ofan á það, flokkunarhattinn. Um stund þagði hann og allir störðu á hann. Svo opnaðist rifa nálægt hattbarðinu og hatturinn brast í söng.
Fyrir þúsund árum
þegar nýr ég var
fjórir galdrakallar
frægð sér gátu þar.
Gryffindor sat hugdjarfur
í heiðanna ró,
Ravenclaw hinn knái
í kröppu gili bjó,
Hufflepuff á láglendi
og lund hans var góð,
og Slytherin hinn kæni
kom frá fenjaslóð.
Þeir áttu sama drauminn:
að efla galdramennt
og Hogwartskóla skópu,
þar skyldi ungum kennt.
Heimavist þeir komu
hver um sig á fót
til að byggja upp hin ólíku
öfl í pilti og snót.
Gryffindor hin hugrakkari
hafa vildi í vist,
Ravenclaw valdi
hin velgefnari fyrst,
Hufflepuff þeim unni
sem iðnastur var
en Slytherin mat þann
sem mestan metnað bar.
Þeir nemendur að vil sinni
völdu sér í hag;
en hver gat séð um úrvalið
eftir þeirra dag?
Gryffindor fann svarið,
hann svipti mér af sér;
svo léðu þeir mér gáfur
til að greina hver er hver.
Smeygið mér yfir eyrun
og af óbrigðulli list
í hvers manns huga sé ég
og set í rétta vist.
Þetta var flokkunarsöngurinn þetta árið, og skólinn klappaði fyrir sönginn. Svo var lesið upp nemendurna og Stewart Ackerley og Orla Quirke voru meðal þeirra sem valin voru í Ravenclaw. Ræða Dumbledores var stutt og laggóð: “Belgið ykkur út!”, en aðalræðan var hvort sem er alltaf eftir matinn. Veislan var alveg frábær, eins og alltaf. Maturinn var mjög góður, þrátt fyrir vandræðin með Peeves, sem hafði reynt að eyðileggja allt fyrir húsálfunum með endalausu þrasi og leiðindum. Þegar síðustu bitarnir af súkkulaðifrauðinu og ávaxtabökunum voru horfin af gullnu diskunum stóð Dumbledore á fætur. Ræðan var á sömu nótum og venjulega; hann las upp lista Filch yfir bannhluti á skólaárinu og tilkynnti að óheimilt væri að fara út í skóginn og þriðja ár og eldri mættu aðeins fara til Hogsmeade, og svo voru þau öll send í rúmið, að loknum fyrirlestri um Þrígaldraleikana og reglur þeirra. Alice og Alicia flýttu sér yfir að Hufflepuff-borðinu til að verða samferða Lilith og Rosie út á ganginn, og kvöddust þær þar með faðmlögum. Þær flýttu sér svo upp í setustofuna og þurftu svara spurningu dyrahamarsins, sem var auðveld að þessu sinni; “hvað er talið vera gull hið besta?”, en svarið var að sjálfsögðu “mannvit mesta er talið vera gull hið besta.” Setustofan var autt, stórt og hringlaga herbergi, mjög rúm og skemmtileg. Tignarlegir bogagluggar sem sýndu fjallahringinn í kring voru prýddir bláum og bronslituðum silkitjöldum og loftið var hvelfing skreytt stjörnum, og það sama var að segja um dimmblátt gólfteppið. Þar var allt fullt af borðum, stólum og bókahillum og í útskoti gegn dyrunum stóð stór stytta úr hvítum marmara, en hún stóð við dyrnar upp í svefnherbergin. Alice og Alicia voru bornar með fjöldanum inn um dyrnar og fóru svo inn um dyrnar sem merktar voru 3. ári. Þær flýttu sér að rúmunum sínum og skiptu yfir í náttfötin, hleyptu köttunum út úr strákörfunum og uglunum úr búrunum og flýttu sér svo upp í dökkbláar himinsængurnar og sofnuðu von bráðar við mjúkt malið í köttunum.
Ég vona að þið hafið haft gaman af lestrinum! Endilega segja ykkar skoðun og benda mér á eitt og annað sem betur má fara:)
Kær kveðja og innilegar óskir um hina bestu líðan,
ArvenUndomiel:)
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.