Það var vika í jólin og Weasley hjónin voru að halda þeirra árlega jólakvöldmat í Hreysinu. Eftir þrjá daga myndu krakkaskrattarnir koma aftur í hús og Skröggur var viss um að þessi veisla væri alltaf haldin til þess að fagna síðustu dögum hjónanna án læta, sprenginga og rifrilda. Hann túlkaði allavega kvöldmatinn þannig, þó svo að hann var ekki fyllilega viss um Arthúr og Mollý gerðu slíkt hið sama.
Nú var að duga eða drepast. Skröggur kipraði einu sinni enn augunum til Maurel, dró djúpt inn andann, stóð upp og haltraði til hennar.
Útundan sér sá Maurel hvar Skröggur nálgaðist hana, og í flýti reyndi hún að lagfæra pilsið sitt innanundir skikkjunni og ýfa hárið eilítið meira upp. Hún vildi ekki vera illa til fara fyrir framan herramenn eins og Skrögg Illauga.
‘Góða kvöldið, Maurel !’ - sagði Skröggur og bæði augu hans störðu í andlit hennar.
‘Halló Skröggur ! , langt síðan ég hef séð þig bregða fyrir. Hvar hefuru falið þig síðastliðna mánuði ?’ – Maurel reyndi að hljóma kát en jafnframt ákveðin.
‘Allavega ekki undan þér ! Ég fel mig heldur aldrei, heldur berst við vandamál mín um leið og þau spretta upp!’
‘Já, þú segir það’ – Hún gat ekki varist brosi þegar hún sá að Skröggur roðnaði. Það kom stutt þögn og þau störðu bæði útundan sér, hugsandi svipaðar hugsanir.
Skröggur beit á jaxlinn, vani síðan hann var ungur. Af hverju hafði hann verið að dröslast hingað yfir til hennar? Hún vildi augljóslega ekkert með hann hafa. Hann hikaði, leit á Maurel og reyndi aftur að byrja samræðurnar.
‘Hvað á svo að gera yfir hátíðarnar ? Eitthvað ákveðið ?’ – bunaði hann út úr sér. Hann beit í tunguna á sér. Hann ætlaði ekki að gera sig aftur að einhverju helvítis fífli.
‘Nei, ekkert sérstakt. Bara þetta boð og svo er ég frjáls sem fuglinn. Ég held að ég dúlli mér bara ein heima yfir jólin sjálf…’ hún stoppaði, og bætti svo við ‘.. ég þarf að gera svo mikið sjáðu til, ég fæ svo mikið af gjöfum frá öllum rauðhausunum að það tekur mig yfirleitt heilan dag að fara yfir álagavarnagaldrana og svo þarf ég líka að lykta af þeim og gá hvort að það sé eitur í þeim. Það tekur mig líka dágóðan tíma að finna töskuna með öllum móteitrunum ef mér yfirsést eitthvað!’
Skröggur starði á hana hugfanginn. Þessi kona hafði allt sem honum hafði nokkru sinni dreymt um í konu. Hún var skapstygg, hún var varkár og hún var falleg. Það tók hann nokkur andartök að átta sig á að hún var að bíða eftir að hann tók til máls.
‘Jáá, já. Fara yfir eitur segiru ?’ Hann ræskti sig. ‘Ég nenni því aldrei, ég tek bara tólin mín og láta þau sjá um eitrið.’ Hvað var að honum ?
Hún kímdi. ‘Já tólin þín hafa séð um allt eitur hingað til, ekki satt?’
‘Jú, satt er það, satt er það.’ Hann varð að koma sér burt, áður en að þessi hrífandi kona missti allt álit á honum. Hann varð að flýja. Hann var fljótur að upphugsa sögu.
‘Heyrðu, ég var að muna að ég lofaði Arthuri að hjálpa honum við innbrotsálögin fyrir bílskúrinn hans. Takk fyrir spjallið.’
‘Já takk sömul..-’ Hann var rokinn burt og Maurel sat þarna eftir vonsvikin. Ef hann aðeins vissi tilfinningar hennar í garð hans.
Kvöldmaturinn silaðist áfram hægt og rólega og Skröggur gat ekki haft augun af henni. Hann skammaðist sín þegar fólk spurði í kímni á hvað galdraaugað væri að horfa á. Hann sagðist ekki ráða því, heldur það væri bara að leita af óvinum. Hann var nú samt eini óvinurinn, óvinur ástarinnar. Af hverju gat hann ekki bara gengið upp að henni að tjáð henni tilfinningar sínar? Hann var víst ekki þannig maður. Hann var einfari.
Maurel horfði á Skrögg hlæja með Remusi og Kingsley. Hún gat ekki horft á hann lengur. Hún var búin að sitja á sama stað allt kvöldið síðan Skröggur fór og hvæsa á alla þá sem reyndu með góðmennsku að tala við hana. Það var reyndar ekkert nýtt hjá henni, en þetta kvöld var óvenju skapstyrrt hjá henni. Hún stóð upp, og labbaði út í hvítan garð Hreysisins. Þó svo að allt var þakið snjó þá var logn úti og stórar hvítar flygsur af snjó svifu hægt niður til jarðar. Hún gekk út í garðinn og starði upp í himinhvolfið.
Skröggur stóð á tali inni í húsinu við Remus og Kingsley. Hann horfði með galdraauganu á mannveru sem stóð ein út í garði. Þetta var hans tækifæri til þess að ná henni einni. Hann gekk út í garðinn. Hjartað á honum sökk niður í maga. Þarna var Maurel, standandi í miðju garðsins, horfandi upp í stjörnurnar. Þetta var falleg sjón. Honum leið eins og unglingi aftur. Spennan og tilfinningarnar, þetta hafði hann kæft niður eftir Hogwarts þegar Maurel byrjaði að fara á stefnumót með einhverjum aula úr Ravenclaw. Hann tók til máls.
‘Maurel ?’ Hún snéri sér við. Maurel horfði á hann með ákafa sem hæfði miklu yngri konu heldur en henni sjálfri. Hún leit út fyrir að hafa yngst um hálfa öld. Öll skapstyggð var horfin úr fasi hennar, öll tortryggni.
‘Já ?’
‘Ég vildi bara segja..’ Hann byrjaði að labba í áttina til hennar og hún í áttina til hans.
‘Já? ’
‘Ég var bara að velta fyrir mér..’ það voru nokkrir metrar á milli þeirra.
‘Já !!’
‘Ég var að vonast eftir lítilli smugu á..’ Andlit hennar var hársbreidd frá hans. Hann þagnaði og horfði djúpt í augu hennar. Hann lyfti höndunum að kjálka hennar, tók blíðlega um hann og kyssti hana. Hún hafði aldrei upplifað svona koss. Hann hafði aldrei upplifað koss. Kossinn framlengdist að faðmlagi sem stóð yfir nokkur andartök. Svo slitu þau faðmlaginu. Skröggur tók í hendi Maurels. ‘Viltu vera með mér á jólunum ?’
Takk fyrir mig, en ætla að afsaka allar stafsetningarvillur sem ég kann að hafa gert, og einnig gæsalappirnar sem eru ekki alveg fullkomnar, en ég vona að þið getið lesið þetta, elskurnar :)
, og samt ekki.