*****ATH*****
SPOILER, gerist eftir Deathly hallows
**************
*
*
*
*
Veturinn leið seinlega hjá og sumarið byrjaði með sól og vaxandi blómum. George Weasley tók varla eftir þessu. Það var miður maí, og þrír mánuðir voru liðnir frá því að hann hitti Aliciu í kirkjugarðinum. Harry og Ginny höfðu eignast fallegt stúlkubarn sem var nefnd Lily eftir móður Harrys og Hermione og Ron höfðu einnig eignast barn; dreng sem þau nefndu Hugo eftir afa Molly Weasley. Ron var hættur að vinna hjá Galdrabrellum Weasleybræðranna því að hann hafði ákveðið að helga sig skyggnisþjálfuninni. Búðin gekk vel samt sem áður og það var eins og galleonin yxu á trjánum fyrir George.
Hann hugsaði oft um augnablik í kirkjugarðinum. Hann hafði ekki séð hana síðan þá; hann hafði verið of hræddur til að hafa samband við hana. En hann vissi eitt; hann elskaði hana, en hann var hræddur við að Alicia elskaði hann ekki á móti. Hún hafði játað að vera ástfangin af honum, en hvað ef tilfinningin hafði dofnað með kossinum? Það var spurning sem hann spurði sjálfan sig mörgum sinnum. George hafði, eitthvað sem enginn hafði átt von á, komist yfir smá af sorginni yfir dauða Freds. Hann hafði eytt miklum tíma í að hugsa um Aliciu seinustu mánuðina. Hann vissi að hann yrði að hitta hana einhvern tímann, en sá dagur virtist mörg ár í burtu. Það er að segja, þar til þau hittust einn daginn.
George var að labba niður að Leka Seiðpottinum til að taka flugduft heim til foreldra sinna. Hann hafði ekki augun á veginum, svo að hann sá ekki hvert að hann var að fara. Hann labbaði óvart á einhvern fyrir utan Músík er Galdur, og það var einhver sem hann hafði ekki getað komið úr huga sér.
“Fyrirgefðu,” muldraði hann áður en hann leit upp.
“Það er allt í lagi, ég …” hún leit beint í augun á honum og roðnaði.
“Alicia,” sagði George vandræðalega.
“George,” sagði Alicia.
Það var vandræðaleg þögn sem hvorugt þeirra gat, eða vildi, rjúfa.
“Ég … Ég var bara …” George kláraði ekki einu sinni setninguna áður en hann labbaði í burtu.
“George,” kallaði Alicia á eftir honum, áður en hún ákvað að elta. Þegar hún náði honum, þá var hann með svip sem sagði að hann vildi vera staddur allsstaðar annars staðar en þarna.
“Afhverju hefurðu verið að forðast mig,” sagði hún. “Ég hef verið að reyna að ná í þig í svolítið langan tíma.”
“Ég veit,” muldraði George, án þess að líta upp. “Ég þurfti bara svolítinn tíma.”
“Ég skil það, en þrír mánuðir? Ég var að verða brjáluð úr áhyggjum. Ég hélt að þér líkaði ekki við mig, að þú hefðir bara verið að ljúga þegar þú sagðist elska mig.”
“Ég var hræddur,” játaði hann. “Ég hélt að kannski hefðu tilfinningar þínar breyst eftir kossinn.”
“Þú getur treyst því að þær hafa ekki breyst. Ég er ennþá brjálæðislega … Ég er ennþá ástfangin af þér.” Alicia roðnaði aðeins.
George leit út eins og þungi fargi hafi verið af honum létt.
“Ég var að hugsa,” sagði George skyndilega, hugmyndinni hafði skotið upp í hugann á honum á skömmum tíma, “hvort að þú myndir vilja koma með mér út að borða einvhern tíma? Skiptast á fréttum?”
“Auðvitað myndi ég vilja það,” sagði Alicia og brosti til hans. “Ég myndi endilega vilja það.”
“Frábært. Ég hringi þá í þig og við ákveðum hvað við gerum.”
Þegar George kom út úr eldstæðinu í Hreysinu, þá sá móðir hans breytingu á honum. Hann var brosandi. Bros sem náði til augnanna. Það var enginn sorg í augum hans og hún hafði ekki séð hann brosa svona síðan áður en Fred dó.
“Hæ elskan,” sagði frú Weasley og brosti til sonar síns. “Þú lítur út fyrir að vera glaður. Gerðist eitthvað í dag?”
“Þú getur sagt það,” sagði George og brosti til móður sinnar. Honum leið eins og öll sorg og hryggð sem hann hafði upplifað seinustu átta árin væri loksins horfin. Hann tók eftir því að grasið í garðinum var orðið grænna og að sólin skein skært. Það var komið sumar.
“Hittirðu einhvern? Eða gerðist eitthvað í Brellunum?” Frú Weasley gaf honum tortryggislegt augnaráð.
“Brellurnar ganga vel. Við vöxum hratt, alveg eins og blómin í garðinum þínum,” sagði hann og brosti.
Móðir hans flissaði, sem var ekki sjaldgæft þessa dagana. Þessi tvö barnabörn sem höfðu fæðst þetta árið voru eins og vítamínsprauta fyrir hana. Já, Molly Weasley var mjög ánægð með öll barnabörnin sín. Níu barnabörn er líka stór tala. Fyrst voru það Bill og Fleur, sem áttu Victoire og Arthur, kallaður Arty, svo komu Charlie og konan hans, Angela, með son sem hafði verið nefndur eftir bróður Molly Weasley, Gideon. Percy hafði jafnvel tekist að eignast eitt barn með konu sinni, Penelope, stelpu sem hét Stefania, og svo má ekki gleyma börnum Ron og Hermione, Rose og Hugo, og börnum Ginny og Harrys, James, Albus og Lily. Þetta var stórt ættartré.
“Þú ansaðir ekki spurningunni minni,” sagði frú Weasley, “afhverju ertu svona glaður?”
“Ég er ástfanginn,” sagði George, og hann tók að stara út um gluggann.
“Það er frábært, George,” skrækti frú Weasley og fellti hann næstum því þegar hún knúsaði hann. “Afhverju sagðirðu mér ekki frá þessu fyrr?”
“Ég var bara að staðfesta tilfinningar mínar í dag,” játaði George. “Ég hef þekkt hana í langan tíma, og ég vildi ekki hætta neinu, allaveganna ekki vinskap okkar, en núna veit ég að ég elska hana.”
“Gekk hún líka í Hogwarts ? Þekki ég hana?”
“Já, hún gekk í Hogwarts með mér og já, þú þekkir hana.”
“Jæja, hver er hún?”
“Alicia Spinnet,” sagði George með mjúkum málróm sem Molly hafði ekki heyrt hann nota síðan í jarðarför bróður síns.
“Einn af sóknarmönnunum í Gryffindor liðinu?” sagði hún, og mundi skyndilega eftir henni. “Þú verður að bjóða henni í mat hérna með okkur.”
“Róleg mamma. Ég ætla fyrst að fá að fara með henni á stefnumót, svo getur hún komið og hitt fjölskylduna.”
“Ég er svo glöð fyrir þína hönd, George.”
“Þú varst ekki svona glöð þegar Bill og Charlie komu heim með sínar dömur,” sagði George hissa.
“Auðvitað varð ég glöð,” sagði hún. “Það er bara, ég þekkti ekki þessar stelpur, en við erum orðnar góðar vinkonur síðan þá.”
George glotti, en sagði ekkert. Hann vissi að móðir sín og Angela, eiginkona Charlies, voru góðar vinkonur, en hann gat ekki sagt það sama um Fleur. Móður hans fannst alltaf eins og þau hefðu flýtt sér aðeins of mikið að gifta sig og tók hana aldrei inn sem fullgildan fjölskyldumeðlim. En hún vissi að hún varð að sætta sig við þetta, því að ást Bill á Fleur virtist ekki vera hægt að eyðileggja með dreka, hvað þá af móður hans.
“Elskan, geturðu hjálpað mér að leggja á borðið? Við ætlum að borða úti því að við erum svo mörg,” sagði frú Weasley.
“Hversu mörg erum við?” sagði George.
“Sjáum nú til; Bill, Fleur og þeirra börn, Charlie og Angela plús Gideon …” Listinn hélt áfram þangað til að það voru komnir 21 manns á listann.
“… og já, svo kemur guðsonur Harrys, Teddy Lupin, með líka. Það gerir okkur tuttugu-og tvö.”
George brosti og hugsaði um hafsjóinn af rauðhausum sem myndu vera í garðinum þetta kvöld.
‘Kannski verða börnin mín partur af þessum hafsjó einhvern daginn,’ hugsaði George. ‘Litlir rauðhærðir tvíburar, kannski? Og svo myndi hann auðvitað vera þarna, með konunni sinni, sem hann vonaði að yrði Alicia Spinnet.’
‘Framtíðin getur ekki orðið bjartari,’ hugsaði hann. ‘Ég er ástfanginn og hamingjusamur. Hversu betra gæti lífið orðið?’
Höfundur: Jæja, loksins næsti kafli. Endilega segjið skoðun ykkar.
“One is glad to be of service.”