Spoiler úr Deathly Hallows
Kafli 1 – Missir og Fórnanir
Stríðið var búið. Missir og fórnir höfðu verið upplifðar á þeirri leið, en stríðið var loksins búið. Stríðið við hinn mikla Voldemort, stríð sem hafði varið í áratugi, því var loksins lokið. Voldemort var dáinn og Harry Potter varð hetja í galdraheiminum. Að deyja tvisvar var mikið mál, sérstaklega ef maður var drepinn, og það með göldrum. Enginn hafði lifað af drápsbölvunina, Avada Kedavra, fyrir utan Harry Potter. Hann lifði hana ekki einu sinni af, heldur tvisvar.
Harry Potter er kannski lifandi, og hann kann að vera ástfanginn og að búa heiminn undir komu þriðja barns hans og Ginnyar, en hvernig hefur fólkið í kringum hann það? Mikill missir hafði verið upplifaður og margir syrgðu fallin ástvin.
George Weasley var einn af þeim óheppni einstaklingum til að missa ástvin. Í hans tilfelli, þá hafði hann misst tvíburabróður sinn, Fred Weasley, sem hafði líka verið besti vinur hans. Það voru liðin átta ár frá því að myrki herran var sigraður, en George Weasley var enn mjög óhamingjusamur og syrgði enn vin sinn.
Honum leið oft eins og að einhver væri að fylgjast með honum, en hann vissi að hann var að ímynda sér þetta, því að hann vonaði svo innilega að bróðir hans myndi koma aftur til hans. Vitur maður sagði eitt sinn: “Ef þú hefur misst ásvin, þá fer hann aldrei úr hjarta þér. Hann fylgist með þér að ofan, og lifir í hjarta þeirra sem þekktu hann.”
Fred Weasley lifði enn innra með George, svo að þessvegna hafði George ákveðið að halda áfram með Galdrabrellur Weasleybræðranna, með hjálp frá Ron Weasley, yngri bróður sínum.
George stóð í kirkugarðinum í Ottery St. Catchpole fyrir framan legstein Freds.
Fred Weasley
1978-1998
Hláturinn lengir lífið
Þessi orð voru skrifuð á legsteininn, og höfðu verið valin af George. Enginn vissi afhverju George hafði valið þessi orð, vegna þess að Fred hafði dáið hlæjandi, en enginn spurði. Það vissu allir hversu náinn George hafði verið bróður sínum, og vissu betur en að spyrja.
Sannleikurinn var, að þeir höfðu talað um þetta einu sinni. Þeir, Fred og George.
“Við eigum eftir að deyja einhvern daginn, ég veit það,” hafði Fred Weasley sagt. “Ég vill að eitthvað sem lýsi persónuleika mínum sé skrifað á legsteininn.”
“Hættu Fred, það er ekki eins og að við séum að fara að deyja á morgun,” hafði George svarað honum. Hann hafði alltaf verið svolítið hræddur við dauðann.
“Já, ég veit, en ég vill vera viss. Ég vill ekki fá einhverja asnalega setningu skrifaða á legsteininn, ekki neitt ‘Allt er leyfilegt í ástum og stríði’.”
“Ég veit hvað ég vill,” sagði George skyndilega. “Ég vill að það standi: ‘Hafðu vini þína nálægt en óvinina nærri.’
Þeir hlógu báðir dátt að þessu. Það tók Fred mikinn styrk að komu upp næstu orðum sínum.
“Ég held að ég viti hvað ég vilji núna. Ég vill að það standi: ‘Hláturinn lengir lífið’.
George hugsaði oft um þennan dag. Á þessum tíma höfðu þeir ekki vitað hvernig þeir myndu enda, en George vildi ekki fara á bak orða sinna við bróður sinn, svo að hann heimtaði að fá þetta skrifað á legsteininn.
Hann lagði hvíta rós á leiðið, og heyrði um leið að einhver gekk upp að honum.
“George, hæ.”
Hann þekkti þessa rödd, þó svo að hann hefði ekki heyrt hana í um það bil ár.
“Alicia,” sagði hann, hissa á að sjá fyrrverandi liðsfélaga sinn í Quidditch standandi á móti sér.
“Hin eina og sanna,” sagði Alicia. “Ég kom til að leggja rós á leiði Freds. Ég kem alltaf einu sinni í mánuði.”
“Virkilega? Ég hef aldrei séð þig hérna áður.”
“Það hefur verið svo mikið að gera á ráðuneytinu. Ég kem yfirleitt hingað á kvöldin, en ég átti smá aukatíma í dag svo að ég ákvað að koma.”
“Allt í lagi. Það er orðið langt síðan við höfum sést,” sagði George, ennþá svolítið hissa. “Hvað hefur þú verið að gera?”
“Ekkert mikið,” svaraði Alicia. “Ég er að vinna fyrir Stofnun Galdraleikja og íþrótta. Ég var að fá stöðuhækkun og var gerð yfirmaður deildarinnar þegar Oliver Wood ákvað að fara að þjálfa Puddlemere United. Hvað með þig? Ganga Galdrabrellur Weasleybræðranna vel?”
“Já, ég heyrði um Oliver. Brellurnar ganga vel. Ron er frábær samstarfsmaður, en ég held að hann vilji frekar vera skyggnir. Ég held að umsókn hans fyrir skyggnaþjálfun hafi verið samþykkt. Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd, en það verður leiðinlegt að missa hann.”
“Ja, kannski er þér ætlað að starfa einum.”
George stoppaði og varð mjög fölur.
“Ó, George, ég meinti þetta ekki. Þetta var mjög umhyggjulaust af mér,” sagði Alicia af einlægni.
“Allt í lagi,” muldraði George og gekk loks á eftir henni.
“Þú saknar hans mikið, er það ekki,” spurði Alicia.
“Auðvitað geri ég það. Hann var tvíburabróðir minn og minn besti vinur. Mér líður stundum eins og ég ætti bara að gefast upp á þessu lífi. Ég á ennþá vini mína og fjölskyldu, en enginn getur komið í stað Freds,” svaraði George.
“Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að missa bróður, en ég veit hvernig það er að missa vin,” sagði Alicia með erfiðleikum. “Fred var vinur minn líka.”
“Ég veit, Alicia. Það er bara erfitt að missa svona nákomna manneskju. Það eru liðin átta ár, en ég er ekki ennþá komin yfir þetta. Ég hef ekki getað átt í sambandi útaf sorg. Ég veit að mamma er að reyna að kynna mig fyrir konum, en ég held að ég muni ekki elska neina af þeim. Þær hafa ekki farið í gegnum það sama og ég, og þær þekktu ekki Fred svo að þær vita ekki hvernig mér líður.” George leit út fyrir að vera að fara að gráta.”
“Æ, George. Ég vissi ekki að þú syrgðir enn svona mikið. Afhverju geturðu ekki elskað þær? Ég sem hélt að þú hefðir verið með Katie Bell fyrir nokkrum árum?”
“Það gekk ekki,” sagði George, vansæll. “Hún var ásfangin af Oliver, og svo held ég að ég hafi aldrei elskað hana.”
“Ég veit það. Ég var í brúðkaupinu þeirra. En afhverju geturðu ekki elskað neinn sem þekkti ekki Fred?”
“Ég veit það ekki. Ég held bara að ég þurfi einhvern sem skilur mig. Einhvern sem getur hjálpað mér þegar mér líður sem verst. Það eru tímarnir sem ég hugsa um að ég vilji ekki lengur lifa í þessum heimi.”
“Þú átt vini, þú átt fjölskyldu, og þú átt mig. Við erum öll hérna og stöndum með þér. Við munum ekki gefast upp á þér,” sagði Alicia reiðilega.
Þá gerðist svolítið alveg óvænt. George kyssti hana. Fyrst var hún svo hissa, að hún kyssti ekki á móti, en svo fékk hún hugsunina aftur og kyssti hann á móti. Þau stóðu þarna í nokkrar mínútur í faðmlögum og kossum.
Þegar þau hættu, tók Alicia andköf.
“Fyrirgefðu,” sagði George. “Ég gat bara ekki stoppað mig. Þú leist svo fallega út í kápunni þinni með rautt nefið útaf kuldanum.”
“George, þú hefðir ekki átt að gera þetta,” sagði Alicia vansæl. “Þú gerðir tilfinningar mínar til þín meiri en þær eru.”
George leit ekki út fyrir að skilja hana.
“Hvað?” spurði hann.
“Ég … Ég get ekki sagt það,” sagði Alicia og byrjaði að labba í burtu.
George greip í hendi hennir og dró hana til baka.
“Ég vil fá að vita það,” heimtaði hann.
“Ég … Ég … Æ, George. Þetta er bara svo erfitt. Ég reyndi að afneita þessu, en nú get ég það bara alls ekki. Ég hef verið ástfangin af þér síðan á lokaárinu okkar í Hogwarts.”
“En, en, afhverju hefurðu ekki sagt mér frá þessu áður?” George leit út fyrir að vera að fá taugaáfall.
“Ég vissi að þú hafðir ekki sömu tilfinningar til mín,” sagði Alicia einfaldlega.
“Ég hafði þær ekki, eða svo hélt ég. Ég fann eitthvað þegar ég kyssti þig. Ástríðu. Það var eins og ást og ástríða fylltu hjarta mitt, og það bjó sig undir að springa.”
George hallaði sér að henni og kyssti hana aftur.
“Ég elska þig,” hvíslaði hann í eyra hennar áður en hann tilfluttist með smá bresti.
“Ég elska þig líka,” hvíslaði Alicia út í loftið, en George var farinn.
Höfundur: Svo, hvað fannst ykkur? Ég biðst afsökunar á öllum stafsetningarvillum sem gætu hafa komið og bið ykkur að vera ekki að setja út á þær.
“One is glad to be of service.”