Nú eru mér allar bjargir bannaðar…
Fór á bíómyndina nú í kvöld, þann 11.júlí, klukkan 20:00 og var nú ekki með miklar væntingar eða litlar. Ég var að sjálfsögu spennt fyrir því sem David Yates myndi (vonandi ) gera fyrir myndina og veifa burt öllum áhyggjum sem upp höfðu safnast í maganum á mér.
Þar sem ég var bæði spennt og kvíðin fyrir að sjá útkomuna þá var mjög erfitt að bíða eftir myndinni, í von og óvon.

En loksins í kvöld sá ég hvernig myndin hefði heppnast í gegnum múrþykku Harry Potter-fan gleraugun mín.
Við skulum byrja að tala um leik leikarana, Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint.

Jú, þau hafa þroskast í gegnum árin og leikur þeirra með. Daniel Radcliffe hefur jú tekið miklum framförum en ekki eins miklum og ég hefði vilja láta. Hann hefur aldrei vakið hrifningu mína á hvíta tjaldinu og mun eflaust aldrei gera ef hann bætir ekki leik sinn til muna. En það er náttúrulega bara mitt álit.
Það sem hreyf mig mest í fari Daniels var hvernig tilfinningarnar voru loksins farnar að koma betur í ljós á tjaldinu. Stundum áttaði ég mig ekki á því hvaða tilfinningar hann var að sýna í fyrri myndum (og einnig í þessari að nokkru leiti). Það kom mér einnig á óvart hversu þroskaður hann er orðinn (trúði varla mínum eigin augum þegar klippa frá fyrstu myndinni kom upp í huga hans í Occlumency hjá Snape), fannst hann svo ungur.
En hann hefur aldrei náð þessum væntingum sem ég hef vonast eftir frá honum, sem er kannski vegna þess að ég get bara ekki ýmindað mér hann sem Harry Potter að neinu leiti. Finnst hann alltof…furðulegur í þessu hlutverki.

Emma Watson hefur bætt sig helmingi meira en Daniel. Hún hefur þroskast í gegnum árin og bætt leik sinn að miklu leiti. Kannski vegna þess að hún er svona lík Hermione Granger ;O), það virðist ekkert trufla hana.

Rupert Grint, finnst mér, vera mjög skemmtilegur leikari. Þó hann hafi nú ekki fengið margar línur í þessari mynd þá getur maður nú ekki gleymt honum. Hann getur leikið… að ég held, betur en Daniel. En ég þori ekki að fara með það þar sem ég hef ekki séð neitt annað efni með honum.
Hann stóð sig vel,en með alltof fáar línur.

Ég verð að sjálfsögðu að koma inn í þetta, Dolores Umbridge. Imelda Staunton var frábær í þessu hlutverki og kom þessari #(%&#" konu til að verða hötuð. Allt frá hlátrinum og útlitinu.

Seinasti leikarinn sem ég vildi nefna er Jason Isaacs, sem leikur Lucius Malfoy. Hann er bæði tignarlegur og rólegur í sínu hlutverki og ég bara dáist af leik hans sem Lucius. Hann er bara svo svakalega töff með þetta hár! ;O)


En svo við vindum okkur að myndinni sjálfri.
Ég vissi ekki hvað ég myndi sjá þegar myndin byrjaði… og vitir menn!

Harry í rólu á leikvelli, Dudley kemur að, stríðir honum…Harry segir „þegiðu“… en ég er ekki viss hvort hann hikstaði þetta óvart upp úr sér eða meinti það virkilega… það dimmir, félagar Dudleys hlaupa…Harry og Dudley hlaupa…lenda í göngum (?)..

Ég fattaði nákvæmlega ekkert. Byrjunin var ekkert annað en illa farið með vel gert efni. Útþynnt og varla tekið til greina hin minnstu smáatriði sem hefði nú verið gaman að minnast á eftir myndina. Byrjunin var rosalega blury, man varla brot úr henni. Sem aðdáendi þá náði ég auðvitað því sem var að gerast, en sem áhorfandi þá átti ég í basli með að halda þræðinum. Hvert skotið á fætur öðru um hitt og þetta. Það er eins og kvikmyndaliðið hafi tekið upp HP-bók og flett upp á einhverri blaðsíðu og sagt „klippt út“ eða „flott, höfum þetta“.
Þetta er löng bók, ég veit það, en það skal enginn segja mér það að þetta hefði ekki getað farið betur á hvíta tjaldinu, og tek ég Lord og the Rings hér til greina (mikið efni, lítill tími).

Harry Potter gleraugun:
Hluta myndarinnar var ég að reyna að spotta mistök og fann auðvitað strax í byrjun. Þegar loftið virðist verða kaldara í göngunum þá sér maður reyk koma frá Dudley og Harry… en það passar engan veginn við andardráttinn þeirra. Þetta fór í taugarnar á mér og entist það um tíma en gleymdist þegar komið var að Grimmaulds Place.
Fyrir mér var það mikilvægt að Harry skyldi lesa af blaði nafnið á staðnum þar sem staðurinn er verndaður af gömlum göldrum. Af hverju að banka 3 sinnum í jörðina? Hvaðan kom það? það var hallærislegt fyrir mikla galdrafjölskyldu.
Fjölskyldu tré Black fjölskyldunnar var án efa ekki það sem ég ýmindaði mér. Ekki að það skipti máli en í bókunum er sagt að nafnið hafi verið brennt burt, ekki andlitið. Mér fannst þetta virkilega ljót hönnun á svo miklu ættartré.
Þegar þau koma í Hogwarts og Neville finnur „Come and go“ herbergið þá man ég ekki betur en að maður þarf að labba þrisvar sinnum framhjá staðnum og hugsa stíft um það sem maður þarf. Smámunasemi í mér, jújú, en það hefði nú alveg verið hægt að redda því á annan hátt. Og af hverju fann Neville það? Af því að tveir gaurar rákust í hann? Það er nú ekki eins og Harry hafi ekki lent í þvílíku, afhverju kom þá herbergið ekki fram þegar hann labbaði fram hjá?
Einnig með spádómskúluna. Af hverju sagði kúlan spádóminn þegar Harry tók hana upp? Það var dauðaþögn í kringum þau og The Death Eaters voru allt í kringum þau. Þeir höfði auðveldlega heyrt það sem fram fót. Það er nú ekki eins og þeir hafi allt í einu áttað sig á því að Harry Potter væri þarna inni og komið labbandi úr myrkrinu.
Svo í lok bókarinna fer hann úr lestinni og inn á brautarpall 9 3/4 og öll Fönixreglan stendur þarna eins og fjölskylda til þess að kveðja hann. Moody og Lupin hóta síðan Dursley fjölskyldunni, sem er bara brilliant endir.
En ég gæti velt svona smá hlutum fyrir mér í langan tíma en greinin yrði alltof langdregin til þess.
Það eru tveir partar sem mig langar virkilega að tala um, og það er auðvitað í fyrsta lagi, dauði Siriusar.

Þar sem ég er nýbúin að lesa bókin (las þennan part bara núna í dag) þá vill maður hafa þetta atriði virkilega eins og sagt var frá því. Allt sem viðkemur hvernig hann dó mátti ekki verða Hollywood að bráð.
En því miður…
Ég hef aldrei upplifað eins furðulegan dauðdaga á hvíta tjaldinu. Hvað þá sorglegan? (þá meina ég ekki sorglegan). Mér var eiginlega bara sama þegar hann datt þarna í gegn, just keep on fighting!
Eins og margir aðdáendur bókanna þá er maður kominn með þetta tiltekna atriði mótað í hausnum á sér og í mínu tilfelli var þetta svo langt frá því. Ég ýmindaði mér minna bogahlið, ekki eins skreytt og inn í því var ekki einhvert fljótandi efni (?) heldur myrkur. Það voru tjöld yfir því svo maður sá ekki hvað var almennileg fyrir innan. Er það rangt hjá mér eða voru engin tjöld á bogahliðinu í bókinni?
Þetta var rosalega mikið Hollywood style hvernig hann féll í gegn. Og það var ekki „tignarleg sveigur“ þegar hann féll í gegn. Datt meira svona eins og trjádrumbur inn í vatn og sogaðist eins og ryksuga hefði hrifið hann eitthvert upp…
Þetta á ég aldrei eftir að viðurkenna sem golden moment í HP-myndunum, þetta var bara hreint og beint vanvirðing við minningu Sirus Black :O/

Annað sem ég vildi minnast á svona rétt í lokinn var þegar Harry kemur inn á skrifstofu Dumbledore. Ég hristi hausinn í vanþókknun. Hvernig getur einhver verið svona rólegur þegar eina manneskjan sem þú lítur á sem fjölskyldu er drepinn fyrir framan augun á þér? Myndi maður ekki verða snældu vitlaus af reiði yfir eigin örlögum og lífi sem aðrir þykjast geta ráðskast með? Þetta fannst mér annar hápunktur sem hefði mátt leggja mikið í að segja frá því þetta sýnir að Harry er ekki alltaf góði litli strákurinn hans Dumbledore. Dumbledore er ekki fullkominn og ekki heldur Harry.

Góðar hliðar:
En svo ég hakka þessa mynd ekki alveg niður þá er smá hérna sem mér þótti í fínu lagi að breyta:

Hvernig Neville sagði Harry frá foreldrum sínum fannst mér í góðu lagi og einnig að Cho hafi sagt Umdbridge frá DA, glæsilegt að redda því þannig. Mikið af setningum sem aðrar persónur fengu pössuðu afburða vel en …(Harry Potter-gleraugun) ég hefði viljað sjá Voldemort segja “Kill the boy“ í gegnum Harry því þá hefði Dumbledore þurft að velja og það hefði verið svolítið átakanlegt að sjá held ég.

Tæknibrellurnar voru rosalega töff og er ég rosalega ánægð með útlistun á bardaga Dumbledore's Army og the Death Eaters. Rosaleg vel heppnað og gaman að sjá hverni Department of Misteries var. Auðvitað allt öðruvísi en ég ýmindaði mér en mjög skemmtileg hönnun enga síður.

Auðvitað veit maður að það er ekki hægt að velja allt í myndina sem manni langaði til að sjá. En það sem ég tók dæmi um hér fyrir ofan fannst mér vera meginstoð í bókunum upp á persónusköpun. Persónurnar verða svo leiðinlega einfaldar ef það er ekki aðeins kafað dýpra. Sérstaklega Harry Potter, aðalsöguhetjan. Það virðist aldrei skila sér almennilega í gegnum myndirnar hvernig persóna Harry er í raun. Hann er alltaf eitthvað svo “fullkominn”.
Við sáum aldrei Bill og Charlie t.d. og það var ekkert minnst á Percy.

En svo ég klára þetta að lokum þá vil ég benda á það sem ég hef alltaf sagt um HP-myndirnar. Það var alltof fljótt hlaupið út í þetta. Varla gefinn smá tími til þess að velta sér upp úr sögunum og haft þær íburðameiri og skipulagðari. Þessi mynd var ekkert annað en óreiða í mínum augum, en þó hélt manni vakandi og maður hafði ánægju af henni að nokkru leiti ef ég pírði yfir gleraugun mín.

Thank you very nice.
Vatn er gott