Viðvörun - Þrátt fyrir venjulega kaldhæðni mína verð ég eitthvað undarleg þegar ég tala um Harry Potter og því gæti textinn framundan fengið harðasta fólk til að hrylla sig! Lesið samt endilega áfram, þetta er ekki það slæmt ;)
Fyrst vil ég minnast á það hversu mikið ég dýrka þetta áhugamál. Ég er búin að vera hérna inná eiginlega síðan þetta byrjaði fyrst og hef ekki enn fengið leið á þessu :) Þetta er frábært áhugamál þar sem ég get týnt mér tímunum saman yfir áhugaverðu efni! Gúdd stöff; stjórnendur, almennir notendur og stöku vitleysingar sem læðast hingað inn þegar þeir halda að enginn sé að horfa. Takk fyrir liðnar stundir! It's been great, hasn't it? ;) Og vonandi deyr þetta ekki strax, við eigum nú líka tvær heilar myndar eftir :þ
Síðan ætla ég að skrifa hérna örlítið um blendnar tilfinningar mínar sem láta kræla á sér nú þegar það er svona stutt í endalokin! Og í leiðinni segja örlítið frá upplifun minni af hverri bók.
Í fyrsta lagi vil ég minnast á eitt: Ég á eftir að væla eins og smákrakka yfir 7.bókinni!
Í öðru lagi: Ég er hálfráðþrota!
Ég þurfti næstum því að öskra eftir að ég kláraði His Dark Materials, mig langaði svo í meira! Það voru þrjár bækur og svona 4 ár!
Hvað á ég að gera! 7 bækur, 8-9 ár! Ég á eftir að fá fráhvarfseinkenni! Ekkert meira Harry Potter!(Eða svona næstum, ég á örugglega eftir að lesa þetta aftur og aftur!)
Þetta byrjaði allt saman jólin sem ég fékk Harry Potter og Viskusteininn! 8 ára gömul fékk ég hana frá mömmu og pabba ásamt gríðarlega fallegu legónornakastala. Ég var mikill bókaormur og var mjög spennt yfir bókinni en þó mun spenntari yfir kastalanum! ;) Ég er ekki frá því að mamma hafi verið spenntari yfir bókinni en ég :)
Allavega, ég las bókina og eftir það var ekki hægt að snúa við. Á 9 ára afmælisdaginn minn, 30.maí, fékk ég Leyniklefann og byrjaði að lesa! Ég á aldrei eftir að gleyma því hversu hrædd ég var þegar eg las endinn í myrku herbergi, seint um nótt þegar allir voru sofnaðir, með einn lítinn lampa mér til stuðnings! Ég þorði ekki fram úr til að fara á klósettið! Ég varð að klára bókina fyrst :)
Fanginn frá Askaban kom út í október/nóvember sama ár en ég ætlaði mér að lesa hana um jólin og þjáðist á skólabókasafninu þegar ég horfði á bókina í hillunni og sagði við sjálfa mig! Nei, ekki fyrr en um jólin! Loksins komu jólin og ég las eins og brjálæðingur! Enginn Voldemort þarna og mér fannst það stórmerkilegt! :) En mikið af nýjum uppgötvunum og nýr heimur opnaðist, heimurinn á bakvið Harry, það sem gerðist áður! Þetta var eitthvað meira en bara þrjár spennandi sjálfstæðar ævintýrabækur! Þetta tengdist allt!
Þegar fjórða bókin kom var eins og ég fyrst áttaði mig á því að bækurnar væru upphaflega skrifaðar á ensku. Ekki að ég hafi ekki vitað það, ég bara áttaði mig bara ekki á því! Ég sagði öllum að bókin héti Goblet of Fire en ætli ég hafi ekki oft kallað hana Gobbet of Fire eða Fire of Gobbet! Ég vissi ekkert hvað þetta þýddi og það var ekki fyrr en ég fékk bókina, að sjálfsögðu á íslensku, að ég áttaði mig á hvað ég hafði verið að segja! Það var áhugaverður tími ;) En Harry Potter minn var á íslensku og þannig var það áfram í nokkurn tíma. Fyrsta persónan sem við höfðum einhver raunveruleg tengsl(þó lítil) við dó! Það var sjokk en ég harkaði af mér. Það var ekki fyrr en ég las bókina ári síðar að ég fór að grenja yfir þessu! Voðalegt drama hjá mér! :)
Það var svo einhvern tímann á meðan ég beið eftir Fönixreglunni(Sem var á vissum tímapunkti þýdd sem Fyrirmæli Fönixins, flippað ekki satt?) sem ég rakst á þriðju bókina á ensku! Þetta var eitthvað nýtt og ég ákvað að skella mér í lesturinn. Ég varð ástfanginn! Fullt af nýjum bröndurum sem höfðu týnst í þýðingunni og ég var alsæl! Og ég fékk sting í hjartað þegar Harry heyrði fyrst um að Sirius hefði ‘svikið’ foreldra hans! Erfitt!
í kjölfarið leitaði ég uppi fjórðu bókina á ensku og las hana líka! Gleði!
Loksins kom Fönixreglan og ég, svo ótrúlega sniðug, pantaði hana í forsölu og fékk hana 3 dögum á undan útgáfu íslensku þýðingarinnar! Ég fékk vetrarfrí og hugði gott til glóðarinnar! Daginn eftir tognaði ég svo allhressilega á ökkla og þurfti að sitja í tvo daga með löppina upp í loft! Ég hefði ekki lifað af án bókarinnar! Sirius dó eitt kvöldið og ég hélt ég myndi gráta úr mér augun! Ég náði ekki alveg að klára sökum þreytu, skildi síðasta kaflann eftir, vaknaði, fór í skólann og hljóp svo heim á hækjum þar sem síðasti kaflinn beið mín!
Og þá er ég komin nær mínum tíma! Ég kynntist yndislegum stelum sem urðu með mínum bestu vinkonum! Og eitt það skemmtilegasta var að þær höfðu líka áhuga á Harry Potter! :D Hingað hafði ég reynt að mata vinkonur mínar á Harry Potter, reynt að sannfæra þær um að þetta væru yndislegustu bækur í heimi og þær yrðu að lesa þær en ekkert gekk! En nú hafði ég virkilega einhvern sem ég gat talað við um uppáhaldsbækurnar mínar! Og það var þá sem ég uppgötvaði hversu mikið mér fannst þetta vera ‘bækurnar mínar’. Mér finnst mjög gaman að pæla í þeim og tala um þær en ég á sjálf mína sögu tengda Harry Potter sem gerir það að verkum að ég upplifi þær ekki á sama hátt og aðrir. ‘Harry Potter bækurnar mínar’ voru sömu frábæru bækur og allir aðrir áttu en þær voru samt ‘mínar’! Og ég held að þetta sé eins um alla!
Fyrir útgáfu 6.bókarinnar vildi ég ekkert vita, lokaði augunum ef eitthvað spoiler-tengt kom upp og hélt fyrir eyrun ef eitthvað kom í fréttum! See no evil, Hear no evil ;) Og þá kom upp voðaleg krísa! Harry Potter óðu vinirnir ætluðu allir að kaupa bókina á ensku! Sem þýddi að ef ég keypti mína á íslensku gæti ég ekkert talað um hana við litla fólkið fyrr en í nóvember eða svo! Ég var ekki viss um að ég vildi hætta á það að skilja ekki alveg Harry Potter! Í viku engdist ég um en ákvað svo loksins sama kvöld og bókin átti að koma á ensku, að skella mér niður í bæ og bíða í röð! Sé ekki eftir því! Mjög gaman og ég hljóp heim með bókina mína og sofnaði yfir fyrsta kaflanum! Vaknaði svo þvílíkt svekkt daginn eftir yfir því að hafa sofnað, og hélt áfram að lesa!
Dumbledore, sem loksins í þessari bók varð jafn raunverulegur og allar hinar persónurnar, manneskja af holdi og blóði, með veikleika, en ekki bara eitthvað ofurmenni, dó og ég kláraði ekki á blaðsíðu fyrr en viku seinna! Ég grét og grét, ég trúði þessu ekki! Daginn eftir vaknaði ég hálf tóm og fannst eitthvað vanta! Þannig leið mér í næstum því viku, alveg búin yfir þessu! Síðasta blaðsíðan í bókinni fékk mig til að skjálfa. Mér leið bæði vel og illa.
En 6.bókin varð klárlega mín uppáhaldsbók! Ég sjaldan fundið svona sterka tilfinningu við að lesa bók(Þó hinar Harry Potter, Skuggasjónaukinn og Gallabuxnaklúbburinn komist nærri því)! Ég las hana fljótlega aftur og ég get ekki beðið eftir því að lesa hana einu sinni enn áður en ég tek við að lesa 7.bókina, síðustu bókina.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er, að vita að ég eigi aldrei aftur eftir að bíða fáránlega spennt eftir næstu bók, iðandi af spenningi yfir því hvað eigi eftir að gerast núna! En vita samt alltaf þegar ég klára að það koma alltaf önnur!
En ekki núna! Aaah, ég er farin að grenja hérna yfir tölvunni! En vá hvað mér finnst ég samt vera heppin að hafa upplifað það að þurfa alltaf að bíða! (Þ.e. ekki lesa þær allar í einum rykk!) Bíða eftir næstu og næstu bók! Og taka þátt í öllum pælingunum og öllu því :) Ég er bara alveg að átta mig á því núna hvað þetta hefur verið geðveikt! Ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir alla heimsins peninga!
Ég er semsagt búin að alast upp með Harry Potter. Harry eldist og bækurnar breytast og á meðan er ég að þroskast! Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því hversu frábært mér finnst þetta og hversu mikil áhrif Harry Potter hefur haft á mig :D
Ég er alveg að missa mig í tilfinningunum hérna, mætti halda að ég væri ólétt og hormónin að fara með mig ;)
En ég elska þessar bækur bara svo óendanlega mikið! Ég get ekki beðið eftir júlí! Harry Potter mánuðurinn! :D Myndin og síðan fæ ég bókina, síðustu bókina!
Vá, ég er að deyja úr tilhlökkun en er samt með kvíðahnút í maganum!
Ég er farin að lesa Harry Potter!