Já maður verður að hafa dramatískt nafn á svona dramatískum tíma.

Þið vitið væntanlega öll að það styttist óðum í seinustu HP bókina, sem við bíðum jú í ofvæni eftir og yfir okkur spennt. En þetta líður allt undir lok fyrr eða síðar.

Oftar en ekki höfuð við deilt hugsunum okkar og pælingum hér á huga í kringum þennan töfraheim sem Rowling elskan var svo æðisleg að sýna okkur. Allur þessi heimur sem við höfum lesið og velt okkur upp úr í rúm 9 ár…
Já pælið í því! 9 ÁR!
(Mér finnst eins og ég hafi frétt af fyrstu bókinni fyrir ári síðan)

Það er ótrúlegt hvað ein bók hefur komið á miklu fjaðrafoki, og hvað þá þær sem komu á eftir.
Hver man ekki eftir því þegar augun lásu yfir fyrstu blaðsíðurnar í Harry Potter bók, frá sér numdir af töfrunum. Aftur og aftur las maður yfir þessar bækur þar til maður var farin að geta sagt frá heilu blaðsíðunum, óhindrað.
…allavega sumir…. :O)
…og ég meina, hverjum langaði ekki að vera Harry Potter á hrekkjavökunni?…
og hver hefur ekki prufað að mála á sig eldingu, einhverntíman?

Mér hefur alltaf þótt þessir tímar, þessi bið eftir næstu bók draga fram svona spenning og tilhlökkun. Loksins eitthvað til þess að hlakka til, eitthvað spennandi. Þessar sögur hafa vakið upp eitt stórt áhugamál, sem við öll deilum.
Hver hefur ekki fundið fyrir reiði, pirrelsi, gleði og jafnvel sorgar við lestur bókanna, og jafnvel grátið? (I have)
Hversu oft höfum við reynt að komast í botns á næstu bók áður en hún kemur út? (og eiginlega alltaf haft rangt fyrir okkur)
Keppast við hugmyndir á hugmyndum ofan? (sem enda oftast í einhverju ankanalega súrum pælingum)
Við höfum fundið vísbendingar og jafnvel farið svo langt í að finna stafsetningarvillur, liggur við í hverri einustu bók. (sem eru ekki alltaf stafsetningavillur)

En hvert hefur þetta leitt okkur?
Við höfum stofnað lítið samfélag hér á huga sem hefur enst í nokkur ár, nokkur virkilega spennandi ár. Og vonandi þó samfélag sem á eftir að halda áfram í einhvern tíma í viðbót.
En hversu lengi getum við hangið hér og deilt hugmyndum, vísbendingum, sögum?
Það sem eftir er af sögunni um Harry Potter mun auðvitað halda áfram að vera til, en við höfum frá engu meir að segja.
Við getum þó lifað við það að vera fyrsta Harry Potter aðdáendur Íslands á netinu ;O) (eða hvað?)
En þegar seinasta bókin kemur út…tja…hvað verður þá um okkur?
Til hvers höfum við að hlakka núna?
En þá áttaði ég mig auðvitað, meina, Harry Potter er ekki eina tilhlökkunarefnið í lífinu (úps, silly me).

En alvöru, þá getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort að önnur svona sería komi út. Lord of the Rings er liðið, Star Wars og nú Harry Potter.
Maður bíður bæði í von og óvon um fleiri meistaraverk sem munu fanga huga okkar á ný, eða hvað?

En hvað því viðkemur langar mig að segja eitt að lokum.
Mig langar til þess að þakka stjórnendum þessa áhugamáls sem hafa staðið sig með endæmum geðveikislega ;O)
Þið hafið veruð fanta dugleg við að halda þessu áhugamáli lifandi og ég vona innilega að við höldum öll áfram í einhvern tíma í viðbót að skrifa greinar og pælingar hingað inn þar til allt er upp urið.
Þið eruð æðislegir Harry Potter nördar og það hefur verið æðislegt að upplifa þessa tíma með ykkur öllum, þó þeir hafi ekki komist lengra en í gegnum netið….
Ég segji bara takk fyrir mig, þó snemmt sé kannski, bókin ekki en komin út, og hver veit nema maður rekist á ykkur eftir 50 ár með slitna HP bók í hendinni og galdrasprota í rassvasanum…
lengi lifir í gömlum glæðum :OP

“…og lengi lifi Harry Potter, drengurinn sem lifði af!”
Vatn er gott