JK Rowling hefur falið mikið af vísbendingum í Fönixreglunni(OoTP) sem segja okkur hver deyr áður en hann/hún deyr. Hvað sem því líður þarf kænt auga til að taka eftir þeim…
• Á blaðsíðu 56, þegar þau ganga inn í Hroðagerði stendur: ”Hvískrið í hinum var farið að vekja óhug með Harry; það var eins og þau hefðu gengið inn í hús deyjandi manns.”
• Fyrsta kvöld Harrys í Hroðagerði sest allt húsið niður til matar. Allt í allt þrettán manns. Samkvæmt Trelawney í Fanganum frá Azkaban(PoA), þegar þrettán sitja saman til borðs mun sá fyrsti til að rísa á fætur verða fyrstur til að deyja. Það eru engin verðlaun fyrir að giska hver stóð fyrstur upp: ”Sirius bjóst til þess að rísa úr sætinu.”
ATHUGASEMD: Þetta er umdeilanlegt þar sem Ginny er ekki sitjandi við borðið á þessum tímapunkti en hún gæti verið talin sem “vera” í herberginu að borða með hinum, þess vegna er ennþá hægt að telja þetta sem fyrirboða.
• Á ensku er Hroðagerði Grimmauld Place. Grim er fyrirboði um dauða.
• Þegar Fred og George voru að setja matinn á borðið i Hroðagerði misstu þeir stjórn á brauðhníf og hann stakkst í borðið þar sem hendi Siriusar hafði verið nokkrum andartökum áður. Þetta gæti verið fyrirboði um dauða Siriusar.
• Á blaðsíðu 451 stendur: ” Harry fann til óþægilegs herpings í brjóstkassanum; hann langaði ekki til að kveðja Sirius. Hann hafði slæma tilfinningu fyrir aðskilnaðinum; hann hafði ekki hugmynd um hvenær þeir myndu sjást næst.”
Þetta segir sig sjálft; parturinn um að sjást ekki aftur var á endanum réttur.
• Margt fólk segir að kvikskiptingsform Siriusar (stór, svartur og lubbalegur hundur) sé óhugnalega líkt Grim og að dauði hans hafi verið á leiðinni síðan við hittum hann fyrst í Fanganum frá Azkaban (PoA).
• Í kafla 9 segir Sirius: ”Þetta er bara spurning um hvenær Voldemort kemur fram í dagsljósið og þegar hann gerir það munu allir í ráðuneytinu grátbiðja okkur um fyrirgefningu. Og ég er ekki viss um að ég veiti þeim hana.”
Af hverju? Af því að hann er dáinn þá.
• Í bók eitt, þegar Hagrid, Harry og Hermione hitta kentárana, gefur Ronan þessa yfirlýsingu, ”Það eru alltaf þeir saklausu sem verða fyrstu fórnarlömbin.”
Allir héldu að Sirius væri sekur, en annað kom í ljós.
• Á blaðsíðu 410 segir Sirius, ”Svona er þetta – það er þess vegna sem þið eruð ekki í reglunni – þið skiljið þetta ekki – það er ýmislegt sem maður hættir lífinu fyrir.”
• Á Sankti Mungó, þegar þau eru að fara að heimsækja herra Weasley- ” Þau fóru upp stiga og komu inn á ganginn þar sem meðhöndlaðir voru áverkar af völdum lifandi vera. Á annari hurð til hægri stóð: Háska–Dai Llewellyndeildin: Alvarleg bit.”
Á ensku er þetta svona: 'They climbed a flight of stairs and entered the “Creature-Induced Injuries” corridor, where the second door on the right bore the words ‘DANGEROUS’ DAI LLEWELLYN WARD: SERIOUS BITES.'
Ef maður setur þetta í skilti lítur þetta svona út:
CREATURE-INDUCED INJURIES
'DANGEROUS'
DAI LLEWELLYN WARD
SERIOUS BITES
Taktu fyrsta orðið í hverri línu og hvað færðu? Creature dangerous Dai serious?
Nei - Kreacher dangerous, Die Sirius(Kreacher hættulegur, deyðu Sirius.)
• Á fyrstu síðunni er titillinn og mynd. Það er mynd af kvikskiptingsformi Siriusar að fara frá Hroðagerði 12. Það sýnir að Sirius myndi fara frá einhverju. Í þessu tilviki var það líf hans.
• Á blaðsíðu 17 stendur: ”myrkrið lagðist yfir augu hans eins og þyngdarlaus blæja.”
Þetta lítur út fyrir að vera fyrirboði.
• Sirius sagði tríóinu að kalla sig “Snati”, á ensku “Snuffles”.
Snuffles = to snuff it
To snuff it = að deyja.
• Fyrir miðju á blaðsíðu 636, segir Kreacher: ” Húsbóndinn mun ekki snúa aftur frá leyndardómastofnunni!” sagði hann glaðlega. “Kreacher og húsfreyjan hans eru aftur ein!”
Hann meinti þetta bókstaflega.
• Á blaðsíðu 69 segir Molly Weasley: ”Fundinum er lokið, nú getið þið komið niður að borða kvöldmat. Það dauðlangar alla til að hitta þig, Harry.”
Það er mjög ólíklegt að þetta sé fyrirboði en ég ákvað samt sem áður að minnast á þetta.
• Á blaðsíðu 664 fer Harry að steinboganum og blæjunni í Leyndardómastofnunni. Hann fer upp að steinboganum og kallar á Sirius, hugsanlega að fyrirboða dauða Siriusar með því að kalla á hann á staðnum sem hann deyr á.
Ég þýddi þetta af www.mugglenet.com
Nánar tiltekið héðan
Ég veit að þetta er gamalt en ég hef ekki séð þetta þýtt hérna inni á Huga.
Ég vona að ykkur hafi fundist þetta áhugavert.