Ég vil bara segja að ég ætla að reyna að klára þetta núna fljótlega. Ég skrifaði 14.kafla spuna á tímabilinu frá því síðast sem ég sendi inn kafla og núna og fattaði að ég get alveg klárað þetta án þess að þurfa að taka mig marga mánuði í viðbót. þannig ég ætla að taka mig á. Ég er búin að plana þessa sögu algjörlega og það verða 20 kaflar. Ég ætla að REYNA að klára þetta fyrir endaðan Apríl. Set það sem markmið. EN endilega segið hvað ykkur finnst, því það virkilega hjálpar mér að skrifa.
***

9.kafli

Natalie sá húsið sem hafði verið heimilið hennar í öll þessi ár. Það var dimmt úti og eina birtan í augsýn kom frá gluggum gamla hússins hennar. Natalie sá hvar dökk klædd vera stóð á dyratröppunum. Hún tók upp sprota og opnaði útidyra hurðina hljóðalaust. Hún gekk svo hægt og rólega inn.

Það var allt í móðu, Natalie gat varla skilgreint kommóðu frá sokki. Það eina sem var skýrt var dökkklædda veran sem var nýbúinn að ganga inn í húsið. Natalie hljóp á eftir verunni, en hún tók ekkert eftir henni. Veran gekk upp stigann að eftri hæðinni þar sem ljósin voru kveikt og hélt sprotanum fyrir framan sig. Natalie elti veruna hrædd. Hún heyrði samtal mömmu sinnar og pabba þegar hún fór að nálgast efrihæðina.

Veran sýndi engin viðbrögð þegar hún steig upp síðasta þrepið og henti niður blómavasa þegar hún ætlaði að stiðja sig við hann. Hún faldi sig fyrir hornið á stigagangnum svo hún sæist ekki frá svefnherbergisdyrunum. Natalie heyrði braka í hurðinni þegar hún var opnuð. Pabbi hennar var að ganga út úr herberginu og tók fljótlega eftir brotnum vasanum sem lá á gólfinu en áður en hann gat gert eitthvað þá stökk veran á hann og hrópaði: “Avada kedavra.” Grænt ljós skaust út úr sprotanum hennar og hitti pabba Natalie beint í hjartað. Natalie tók andköf og öskraði. En enginn heyrði í henni. Pabbi hennar datt stífur á gólfið og veran hét för sinni áfram inn í herbergið sem pabbi hennar hafði verið að ganga út um. Natalie vildi ekki sjá meira, hún hljóp og tók utan um pabba sinn meðan hún heyrði aftur öskrað “Avada kedavra”. Veran gekk aftur út úr herberginu og fór núna inn á skrifstofuna. Hún fór að gramsa í einhverju dóti, en Natalie sá ekki meira því þarna vaknaði hún.

Klukkan var fimm. Allt var hljótt. Natalie tók um hálsmenið sitt og leit áhyggjufull í kringum sig. Allir voru sofandi. Hún ákvað að standa upp og fara niður í setustofu og setjast aðeins við eldinn. Þegar hún var búin að færa af sér sængina þá fann hún hvað það var ískalt í herberginu og flýtti sér að opna koffortið sitt í leit að teppi til að vefja utan um sig. Hún fann það fjótt en þegar hún tók það upp þá tók hún eftir því að pergament snepilllinn sem hafði fylgt hálsmeninu lá á gólfinu.
Hún tók hann upp og ætlaði að láta hann aftur ofan í koffortið þegar hún sá að miðinn var allur útkrotaður. Áður hafði aðeins staðið Ekki týnast í tímanum. Hún tók sprotann sinn af náttborðinu og flýtti sér niður í setustofu til að lesa miðann.

*

Það var kyrrlátt niðri í setustofu og frekar kalt. Nóvember hafði gengið í garð með bráluðu óveðri. Natalie leit út um gluggan, það var vindur og laufblöð fuku í rúðuna hljóðalaust.
Natalie settist í einn hægindastórinn og kom sér vel fyrir með teppið vafið utan um sig.

“Lumos” hvíslaði hún en það var nóg til að lítil birta kom frá enda töfrasprotans.

Hún hélt á sprotanum í hægri hendi meðan hún pírði augun til að geta lesið smátt letrið á pergamentsnepilnum.

Elsku Natalie,

Hálsmenið sem fylgdi þessu bréfi er núna í vörslu þinni og ég vil að þú passir það með lífi þínu. Ég og pabbi þinn erum örugglega dáin núna en við dóum við að vernda þetta hálsmen. Við vorum í reglu sem heitir Fönixreglan og var undir stjórn Dumbledores, hann færði okkur það mikilvæga verkefni að vernda þetta hálsmen og passa að enginn nema meðlimir Fönixreglunnar vissu um tilvist þess.
En einn daginn gerði ég þau mistök að treysta yfirmanni mínum Marcusi Comber fyrir leyndarmálinu um hálsmenið. Hann var yfirmaður skyggnadeildarinnar í ráðuneytinu og ég taldi að honum væri fulltreystandi, en svo var ekki.
Hann varð heltekinn hálsmeninu og gerði það að sínu markmiði að ná því. Ég átti engra kosta völ en að halda áfram að fela hálsmenið. Hann hafði reynt að drepa okkur mörgu sinnum og hefur núna tekist ætlunarverk sitt fyrst þú ert að lesa þetta bréf.
Hálsmen þetta getur gert hina ótrúlegustu hluti en vonandi þarft þú ekki að komast að hæfileika þess.
Það eina sem þú þarft að gera er að ganga með það. Alla daga, ekki einu sinni taka það af meðan þú sefur því í hvert einasta skiptið sem þú tekur það af þér þá getur því verið stolið. En á meðan þú hefur það á þér getur enginn meitt þig. Enginn getur tekið það af þínum eigin hálsi nema þú sjálf, og ef að einhver myndi drepa þig til að ná af þér hálsmeninu þá myndu kraftar hálsmensinns deyja með þér.
Passaðu þig. Ég er viss um að Marcus mun reyna að nálgast þig, en forðastu hann eins og þú getur.
Ég vil að þú vitir að ég og pabbi þinn elskum þig ákaflega mikið. Passaðu Ted og láttu hann vita þegar hann eldist að við elskuðum hann útaf lífinu, ekki láta hann gleyma okkur.

Við elskum þig.
Mamma



Natalie staðri á litla snepilinn sem innihélt svo mikilvægar upplýsingar. Hún var með kökk í hálsinum og grænu augun hennar voru full af tárum. Hún renndi augunum aftur yfir bréfið og reyndi að meðtaka þessar upplýsingar áður en tárin færu að taka yfir.
Hún kastaði bréfinu á gólfið og lét höfuðið falla sér í hendur. Hún sat þarna og grét þangað til hún fann að einhver lagði hönd sína í öxlina á henni. Hún leit upp og starði í brún augu Nathans, stóra bróður Ashleyar.

Hann tók í hendina á henni og reisti hana upp. Fyrstu viðbrögð hennar voru að hörfa en með tárin í augunum dró hann hana í fangið á sér og hélt utan um hana. Natalie vissi ekki hvað hún átti að gera, hún bara leyfði honum að halda utan um sig meðan hún grét.

“Natalie, ertu tilbúin til að segja mér hvað er að?” sagði Nathan varlega eftir smá stund. Natalie hristi höfuðið og hélt áfram að gráta.

Þetta gat ekki verið að gerast. Hún gat ekki trúað þessu. Mamma hennar og pabbi dóu útaf Marcusi Comber. Hann drap þau. Hann. En hvað með Ted? Mamma hennar vissi ekki að hann myndi deyja þegar hún skrifaði þetta. Hún hafði brugðist þeim, Ted var dáinn. Og nú þetta hálsmen, hvernig gátu þau ætlast til þess að hún gæti verndað það á meðan þeim mistókst? Þetta gat ekki verið að gerast.


Allt í einu sá hún að einhver stóð í stiganum upp að strákaálmunni. Hún varð þá fullkomlega vör við að hún var í fanginu á Nathan bróður Ashley, ári eldri en hún, þegar hún var með Jason. “Hvað er ég að gera” hugsaði hún.

Hún losaði sig frá Nathan til að geta séð betur hver hafði verið að horfa á þau. Það var Jason. Hann stóð niðurbrotinn í stiganum og hljóp inn í álmuna þegar hann tók eftir því að Natalie var að horfa á hann.

Natalie steig vandræðalega frá Nathan og horfði áhyggjufull í augun á honum. Hann horfði ráðvilltur tilbaka á Natalie.

“Hver var þetta? Hvað er að?”

Natalie gat ekki komið upp orði, hvað átti hún núna að gera. Jason hefur örugglega tekið ranga ályktun. Og núna vissi hún ekki hvað hún ætti að segja við hann.

Nathan horfði djúpt í augun á henni sem fékk hana til að kikna í hnánum, þessi brúnu augu. Hún leit strax frá honum þegar hún áttaði sig á hugsunum sínum.
Þetta gat ekki verið að gerast. Hún var búin að klúðra öllu.

Allt í einu tók hún á stökk og hljóp upp í stúlknaálmu án frekari útskýringa og skildi Nathan ráðvilltan í kaldri setustofunni.

Hún lét sig falla í kalda sængina og óskaði þess að allt þetta væri ekki að gerast.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."