Það var seint í október þegar fyrsta Hogsmead helgin var tilkynnt. Síðasti mánuður hafði liðið hratt og Natalie var farin að vera ánægð með lífið, Ashley var alltaf við hlið hennar og núna var Chelsea það líka. Chelsea hafði algjörlega hætt að tala við Miröndu og Sophiu og andrúmsloftið í herberginu þeirra var ekki gott. Enda forðuðust Sophia og Miranda að vera þar. Natalie hafði staðið sig frábærlega á hverri Quiddtich æfingunni eftir annari og hafði kynnst Jason miklu betur. Þau voru orðinir góðir vinir núna, en Natalie var alltaf að verða hrifnari og hrifnari af honum. Ashley fór að taka eftir því og það eina sem hún gat talað um var hvað þau væri sæt saman. Jason var líka svo sætur við hana, gekk með henni í tíma og sat hjá henni í mat. Hann vissi af fjölskyldu hennar og var mjög traustur.
Natalie og Jason stóðu að morgni þrítugasta október og lásu tilkynningu um Hogsmead ferð daginn eftir.
“uu, ætlar þú að fara?” spurði Jason taugaóstyrkur, sem var mjög óvenjulegt því að undaðfarið hafði hann farið að vera svo öruggur með henni. Þegar hann sagði þetta fékk Natalie fiðring í magann og leit á hann.
“Já, ætlar þú ekki?” sagði Natalie og brosti litlu brosi til hans.
“Jú, en ég var að pæla, sko. Hvort við gætum farið saman? Sko, bara tvö og gert kannski eitthvað” sagði hann og leit af tilkynningunni og á Natalie með vandræðalegu brosi. Hjartað í Natalie tók kipp og hún gat ekki annað en að brosa breitt til hans.
“Já” og það var allt sem þurfti að segja því brosið sagði allt. Hann varð feginn og andaði djúpt áður en hann fylgdi henni svo niður í morgunmat.
*
Ashley hafði tekið eftir sólskínsbrosinu á Natalie í morgunmatnum og um leið og Jason kvaddi hana og fór í tíma þá réðst hún á Natalie með spurningum.
“Gerðist eitthvað með þig og Jason? Afhverju ertu svona brosandi! Þú verður að segja mér það!” sagði Ashley spennt og brosti útaf eyrum þegar hún sá að Natalie brosti leynilegu brosi og byrjaði að hvísla að henni: “Hann bauð mér til Hogsmead á morgun!”
Ashley hoppaði spennt og var algjör stelpa, og svona var hún allan daginn.
*
Um kvöldið var mikil heimavinna sem þurfti að klára og Natalie, Ashley, Chelsea, Michael(tvíburabróðir Chelsea og kærasti Ashley) og Jason sátu við eitt borðið upp í heimavist að vinna að krafti. Andrúmsloftið var svolítið vandræðalegt og það var virkilega að fara í taugarnar í Michael.
“Hvað er málið? Afhvejru eru allir svona þöglir? Er eitthvað í gangi sem ég veit ekki um?” sagði hann og var svona platpirraður.
Ashley gat ekki annað en hlegið því allan daginn hafði hún verið svo spennt fyrir hönd Natalie að hún var að fá útrás. Og aldeilis útrás fékk hún því hún hló og hló.
Svipbrigði Michaels breyttust frá pirringi í undrun, “Hvað er eiginlega svona fyndið?” sagði hann og leit á hina eins og hann væri að missa vitið. Þá byrjuðu Natalie og Chelsea að hlæja og þetta endaði með því að allir við borðið hlógu þangað til krakkarnir í kringum þau fóru að kasta í þau blýöntum og allskonar drasli til að þau héldu sér saman. Eftir þetta varð andrúmsloftið miklu þægilegra og allir byrjuðu að tala saman og Ashley gat hvíslað að Michael að halda sér svo saman, hún myndi segja honum það á eftir.
Þau hættu að læra seint um kvöldið og fóru að sofa strax, þó að þau gætu vel sofið út daginn eftir.
*
Daginn eftir vaknaði Natalie spennt og full af tilhlökkun, dagurinn átti eftir að vera æðislegur hugsaði hún.
Natalie og Jason höfðu ákveðið að hittast um eittleytið og rölta svo niður til Hogsmead. Klukkan var núna hálf eitt og Natalie var tilbúin til að fara.
“Hvað ætlar þú að gera í Hogsmead?” sagði Natalie við Ashley sem var að greiða á sér hárið.
“uu, ætli ég fari ekki eitthvað með Micheal og Chelsea, ég veit ekki. En kannski getum við hisst eitthvað?” sagði Ashley og fór nú að slétta á sér ljóst liðað hárið með töfrasprotanum.
Natalie hafði ekkert tekið eftir því hvað Ashley hafði verið að segja því eimmitt þá hafði eitthvað eins og myndbrot birst í speglinum fyrir framan Ashley. Natalie hafði verið að halda um hálsmenið sitt en sleppti því um leið og hún sá myndina sem hvarf jafnóðum. Natalie hrökk upp því það sem hún sá var gamla húsið hennar að utan frá. Myndin var myrk þannig það hlaut að hafa verið seint að kvöldi.
Natalie starði forviða á spegilinn þótt ekkert sæist í honum núna nema spegilmynd Ashleyar.
“Natalie er allt í lagi með þig?” sagði Ashley þegar hún tók eftir því hvað Natalie var hljóðlát.
Natalie kipptist til og leit frá speglinum á undrandi andlit Ashley eins og hún væri að vakna upp frá draumi.
Hún kinkaði kolli og sagði lágt: “Já, það er alls ekkert að”
Natalie hugsaði meðan hún var að ganga niður í setustofuna að þetta hefði bara verið ofsjónir út af spenningi. En spenningurinn tók algjörlega yfir þegar hún sá Jason bíða eftir sér niðri í setustofu.
*
Natalie starði á sjálfa sig í speglinum á Þrem kústum. Það hafði gengið vel hingað til, hugsaði hún. Það var svolítið vandræðalegt og hljóðlátt þegar þau voru að ganga niður í Hogsmead en það hafði allt batnað þegar þau voru komin í bæinn. Þau fóru fyrst í sælgætisbaróninn og keyptu fullt af gómsætu nammi og voru hlæjandi mest allan tímann. Síðan höfðu þau ákveðið að fara á Þrjá kústa og fá sér hungansöl. Þau höfðu hitt Ashley, Chelsea og Michael, og núna sátu þau og Jason frammi að sötra öl. Natalie hafði afsakað sig á klósettið og var núna inni á tómu klósettinu.
Hún þvoði á sér hendurnar og gekk svo út en stoppaði svo fljótt þegar hún heyrði Marcus Comber nefndan á nafn. Hún hafði ekkert hugsað um hann og hvað hann var undarlegur lengi, hún hafði forðast hann eftir að Mitta hafði sent bréfið því henni líkaði ekki við Mittu og Mittu líkaði við Marcus Comber, þannig hann gat ekki verið góður maður.
Natalie heyrði að tveir menn voru að tala hljóðlega saman um hann. Hún færði sig nær, þeir sátu við barinn og það var létt fyrir Natalie að fela sig fyrir hornið á klósettinu því að þá sáu þeir hana ekki en hún gat heyrt vel í þeim. Það voru nefnilega svo fáir inná Þremur kústum því að það var svo hlýtt í veðri miðað við að það var október.
“…hætti hann í ráðuneytinu? Er það satt?” sagði annar maðurinn en Natalie gat ekki séð hver það var nema að þeir sáu hana.
“Já, það er sagt að hann hafi hætt í galdramálaráðuneytinu út af því hann hafði ekki verið kosinn galdramálaráðherra, en ég skil þetta samt ekki” sagði hinn maðurinn og Natalie þekkti röddina strax. Þetta var prófessor Carke nýji kennarinn í sögu galdranna.
“En ég heyrði að hann hafi byrjað að vinna í Hogwarts, veistu það ég ætla aldrei að fara aftur til Rúmeníu, maður heyrir aldrei rétt.” sagði óþekkti maðurinn og saup hungansöl.
“Já ég er sammála því að þú ættir ekki að fara aftur til Rúmeníu, og sérstaklega ekki svona lengi, en hann byrjaði að vinna svo í Hogwartsskóla sem kennari í vörnum gegn myrku öflunum..” svaraði professor Clarke. “Þetta er allt bara fáránlegt, fyrst hættir hann sem yfirmaður skyggnadeildarinnar sem er frábært starf til að verða kennari í Hogwartsskóla í vörum gegn myrku öflum og hver heilvita maður veit að enginn hefur þetta starf nema eina önn þannig eftir önnina þá verður hann atvinnulaus nema að hann sé að bralla eitthvað” þarna lækkaði professor Carke röddina og hvíslaði svo lágt að Natalie gat varla heyrt það : “Ertu ekki búinn að fá neinar fréttir frá reglunni?”
“Nei, ég hef ekki náð í neinn nema þig.” sagði maðurinn og ætlaði að fara að hvísla eitthvað meira þegar Natalie heyrði nafnið sitt kallað og datt henni brá svo.
“Natalie, er allt í lagi með þig?” þetta var Jason hann var á leiðinni til hennar og hún stóð hratt upp og hljóp á móti honum svo hún vekti ekki grunnsemdir hjá prófessor Clarke og manninum.
“Já! Það er allt í lagi með mig, fyrirgefðu hvað ég var lengi” sagði Natalie glaðlega til að fela vonbrigði sín því að hinn maðurinn var greinilega að fara að segja eitthvað merkilegt.
Jason rétti undrandi út hendina til Natalie og þau leiddust leiðina til baka. Hann horfði undarlega á hana og sagði: “Ertu viss um að allt sé í lagi því þú lætur eitthvað svo skringilega”
“Nei það er allt í fínasta lagi” sagði Natalie vonsvikin. Hún varð bara að gleyma þessu samtali þangað til á eftir því hún hafði ekki tíma núna til að hugsa um þetta.
*
Þau fóru ekki aftur upp í skóla fyrr en um sexleytið og voru þá búin að þræða allar búðirnar í Hogmead. Jason hafði leitt hana allan tímann.
Natalie, Ashley og Chelsea sátu inn í herberginu þeirra upp á heimavist. Miranda né Sophia létu hvergi sjá sig þannig þær höfðu allt herbergið fyrir sig.
Ashley hafði verið að tala um stráka síðasta klukkutímann og Natalie var að ekki að nenna að hlusta á hana lengur. Natalie gat bara hugsað um umræðurnar sem hún heyrði á milli prófessor Clarke og mannsinns sem hún sá aldrei hver var.
Hún fór yfir þetta í huganum, þeir sögðu að Marcus Comber hefði hætt hjá ráðuneytinu, hann var að vinna þar sem yfirmaður skyggnadeildarinnar. Hann hefur þá verið yfirmaður mömmu og pabba, hugsaði Natalie og reyndi að grafa aftur upp drauminn sem henni hafði dreymt fyrir svo löngu(sjá 1.kafla). Mamma hennar og pabbi höfðu verið að tala um Marcus, mamma hélt að hún gæti treyst honum og sagði honum frá einhverju hálsmeni en síðan var hann ekki traustsins verður og vildi fá hálsmenið. Þetta var allt svo ruglingslegt, hugsaði Natalie og lék sér við rauða rúbín hálsmenið hennar meðan hún lét hugan reika um þetta allt saman og reyndi að fatta hvað væri eiginlega í gangi.
—-
www.blog.central.is/hpspunar-violet
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."