“James, þetta er alveg nógu góð gjöf handa henni!” stundi Sirius óþolinmóður. “Nú er nóg komið, drattastu bara til að borga þetta og drífum okkur að gera okkur tilbúna. Veislan byrjar eftir 40 mínútur!” Sirus þreif í James og dró hann að afgreiðsluborðinu. James hélt á litlum skærbleikum, hjartalaga konfektkassa og hikaði þegar afgreiðslustúlkan teygði höndina eftir kassanum. “Hvað ef henni finnst þetta fáránlegt?!” spurði hann í örvæntingu og starði á Sirius. Hann horfði á James á móti en beindi svo augnliti sínu á afgreiðslustúlkuna. “Vinan, myndir þú vilja fá þennan konfektkassa í jólagjöf frá stráknum sem er búin að vera hrifin af þér í 6 og ½ ár?”. Hann horfði sallarólegur á afgreiðslustúlkuna sem horfði hissa og óörugg á hann á móti. “Ööö….Ætli það ekki?” sagði hún svo eftir svolitla stund. “Sko, málið leyst!” hrópaði Sirus glaðhlakkalega, þreif kassann af James og rétti stúlkunni hann. James sá ekki betur en Sirius blikkaði stúlkuna og beytti brosinu sem hann þekkti orðið ósköp vel, gellubrosið. Það bros átti sér langa sögu, en í stuttu máli sagt þá beytti hann alltaf þessu brosi þegar hann var að reyna við stelpu eða heilla stelpu af eitthverjum ástæðum. James glotti og rétti stúlkunni –sem var farin að eldroðna undan augntilliti Siriusar- nokkur galleon. “Eigðu afganginn vinan.” sagði hann og brosti til stúlkunnar. “Komdu Rómeó” stundi hann og dró Sirius af stað. Sirius glotti, blikkaði stelpuna og hélt svo á eftir James.

Veislan var sú stórkostlegasta til þessa að mati fjórmenninganna. Þetta var seinasta jólaveislan þeirra í Hogwarts og þeir ætluðu sko að njóta þess. Remus sat við eitt veisluborðanna og las. Hann vildi vera viðstaddur veisluna en vildi samt ekki dansa. Sirius var dansandi við stelpu á 7unda ári sem hét Becky Hillsdale og James sat hjá Remusi og var að troða í sig kjarkinum að gefa Lily jólagjöfina og bjóða henni upp í dans. Peter hinsvegar var hvergi sjáanlegur.
“Remus, líttu upp úr þessari skruddu þinni og hjálpaðu mér! Ég veit ekki hvað ég á að segja!” stundi James í örvæntingartóni. “James Potter, þetta er þinn höfuðverkur, og ekki ætla ég að fara blanda mér í þetta mál. Þetta er á milli ykkar Lilyar!” stundi Remus óþolinmóður en samt glottandi. “Svona, þú getur þetta, foli!” hló hann og kímdi. “Þú ert ekki beint að hjálpa til Vígtönn!” stundi James pirraður.

Lily sat við eitt veisluborðanna og ásamt einni bestu vinkonu sinni, Amöndu . “Lily, hvað ertu enn að gera hér?” spurði hin besta vinkona hennar, Sarah þegar hún kom með strák upp á arminn, móð eftir dansinn.
“Damien er ekki enn kominn! Ég ætla ekkert að vera dansa ein þarna á gólfinu.” sagði Lily fýld. “Bjóddu James upp. Hann situr þarna eins og skata, frekar niðurdreginn að mér sýnist” sagði hún Sarah hissa en glotti þegar hún leit aftur á James. “James litli, einmana?” hló hún. “Það kemur ekki oft fyrir.”
“Æii Sarah, láttu hann vera!” hvæsti Lily. Sarah horfði undrandi á hana. “Lily, þú varst í alvörunni að verja James Potter!” Hún hálfhrópaði setninguna. Amanda horfði einnig fuðru lostinn á Lily og kinkaði kolli til samþykkis.
“Usss!” hvæsti Lily aftur frekar skömmustuleg. Sarah ýtti frá sér stráknum sem hún hafði upp á arminn og sagði stuttaraleg “Leyfðu okkur aðeins að tala saman.”. Strákurinn fór fýldur til vina sinna á næsta borði. Sarah settist niður á milli Lilyar og Amöndu.
“Lily, viðurkenndu það. Þú ert hrifin af Potter og ert örugglega búin að vera það allavega í 6 ár. Hann er búin að vera á höttunum eftir þér öll þessi ár og þú ert enn ekki byrjuð að viðurkenna að þér líkar kauði!” Lily horfði niður fyrir sig en þegar hún leit aftur upp þá glotti hún ásamt skömmustulegu brosi. “Það er rétt hjá þér Sarah” stundi hún. Hún horfði í átt að James og félögum. Sirius né Peter voru hvergi sjáanlegir en James sat hugsi og Remus hjá honum með hausinn hengdan ofan í bókinni.
“Hvað ertu búin að vera hrifin af honum lengi, í öll þessi 6 ár?” spurði Sarah og kímdi stríðnislega.
“Örugglega ekki lengur en 2 ár. Ég vildi bara ekki viðurkenna það eftir að hafa ekki þolað hann í 4 ár. Mér fannst og finnst eiginlega enn hann vera hrokafullur hálfviti en ég held að hann sé það ekki innst inni, eflaust bara stælar.” sagði Lily og brosti út um annað munnvikið.

“Má bjóða þér upp í dans hr. Potter?” flissaði ein stelpa á fimmta ári. Hún stóð óróleg, flétti upp á hárlokk á sér og brosti smástelpulega. James horfði þreytulega á hana. “Nei takk Cindy, ekki núna” stundi hann og greiddi með höndunum í gegnum svarta, óstýriláta hárið á sér. Cindy labbaði svekkt á brott. Hann fól andlitið í höndunum á sér. “James, hættu bara við þeta ef þú ert svona stressaður, þú hefur aldrei verið stressaður í kringum hana. Vertu bara eins og þú ert venjulega.”
Remus horfði vorkunnaraugum á James. Hann lét þetta um vind um eyru þjóta og settist á hækjur sér.

“James, má ég aðeins tala við þig?” spurði gullfalleg, rauðhærð stelpa. Hún var hávaxin, grönn og í fallegum svörtum kjól með rauðum röndum frá öxlum og niður eftir kjólnum. Hún horfði biðjandi augum á James.
Hann leit rólega upp, bjóst við að þetta væri enn ein stelpan að bjóða honum upp í dans.
“LILY?!” Hann hrökk aftur fyrir sig á stólnum og stóð hratt upp.
“Má ég tala við þig aðeins í einrúmi?” spurði hún einlæg.
“Auðvitað” sagði hann vandræðalegur. Hún gekk burtu og hann á eftir og horfði hissa aftur á Remus sem lyfti þumalputta brosandi.

Lily leiddi hann út úr Stóra Salnum og í lítið útskot lengra á ganginum. Hann starði forviða á hana, enn að átta sig á því hvernig á þessi stæði.
“James, ég vil bara biðja þig afsökunar á hversu leiðinleg ég hef verið við þig síðastliðin 6 og ½ ár. Mig langaði bara að segja það tímanlega, þar sem þetta er seinasta árið okkar og svona.” sagði hún skömmustuleg og mætti augnaráði hans en leit undan um leið.
“Ömm….Ég hef sitthvað að segja líka, satt best að segja.” sagði hann vandræðalegur en brosti út um annað munnvikið.
Þau horfðust í augu á hvort öðru en James leit undan eftir smá stund.
“Mér langaði að gefa þér þetta” sagði hann eftir stutta þögn og rétti henni hjartalaga konfektkassann. og Lily sá ekki betur en hann roðnaði.
Lily tók við kassanum og brosti feimnislega og ætlaði að tala en þá tók James fram í fyrir henni.
“Ég hef hagað mér eins og hálfviti, gangandi á eftir þér eins og sjálfsöruggur og montinn hani og bara gjörsamlega gengið allt of langt í að niðurlægja sumt fólk, bara til að láta þig veita mér athygli.” byrjaði hann einlægur. “Því vil ég biðjast afsökunar, bæði til þín fyrir að hafa böggað þig svona lengi og líka fyrir að hafa valdið öðrum óþarfa sársuka sem þú þekkir, til dæmis Hor…ég meina Severusi.”

Hugsanirnar þutu um allan huga Lilyar. Hún hafði ekki búist við að James myndi einnig biðjast afsökunar. James Potter!
Hann var alltaf svo sjálföruggur og þóttist aldrei sjá eftir neinu. Á hinn bóginn var hún svakalega hrifin af honum, af eitthverri óútskýranlegri ástæðu.
Hún leit upp, skínandi fagurgrænn mistillteinn með skærhvít ber hékk þar og beið, beið eftir sínu tækifæri til að plata unga sem aldna að láta til sín taka með kossum og keleríi. James leit á hana, hún sá að augu hennar vísuðu upp og leit einnig upp. Hann glotti þegar hann sá mistilteininn og horfði með glettnisaugum á hana. Lily endurgalt augnaráðið og án þess að hugsa sig um teygði hún sig á tærnar og kyssti hann.
Honum brá svo mikið að hann kyppti munninum frá hennar. Lily leit niður fyrir sig, skelfingu lostinn af skömm. Hann tók um höku hennar með fingurgómunum og lyfti henni upp svo hún gat ekki annað en horft í augu hans. Og áður en hún vissi af var hann komin með munninn upp að hennar. Þau stóðu í litla útskotinu í faðmlögum og kossum í marga daga fannst þeim, þau voru hvorki með tímaskyn né neitt annað um að hugsa. Þau voru gleymd, alein í algjörri paradís, jólaparadís.
Skyndilega hvíslaði James, með höfuðið hvílandi að höfði Lilyar. “ Hvers vegna núna?” Lily glotti með sjálfri sér og hvíslaði á móti “Ætli það séu ekki töfrar jólanna?”

————————————–
Soldið langt en já….=D endilega koma með gangrýni, gerir ekkert annað en að bæta mig =D

Gleðilegt nýtt ár!
Kv Kylja