Tonna Tungu Karamellur Tonna Tungu Karamellur bara fyrir þig, ég lofa þér þó að það er búið að fjarlægja alla galdra úr uppskriftinni til þess að tungurnar í ykkur fari nú ekki að blása upp.

Innihald:

2 bollar sykur
8 matskeiðar af smjöri
1/2 teskeið vanilludropar
1½ bolli af vatni
Til viðbótar þarf svo líka sykur hitamæli


Leiðbeiningar:

Skref 1: blandið öllu saman í meðalstóra pönnu og látið það bráðna á meðal hita þangað til að sykurinn er alveg bráðnaður.

Skref 2: Án þess að hræra, látið blönduna sjóða þangað til að hún nær 140°celsíus á sykur hitamælinum.

Skref 3: Hellið blöndunni í pönnu sem búið er að smyrja og látið hana kólna og leifið henni að kólna þangað til að hún verður þétt.

Skref 4: Skerið yfirborðið í litla ferninga með beittum hníf, en ekki skera alveg á botninn.

Skref 5: Þegar að þetta er búið að kólna, brjótið þá í litla kubba (Þetta ætti að vera auðveldara ef að karamellan er skorin alveg á botninn).

Skref 6: Njótið! Gerir 115 Grömm af karamellu, og svo má auðvitað ekki gleyma að hafa jólasveinahúfurnar á sér á meðan að þið eldið.