sýrópskökur og Butterbeer Butterbeer! Hann hitar þig upp OG bragðast frábærlega. Núna hægt að taka með frá þremur kústum.

Innihald:

1 Bolli (236,5 ml) sódavatn eða sódavatn með vanillu bragði
½ Bolli (118 ml) sýróp(eða ís sósa)
½ matskeið smjör


Leiðbeiningar:

Skref 1: Mældu sýrópið og smjörið í 2 glös (473 ml). Setjið í örbylgjuofn á fullum krafti í 1 til 1½ mínútur, eða þangað til að sýrópið verður freiðandi og smjörið er alveg fallið saman.

Skref 2: hrærið og kælið í 30 sekúndur, svo blanda hægt og rólega við sódavatnið. blandan mun freiða pínulítið.

Skref 3: Bera fram í 2 könnum eða litlum glösum; fullkomlega heitur og góður Hogwarts drykkur fyrir tvo!


Sýrópskökur er sælgæti að hætti Frú Weasley eða tann-brjótari frá Hagrid. Vertu viss um að þitt verði ekki of hart.

Innihald:

1/2 Bolli léttur rjómi eða þeytt mjólk
3/4 Bolli af vel innpökkuðum brúnum sykri
1/4 Teskeið salt
118 ml af ósykurbættu súkkulaði
2 matskeiðar ósaltað smjör
1/3 bolli sýróp


Leiðbeiningar:

Skref 1: Blandið rjómanum, brúna sykurnum og saltinu saman í stóra skál.

Skref 2: Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í pott. Fjarlægið frá hita og bætið við sýrópinu.

Skref 3: Setjið súkkulaði blönduna og rjóma blönduna saman. Hellið blöndunni á pönnu og leyfið henni að kólna.

Skref 4: Skerið í ferninga eftir að blandan er kólnuð og borðið. Njótið!