Pumpkin Juice |  Graskerssafi Ég fann þetta á http://mugglenet.com , þetta er uppskrift að Graskerssafa, sem er notaður í margar veislur og fögnuð í Hogwarts :D

Hér kemur uppskriftin

Innihald:

2 bollar af graskeri, skorið í stóra bita
2 bollar af eplasafa
1/2 bolli af ananassafa
1 teskeið af hunangi ( meira eða minna, eftir óskum)
Kanill, engifer, Nutmeg og/eða Allspice (allar tegundir, fyrir bragð) (fann ekki seiasta í orðabók.)

Leiðbeiningar

Skref 1: náið safanum úr graskerinu.

Skref 2: hellið graskerssafanum, eplasafanum og ananassafanum í blandara.

Skref 3: bættu við hunangi (mæli með að þið byrjið með 1 teskeið því þið getið bætt meiru við síðar) í safana og blandið vel.

Skref 4: bættu við kryddunum (fyrir bragð). Það gæti þurft smá kunnáttu til að gera það rétt.

Skref 5: Kældu Graskerssafann eða bjóddu fram í klakaformi og njóttu!

Ég þýddi þetta úr ensku fyrir þá sem eru ekki mjög sleipir í enskunni.

Ef þessi uppskrift kemst áfram þá kanski þýði ég nokkrar aðrar.

Njótið.