Dudley Dursley hljóp eins hratt og sverir fætur hans gátu borið þungan skrokkinn niður mannlausa götuna. Það var byrjun ágúst og kvöldsólin logaði við sjóndeildarlínuna. Hann freistaðist til þess að líta aftur fyrir sig og sá aðeins ljósin frá ljósastaurunum í móðu og í um það bil 200 metra fjarðlægð sá hann tvær hettuklæddar verur á harðahlaupum. Hann snarstöðvaði. Verurnar voru ekki að hlaupa í átt að honum, heldur upp götuna.
Þar sem Harry hlaut að vera, hugsaði Dudley ráðþrota. Hann bjó sig undir að hlaupa upp götuna aftur þegar honum snerist hugur. Hvað gæti hann svosem gert? Harry hafði sjálfur sagt honum, að ef hann ætti í bardaga við galdramann, þá myndu hnefarnir aldeilis ekki hjálpa honum. Hann gekk upp að grinverki og settist niður á eina spýtuna.
“Hugsaðu!”, muldraði hann niður í bringuna og néri ennið í senn.
Eftir að Harry hafði komið frá galdraskólanum sínum hafði Dudley breyst. Ef til vill þroskast. Harry hafði dregið hann inn í kompu og útskýrt allt fyrir honum þar. Í margar klukkustundir hafði Dudley verið að spyrja Harry spjörunum út hver Bellatrix Lestrange væri og Cedric Diggory.
Cedric, það var nafnið sem Harry hafði verið að umla upp úr svefni í margar nætur á sumrinu sem hann var fyrir nánast tvemur árum. Ef hann aðeins hefði vitað betur, þá hefði hann ekki verið svona hrikalega ónærgetinn. Kannski ekki, hugsaði Dudley niðurdreginn. Hann andvarpaði. Allt var svo breytt. Það hafði tekið hann 17 ár að komast að því hvað líf hans var, þegar allt kom til alls, þvæla. Þegar Harry Potter sagði honum frá atvikum lífs síns uppgötvaði Dudley sér til skelfingar að allt sem hann hafði nokkurn tímann búið við var hrikalega mikil..? Hræsni. Hann fól andlitið í greipum sér. Tilfinningin sem flæddi um hann var raunverulegri en allt það sem hann hafði gert í lífinu. Sú tilfinning var skömm. Hann hafði niðurlægt, meitt og svelt Harry allt hans líf. Hann kunni ekkert annað.
Öskur bárust frá leikvellinum. Hann sá græn og rauð ljós fljúgandi í allar áttir. Bardagi hafði brotist út. Dudley reis á fætur og tók ákvörðun. Hann byrjaði að hlaupa í átt að leikvellinum. Hávaðinn og leiftrin færðust nær með hverju skrefi sem hann hljóp. Loks var hann kominn að blokkinni sem skyldi hannog hettuklæddu verurnar að. Harry var að skýla sér bak við rennibrautina og til allrar hamingju snéru óvinirnir baki í Dudley. Á þennan hátt gæti hann komið þeim á óvart og leitt athyglinni frá Harry. Hann hugsaði í flýti. Harry var að tapa. Þetta voru líklega dráparar eins og Harry hafði sagt honum; galdramennirnir sem gengu undir stjórn Voldemorts. Að minnsta kosti gat Dudley ekki séð annað en það eitt að Harry væri að hörfa. Hann leit niður á götuna í óðagoti. Hann þurfti bara eitthvað til þess að valda hiki á galdramennina og þá gæti Harry tilflust. Hann sá gríðarstóran stein liggjandi metersfjarlægð frá felustaðnum hans. Og án þess að hugsa flaug hann af stað í átt að steininum, tók hann upp og kastaði honum eins langt og hann gat. Fyrir kraftaverk lenti það á höfðinu á einum dráparanum. Harry var horfði forviða á þetta gerast og leit yfir til Dudley í stað dráparans. Á þreittu andlitinu skein bros. Svo hvarf hann.
Dudley faldi sig bak við blokkina. Tveir hvellir. Og þögn. Hann andvarpaði. Hans afskipti voru búin af Harry Potter. Hann myndi líklega aldrei sjá hann aftur. Það sem honum þótti sárnast var það að Harry myndi minnast hans alltaf sem feita, ofdekraða og heimska vandræðagemlingsins, sem reykti og eyðilagði allt sér til gamans, hann myndi minnast Dudleys Dursleys sem strákinn sem eitraði æsku hans. Ef hann gæti breytt þessu núna, þá myndi hann ekki hika. Dudley vaknaði frá vangaveltum sínum. Ef hann ætlaði að breyta lífi sínu þá var eins gott að byrja núna. Og það sem hann þurfti fyrst og fremst að gera var að losna við þessa anskotans fitu.
, og samt ekki.