“Hann er yndislegur Lupin!” skríkti Hermione með augun límd á Trevor sem lá steinsofandi í fangi Lupins.
“Takk Hermione, þín eru líka æðisleg,” sagði Lupin brosandi og horfði á tvíburana Lucy og Lucien rökræða um hvort Trevor væri líkari, við hlið móður sinnar.
Hermione brosti á móti en fór svo að reyna að stilla tvíburana af. “Svona, komið, ekki vekja litla barnið!”
”Hvernig gengur með kærastanum?” glotti Lupin.
“Bara æðislega vel, en hann og ég erum mikið vinnandi en það fer að hægjast niður um jólin…alltaf mest að gera á sumrin hjá okkur báðum, því miður,” sagði Hermione með aðdáun. “Hann er algjör draumur í dós, er sem faðir krakkanna og hugsar um þau eins og sín eigin, segir mér allt og leyfir mér að segja allar skoðanir mínar þrátt fyrir hve leiðinlegar þær eru, og hann segir ekki neitt nema, já elskan, ég er alveg sammála þér!”
Hún sagði þetta með þvílíkri aðdáun að Lupin komst ekki hjá því að skella upp úr.
”Þá hlýtur hann að vera góður fengur, að nenna hlusta á það, meira að segja ég hef varla þolinmæði í það lengur”, sagði hann hlæjandi. “Já, það getur verið frekar leiðinlegt stundum, verð ég að viðurkenna, sérstaklega áttaði ég mig á því, eftir að ég þurfti að sæta heila yfirheyrslu um muninn á muggaskóla og galdraskóla hjá Lucy. Hvað muggaskóli væri lítið spennandi miðað við galdraskóla og afhverju væri ekki hleypt inn ungum og gáfuðum nornum eins og hún er, segir hún”
Lupin gat ekki haldið aftur hlátrinum. Lucy virtist ætla verða nákvæmlega eins og móðir sín.
”Allavega finnst mér gott að hún verði svona, hún á sko eftir að ná langt með sínar skoðanir!” sagði Hermione með glott á vör og gaut augunum á Lucy sem var nú byrjuð að leggja áherslu á orð sín með því að pota fingri í brjóstkassa bróður síns.
”En hvar er hann?” spurði Lupin allt í einu. “Hann Albert? Heitir hann það ekki?”
”Jú, Hann heitir Albert Westmore en hann komst ekki núna þar sem hann þurfti að sæta yfirheyrslu sem einkaritari fyrir Balian.”
Lupin stóð sem spurningarmerki. “Balian, Balian Burby, Galdramálaráðherra!” sagði hún hneyksluð. “Ég vissi ekkert að hann héti Balian,” sagði Lupin forviða. “Ég vissi bara eitthvað Burby.”
”Ég kalla hann nú alltaf bara Balian, enda vill hann láta kalla sig það af sínum nánustu starfsmönnum, hann er mjög fínn náungi,” sagði hún roggin. “Þarf samt mjög oft að leita til mín um ráð sem er bara æðislegt!”
Hermione leit á tvíburana sem voru byrjuð að hóta hvort öðru með steinum. “Oohh….krakkar! Ekki láta svona! Nei, Lucy, ekki slá bróður þinn!” sagði hún þegar hún hljóp af stað að stoppa þetta.
Lupin brosti með sjálfum sér og settist í stórann hægindastól sem fluttur hafði verið út á verönd. Ginny hafði gert allt tilbúið daginn eftir og fært, liggur við, alla búslóðina út á verönd. Þar voru mörg borð sem svignuðu undan kræsingum og margir stólar og borð voru út á víð og dreif. Fólk fann sér einfaldlega stað og ferðaðist á milli.
Gamlar sem nýjir vinir voru allir samankomnir og Lupin var hæstánægður þótt það vottaði fyrir svolítilli feimni.
Harry gekk ánægður á milli borða heilsandi öllum og fylgdist með Lily eltandi tvíburana út um allt, en þrátt fyrir litla gönguhæfni, þá var Lily ekki á þeim nótunum að gefast upp, þrátt fyrir að detta í öðru hvoru skrefi á mjúku grasinu.
“Harry!”
Harry snéri sér við og kom þá auga á Ronald Weasly, æskuvin sinn, veifa til hans. Hann brosti glaður og gekk ákveðið á móti honum. “Ron Weasly, það var nú kominn tími til að sjá þig hérna!” sagði hann og tók utan um vin sinn.
“Sömuleiðis Harry!”
“Má ég kynna þig fyrir vinkonu minni, henni Aliciu,” sagði Ron hæstánægður og athygli Harrys beindist að gullfallegri konu sem stóð rétt fyrir aftan Ron. Hún var dökkhærð, há og grönn, í stuttu pilsi og bleikum bol. “Sæll,” sagði hún feimnislega en gekk að Harry og tók í hönd hans. “Sæl Alicia,” sagði Harry hressilega. “Gleður mig að kynnast þér.”
Í því kom Ginny raulandi og rak augun í Ron. “Ronald!” hrópaði hún upp yfir sig og henti sér í fangið á bróður sínum. “ Hæ litla systir,” sagði Ron glettnislega en kom þá auga á stóru bumbuna á Ginny.
“Ginevra Molly Weasly!” sagði hann hátt. “Ætlar þú bara aldrei að hætta að fjölga þér?” Ginny glotti.
“Ég stend mig þó betur en þú!” sagði hún hlæjandi..
“Hver er þessi dama?” spurði hún þegar hún sá Aliciu standa við hlið Rons og virtist vilja sökkva ofan í jörðina. “Alicia, þetta er Ginny systir mín og Ginny, þetta er Alicia, vinkona mín,” sagði hann og virtist roðna þótt það sæist ekki vel í gegnum allar freknurnar. Hann þoldi ekki að segja Ginny frá þessum málum.
“Við kynntumst fyrir ári í Búlgaríu. Hún var að fjalla um drekaunga sem komu tveir í eggi og tók viðtal við mig fyrir Spámannstíðindi.” Hann horfði ástúðlega í augun á Aliciu sem endurgalt augnaráðið.
“Yndislegt!” gall í Ginny og truflaði andartakið hjá Ron og Aliciu.
“Setjisti og fáið ykkur að borða,” sagði Ginny brosandi og vísaði þeim á tvo stóla við hlið Mollyar og Arthurs.
Molly var í miðjum klíðum að tala við Lupin um barneignir og barnauppeldi og Arthur talaði við Hermione sem sat á móti honum og rabbaði um gengi Galdramálaráðuneytisins. Ron fékk svipuð viðbrögð hjá Hermione og móður sinni og hann fékk hjá Ginny og þurfti að kynna Aliciu og segja alla sólarsöguna um kynni þeirra.
Molly var nú þegar byrjuð að plana brúðkaupið hjá Ron og Aliciu en Aliciu virtist vera frekar skemmt þar sem Molly var vel komin í glas og geystust út ýktar sögur um bernsku Rons, sem vildi mest af öllu verða ósýnilegur.
Og auðvitað létu Reglumeðlimir sig ekki vanta. Tonks kom ásamt Mundungusi Fletcer og einnig Skröggi Illaauga en hann var einnig búin að missa vinstri hendina í bardaganum við Voldemort sem hafði átt sér stað á sjöunda ári Harrys. Harry hafði farið í Hogwarts að beiðni Lupins og lært enn meira um álög og galdra. Svo þegar koma að bardaganum virtist allt stefna í það að hið góða myndi vinna. En þá flúði Voldemort ásamt nokkrum drápurum og höfðu skyggnar verið að reyna finna hann í rétt rúm 5 ár.
Þegar Lupin kom auga á Tonks standandi ásamt vinahóp fékk hann tár í augun. Hún hafði alltaf viljað hann og hann hana. En enn einu sinni hafði hann haldið henni frá sér út af varúlfavandamálinu. Honum þótti of vænt um hana til að eiga það í hættu að meiða hana. Alltaf hafði hann nú samt saknað hennar í vöku og svefni.
Hann sá hana þarna gullfallega með sítt svart hár að þessu sinni sem gerði það að verkum að skínandi blá augu hennar blikuðu í daufri birtunni. Honum til mikillar gremju leit hún ákkúrat á hann þegar hann horfði í falleg augu hennar, augu þeirra mættust í smá stund en fyrir þau virtust það vera heil eilífð og hann fann til léttis þar sem augu hennar sýndu enga reiði né vonsvikni heldur ást sem hún átti erfitt með að leyna. Svo sleit hún augnsambandinu þegar Skröggur þreif hana áfram í leit að stólum.
Það leið vel á kvöldið og allir virtust skemmta sér vel fyrir utan nokkur óhöpp m.a. að tvíburarnir hennar Hermione náðu sprotanum hennar og fóru að kasta lítils háttar álögum á viðstadda, þrátt fyrir að vera ekki eldri en 6 ára.
”Halló!” heyra allir í mér?” byrjaði hann en gafst fljótt upp á því og beindi því sprotanum að hálsi sér og muldraði “Sonorus!” og rödd hans hljómaði ógurlega hátt um alla veröndina og jafnvel enn lengra.
”Góðann daginn öllsömul!” sagði hann taugaóstyrkur en samt ákveðið.
”Ég vill bara þakka öllum fyrir að koma hingað í kvöld til fagnaðar Remusar Lupins og Trevors Lupins!” Hann brosti til Lupin og gestirnir litu á feðgana og öllum að óvörum stóð Tonks upp, lyfti glasi með botnfylli af rauðvíni og sagði hátt en freakar þvoglumælt “Skál fyrir brúð- híík… nei, ég meina feðgunum!” Og eftir fylgdi hátt “Skál!” frá öllum viðstöddum og Tonks datt aftur í stólinn og fór að muldra við glasið.
Harry brosti til Tonks sem enn var í fullum klíðum að segja glasinu brandara og hélt áfram. “Eins og ég sagði áðan er þessi veisla ætluð Lupin feðgunum og ég vona að sem flestir hafi skemmt sér vel í kvöld. Eiginlega er það eina sem ég vill segja eru: Til hamingju Remus með soninn!”
”Takk” las Harry af vörum Lupins.
Eftir það sem leið meira á kvöldið varð æ meiri stemning og var dansað, sungið og drukkið!
Krakkarnir voru settir í háttinn og þegar Lucy fannst ekki var sett í gang heljarins leit sem ekki fleiri en 5 tóku þátt í vegna lélegrar gönguhæfni. Svo fannst hún sofandi í grasinu hjá grillinu þar sem hún hafði hniprað sig saman til að halda á sér hita, hún hafði þver neitað að fara inn vegna kulda.
Þegar flestir gestirnir voru farnir nema Ron, Alicia og Hermione og krakkarnir var Harry orðin alvarlega þreyttur. Hermione ætlaði að gista vegna þess að hún vildi ekki vekja krakkana og Ron og Alicia þurftu að gista þar sem þau voru nýkomin frá Rúmeníu og ekki enn búin að finna sér samastað.
Upp úr kl 4 fóru allir að tía sig upp í bólið sem var mjög freistandi fyrir Harry sem sofnaði næstum á ganginum. Hann henti sér í rúmið og sofnaði eins og hendi væri veifað, fullklæddur og sæll.