Fyrsta vikan sem fjórða árs nemi hafði ekki verið svo slæm, fyrir utan tímana í vörnum gegn myrku öflunum.
Marcus Comber þagði allan tímann meðan hann lét krakkana gera ritgerðir um umræðuefnið sem var fyrir þann tíma. Það var hræðilegt, svo sat hann bara og starði illkvittnislega á krakkana sem neyddust til að skrifa og skrifa.
En það undarlega var að hann hafði ekki einu sinni litið í áttina að Natalie, henni til lukku. Natalie var viss um að það var eitthvað gruggugt við Marcus en hún vildi ekki koma sér í einhver vandræði þannig hún lét það vera.
*
Þennan mánudags morgun vaknaði Natalie á réttum tíma. Hún hafði sofið yfir sig næstum alla vikuna. Natalie fannst undarlegt að sjá Ashley ennþá upp í rúmi. Hún hafði vaknað klukkan sex alla morgna til að gera sig tilbúna, annað en Natalie.
Fyrst að allir í vistinni hennar voru sofandi þá ákvað Natalie að fara aðeins niður í setustofu og hlýja sér fyrir framan eldinn. Þegar hún kom niður þá var ískalt því að það voru aðeins smá neistar í eldinum. Hún fékk gæsahúð útaf kuldanum flýtti sér að eldstæðinu og lét annan viðarkubb á eldinn. Natalie settist svo í einn hægindastólinn fyrir framann eldinn og fór að skoða hálsmenið.
Það hafði verið skrítið að hafa það síðustu vikuna. Það gerðist nokkrum sinnum að hún fann fyrir einhverju eins og neista í hálsmeninu. Eins og að þegar hún horfði á það þá væru einhverjir töfrar inní því, því að það glampaði svo undarlega.
Natalie hrökk við þegar Nathan, bróðir Ashley, settist í hægindastólinn við hliðina á henni. Hann virtist vera örþreittur þegar hann horfði áhugalaus á eldinn. Hann var ágætur vinur Natalie, en þau töluðu yfirleitt ekkert mikið saman. En þennan morgun virtist hann vera í skapi til að tala.
“Góðan daginn Natalie.” sagði hann frekar áhugalaus og geispaði svo.
“Já, hæ. Hvernig er fyrsta vikan sem umsjónarmaður búin að vera?” sagði Natalie og leit frá eldinum til að sjá viðbrögðin frá Nathan.
“Bara fín, en þessir fyrsta árs nemar eru svakalega pirrandi. Alltaf að gleyma inngansorðinu og það þarf að fylgja þeim allt, geta ekki ratað neitt sjálfir. Annars er þetta búin að vera skemmtileg vika. En hvernig gengur hjá þér Natalie, eftir allt sem er búið að gerast?” sagði Nathan varlega, greinilega hræddur um að Natalie væri ennþá brothædd fyrir þessu umræðuefni.
En Natalie var að ekki, síðustu vikuna þá höfðu næstum allir spurt hana hvernig henni líði og hún gat ekki annað sagt en “Ég hef það fínt” við alla og grafið alvöru tilfinningar sínar niður. Hún gat ekki látið alla minna hana á þetta svona, hún varð bara að reyna að gera sem best úr því sem hún átti eftir. En það sem enginn vissi var að hún grét hljóðalaust á kvöldin eftir að allir voru sofnaðir og stundum langt fram á nóttu. Natalie þakkaði guði fyrir að hafa Ashley því að án hennir kæmist hún ekki í gengum daginn.
Þetta allt vildi hún segja en hún gróf það allt niður og sagði hljóðlega : “Ég hef það fínt.”
Nathan leit á hana eins og hann vildi segja henni að það væri allt í lagi að segja honum frá þessu öllu en hann leit bara aftur á eldinn og sagði ekkert.
*
Eftir að hafa sitið hljóðalaust með Nathan fyrir framan eldinn í smátíma þá fór Natalie upp í stúlknaálmuna. Allar hinar stelpurnar voru ennþá sofandi þannig Natalie fór bara upp í rúm og dró sængina fyrir höfuðið. Við þetta hringdi háværa klukkan hennar Ashley og hún skaust upp úr rúminu eins og hún hefði verið búin að vera vakandi síðasta hálftímann. Dreif sig í skólafötinn og gekk svo að rúminu hennar Natalie og settist á rúmgaflinn.
“Vakna, Natalie.” sagði Ashley og dró sængina frá höfðinu. Henni brá að sjá að Natalie var klædd.
“Hva, ertu búin að klæða þig og allt? Og ert svo bara undir sæng?” sagði Ashley undrandi og Natalie opnaði augun og leit á hana.
“Jáá,” sagði Natalie og geispaði. “Fór aðeins niður í setustofu áðan. Var bara að bíða eftir að þú vaknaðir svefnburka!” sagði Natalie stríðnislega og stóð upp úr rúminu.
“Það hlýtur að vera í fyrsta sinn, það er yfirleitt þú sem sefur fram eftir!” sagði Ashley kaldhæðnislega og gekk að speglinum og fór að greiða sítt ljóst hárið.
Úti var byrjað að birta og lítill fugl sat á grein og söng í tréi í skólagarðinum. Natalie tók eftir því að þessi skrítna tilfinning kom frá
hálsmeninu, eins og það væri einhver neisti inn í því. Hún tók það upp og starði á það. Ashley leit frá speglinum á Natalie og sá hálsmenið.
“Vá! Ótrúlega er þetta flott hálsmen! Hvar fékkstu það?” sagði Ashley og tók hálsmenið úr höndunum hennar Natalie og fór að skoða það. Natalie hafði falið það nokkuð vel síðustu vikuna því að hún vildi ekki vekja upp óþarfa spurningar.
“Ööö, ég fékk það í afmælisgjöf frá mömmu og pabba.” sagði Natalie sem var svoldið undrandi á því að hún hafði logið að Ashley. Hún hafði bara á tilfinningunni að það væri eitthvað bogið við hálsmenið og vildi ekki fá óþarfa athygli. Hún lét hálsmenið undir peysuna eftir að Ashley hafði sleppt því.
“En ég hélt að þú hafðir fengið kúst frá mömmu þinni og pabba.” sagði Ashley undrandi og horfði í augun á Natalie.
Það var satt, Natalie hafði fengið notaðan Nimus 2000 kúst frá foreldrum sínum og Ted. Þessi hugsun vakti sársaukafullar minningar. Hún hafði verið búin að biðja um galdrakúst í marga mánuði. Þótt að hún væri ekkert góð að fljúga, þá henni langaði bara samt svo að læra það. Svo á morgni 12. júlí afmælisdeginum hennar þá hafði pabbi hennar komið heim úr vinnuni með Nimbus 2000, þótt að hann var notaður þá varð Natalie samt alveg svakalega ánægð. Pabbi hennar hafði svo farið út með henni á kústinum sínum og þau léku sér að fljúga meðan mamma hennar og Ted horfðu á. Það var yndislegt veður og Natalie vissi að hún myndi aldrei gleyma þessum degi. En hún vissi ekki þá að þetta myndi vera síðasti dagurinn sem þau voru hamingjusöm fjölskylda sem voru alltaf saman.
Því nokkrum dögum seinna þá fóru mamma hennar og pabbi að vinna meira og þau voru aldrei heima. Natalie sá um Ted allan daginn þangað til seint um kvöldið þegar foreldrar hennar komu loksinns heim. Þó að þau væru að vinna svona hræðilega mikið nú þegar þá fóru þau að koma heim um miðja nóttina og það endaði með því að Natalie og Ted þurftu alltaf að vera í pössun hjá systir mömmu þeirra Skye. Hún var mjög indæl kona, Natalie hafði meira að segja verið skírð í höfuðið á henni, Natalie Skye Logan. Nema hún notaði Skye nafnið aldrei, fæstir vissu að hún héti það. Svona var þetta í mánuð þangað til að þau voru myrt.
Natalie brotnaði niður við þetta skamma minningarbrot. Hún settist á rúmgaflinn og fór að gráta hljóðlega. Ashley brá þegar hún sá að Natalie var farin að gráta. Henni fannst svo undarlegt að hún hefðu varið að gráta útaf þessari spurningu.
“Natalie, hvað er að?” sagði Ashley og settist við hliðina á Natalie og tók utan um hana.
Natalie sagði ekki neitt í smástund, hún bara grét. En þegar hún var búin að jafna sig þá sagði hún: “Æ, þetta minnir mig bara á afmælisdaginn minn, þegar allt var gott”
Ashley horfði skilningsrík á hana og sagði ekkert. Við þetta vaknaði Chelsea og Miranda.
Sophia svaf ennþá vært og rótt þegar Natalie og Ashley fóru niður í morgunmat.
*
Skóladagurinn var lengi að líða, tvöfaldur töfradrykkjatími og líka tvöfaldur vörnum gengn myrku öflunum tími. Algjör martröð. Natalie þurfti að skrifa ritgerð um verndargaldra í þetta skiptið í vörnum gegn myrku öflunum og hún vissi ekkert um þá. En Ashley bjargaði henni með að senda henni miða um helstu verndargaldrana. Ashley var alltaf svo samviskusöm með námið. Las alltaf það sem var sett fyrir annað en Natalie. Það gerðist nokkrum sinnum að Natalie hafði lesið fyrir tíma.
Natalie og Ashley voru að ganga fegnar niður ganginn eftir síðasta tímann að stórasalnum þegar þær hittu Jessicu æðandi í hina áttina.
“Hæ stelpur” sagði Jessica og stoppaði fyrir framan þær. “Hey, prufurnar fyrir Quiddich liðið eru í næsta mánudag! Ég er að fara út á völl að æfa mig, viljið þið koma með?”
Ashley ætlaði í prufurnar og var svakalega spennt fyrir þeim, hún leit spurnar augum á Natalie sem kinkaði kolli til baka. Henni veitti ekki af að taka hugann frá fjölskyldu sinni hugsaði hún.
“Já! Það væri ekkert smá gaman, við komum eftir smá. Við ætlum þá að drífa okkur að sækja kústana.” sagði Ashley og brosti spennt til systur sinnar.
“Flott, hitti ykkur þar.” sagði Jessica og hélt áfram sinni leið út á Quiddichvöllinn.
Natalie og Ashley drifu sig upp í heimavist og sóttu kústana. Þær voru komnar niður á völl eftir tíu mínútur. Natalie sýndi Ashley stolt kústinn sinn og hún samglaðst henni þó að hún ætti sjálf nýjan Þrumufleyg.
*
Jessica var á flugi með trombluna og var að kasta henni í gegnum miðjuhringinn þegar hún tók eftir að Natalie og Ashley væru komnar.
“Hæ stelpur! Drífið ykkur upp á kústana, Ashley ætlaðir þú ekki í prufu fyrir gæslumann?” kallaði Jessica og benti þeim að koma upp til hennar.
“Ehh, jú” sagði Ashley þegar hún var kominn upp í loftið.
“Okey, flott. En Natalie getur þú ekki bara spilað sem sóknarmaður eins og ég?” spurði Jessica.
“Jú, jú er best sem sóknarmaður” sagði Natalie spennt, henni fannst alltaf svo gaman að spila Quiddich en hún var ekki svo góð til að komast í
liðið.
“Við skulum þá byrja!” kallaði Jessica og kastaði tromblunni til Natalie.
Natalie byrjaði rólega að fljúga í átt að hringjunum með Jessicu á hælunum.
Natalie vissi að Jessica var að gera þetta auðvelt fyrir hana, en henni var sama og spilaði bara með því.
Það var ekki fyrr en Natalie hafði tekist að skora fimm sinnum þegar systurnar fóru að sýna keppnisskap. Jessica varð hraðari og stal alltaf tromblunni þegar Natalie kastaði henni í áttina að einum hringnum, Ashley fékk ekki einu sinni tækifæri til að verja markið áður en að Jessica var búin að grípa boltann. Ashley varð líka snarari í snúningum þegar tromblan nálgaðist hringina, en Natalie sá vel að Jessica var miklu reyndari og betri, þó að Ashley varði nokkrum sinnum skotin hennar.
Þær voru búnar að spila í klukkutíma settust þær móðar niður á völlinn og hentu kústunum í grasið.
“Ahh, þetta var gaman. Natalie þú stóðst þig vel!” sagði Jessica og leit brosandi á Natalie. “Þú þarft bara meiri æfingu, það er ekki meira.”
“Ehh, ég held nú ekki að ég eigi eftir að vera eins góðar og þið tvær en takk samt.” sagði Natalie og brosti til Jessicu.
“Natalie, ekki láta svona, mér finnst þú vera alveg ágæt.” Sagði Ashley og leit full af áhuga á hálsmenið hennar Natalie sem sem skein í sólinni.
“Jæja ég get ekki verið að hanga hérna með ykkur lengur, verð að fara að læra. Þessir kennarar eru alveg óðir með heimvinnu útaf M.U.G.G.unum. Bæ” sagði Jessica og hljóp á undan þeim að kastalanum meðan Natalie og Ashley stóðu upp og gengu í rólegheitunum.
“Heyrðu Nat, þú svaraðir mér aldrei í dag, þú veist með hálsmenið.”
sagði Ashley og reyndi að virðast áhugalaus.
“Þau gáfu mér það líka, gleymdi bara að segja þér frá því” sagði Natalie einfaldlega og brosti vandræðalega til Ashley.
Restin af göngunni að skólanum var frekar hljóðlát, það voru nokkrir sjöunda árs nemar að læra úti í góða veðrinu uppi við trén en fleiri voru ekki úti. Vatniðrennislétt og það var ekki einu sinni gola. Bara sól, það var samt ekki það
heitt, enda var kominn septemer.
“Ætli þetta sé ekki einn af síðustu sólardögunum. sagði Natalie til að fylla upp í óþægilegu þögnina.
“Jú, ætli það ekki. Eigum við ekki bara að njóta þess og koma að gera eitthvað hérna úti?” sagði Ashley og brosti.
“Já, já” sagði Natalie og þær sneru við og settust við tré sem enginn var við. Áður en þær settust þá fékk Natalie á tilfinninguna að einhver væri að fylgjast með þeim og hún leit upp að skólanum. En sá engann.
*
Marcus Comber leit niður á skólalóðina frá kennarastofunni á tvær stelpur sem sátu við stórt eikartré. “Ég mun finna það, ég mun finna það”
——
Hérna var 5.kaflinn, vildi ekki senda hann inn fyrr því að ég gat eiginlega ekkert skrifað í bandaríkjunum og vildi ekki senda inn þennan kafla þangað til að ég væri komin með góða byrjun á næsta. Allavega þá áætla ég mér að senda inn næsta kafla í endann á þessum mánuði, fyrr ef ég verð dugleg ;)
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."