4.kafli

Natalie gekk rólega inn í stóra salinn við hlið Ashley. Margir nemendur voru nú þegar komnir inn í salinn og fengið sér sæti við heimavistarborðið sitt. Salurinn var drungalegur eins og veðrið úti, en samt virtist hann bjartur útaf öllum hlæjandi krökkunum sem hlökkuðu til skólaársinns.

Natalie og Ashley gengu að Gryffindorborðinu. Fáir Gryffindornemar voru komnir en Jessica og Nathan sátu við annan enda langborðsins. Jessica benti þeim að koma og þær fengu sér sæti fyrir framan systkini Ashley.

Ashley var fljótt komin í hrókasamræður við systur sína um Quidditch. Þær voru báðar í Quidditchliði Gryffindor og Jessica var meira að segja fyrirliði. En samtal þeirra systra endaði skyndilega þegar Dumbledore skólameistari bað um hljóð.

“Kæru nemendur, núna erum við komin saman enn eitt árið..” byrjaði Dumbledore á sinni árlegu ræðu. Natalie var ekkert að fylgjast með, hún sat bara og horfði á Hendrikku hvíslast á við tvíburana og gjóta augum til hennar.

Natalie gleymdi sér algerlega og hrökk upp þegar allir fóru að klappa. Hún leit upp að kennaraborðinu og sá þar hvar Marcus Comber stóð og brosti stirðlega til nemendana.

Ashley pikkaði í Natalie. “Er þetta ekki maðurinn sem þú varst að segja mér frá í lestinni?” sagði Ashley undrandi.

“Jú, en hvað er hann að gera hér?” spurði Natalie og starði á þennan litla mjóa mann sem var að fá sér sæti.

“Dumbledore sagði að hann myndi kenna okkur í vörnum gegn myrku öflunum í vetur.” sagði Ashley undrandi og beið eftir viðbrögðum frá Natalie.

“En, en..” stamaði Natalie og starði vantrúa á Dumbledor sem endaði ræðuna sína og við þau orð hætti lófatakið. Áður en að Natalie vissi af hafði birst dýrindis nautasteik á disknum hennar. Hún tók upp hnífapörin og byrjaði á sama máta og hinir nemendurnir.

*

Natalie fannst máltíðin lengi að líða. Hún var uppfull af spurningum og vildi ekki láta trufla sig. Ashley reyndi mörgu sinnum að tala við hana en Natalie hélt bara áfram að stara á gulrótakökuna sem hafði verið næst á matseðlinum. Hún hafði ekki mikla matarlyst rótaði bara í hana með gafflinum.

Natalie hrökk upp þegar einhverju var kastað í hausinn á henni. Hún leit við og sá hvar Hendikka sat á Ravenclaw borðinu og flissaði með tvíburunum. Eftir flissið þá leit Hendrikka við og dró vísifingurinn lóðrétt eftir hálsinum. Natalie rúllaði augunum og leit aftur á gulrótakökuna sem allt í einu hvarf. Hún stóð upp og fylgdi Nathan og fyrsta árs nemunum upp í Gryffindorturninn.

*

Natalie vaknaði daginn eftir við öskur í Ashley. “Hvar er rauða peysan mín?”
Hún sat á gólfinu og rótaði í koffortinu sínu. Marglita flíkur lágu á gólfinu fyrir aftan hana og hún hélt áfram að kasta fötum í gólfið fyrir aftan sig. Þegar Natalie fékk buxur í andlitið þá loksinns leit hún upp á Ashley.

“Ég drep hana Jessicu ef hún hefur tekið hana. Natalie, fínt, hefurðu séð rauðu peysuna mína, sem ég fékk síðustu jól frá Michael?” spurði Ashley pirruð og gaf Natalie fljótt augnlit.

Natalie hristi höfuðið og lét sig falla niður í rúmið aftur.

Michael er kærastinn hennar Ashley. Hann er með henni í Quidditch liðinu og er með brúnt hár og blá augu. Natalie og Ashley höfðu báðar verið hrifnar af honum á þriðja árinu en endaði með því að Ashley hafði “fengið” hann. Natalie var alveg sama, eftir allt sem hafði gerst gat hún ekki trúað því að hún hafði verið í fýlu við Ashley í heilan mánuð út af einhverju svona rugli.

Tvíburasystir Michaels, Chelsea hraut í næsta rúmi við Natalie, hún var alveg eins og hann með þetta brúna hár og þessi bláu augu. Hún var ágæt vinkona þeirra Ashley og Natalie, en hún var ekki mikil félagsmanneskja. Hún vildi yfirleitt vera ein að læra eða einbeita sér að bók eftir einhvern frægan mugga.

Í þar næsta rúmi við Natalie svaf Miranda. Hún var svarthærð stelpa frá Spáni upprunalega. Hún var svakalega feimin, hún var yfirleitt alltaf með Chelsea en við hana var hún ekkert feimin við. Natalie hafði oft séð hana að hvísla einhverju að Chelsea á göngunum sem henni fannst vera alveg svakalega út úr karakter fyrir hana. En Natalie þekkti hana eiginlega ekkert sjálf þar sem hún hafði ekki skipt við hana orð einu sinni á þessum þremur árum sem hún hafði verið í Hogwartsskóla.

Það var líka ein önnur stelpa sem var með þeim í herbergi. Sophia, hún var lítil dökkhærð stelpa sem gat ekki hætt að blaðra! Það var allavega skoðun Natalie á henni. Sophia gat talað stanslaust ef maður sýndi henni áhuga á einhverju, eða einhverjum sem er betur sagt. Hún vissi allt um alla og sagði öllum allt um alla. Hún gat ekki hætt að slúðra, hún talaði jafnvel upp úr svefni um heitustu umræðurnar.

“Natalie, drullastu upp úr rúminu, við erum þegar orðnar seinar í morgunmat og þú ert ekki einu sinni klædd.” hrópaði Ashley sem var orðin alltof of stressuð. Hún var í skólabúningnum og búin að greiða hárið upp, sem var fullt af hárspreyi og spennum.

“Hvenær vaknaðir þú eiginlega” sagði Natalie letilega og rótaði í koffortinu sínu eftir fötum.

“Natalie, hvernig geturðu verið svona kærulaus, þetta er fjórða árið okkar og við verðum að vera til fyrirmyndar. Það er ekki eins og við séum á fyrsta ári lengur.” sagði Ashley sem hélt svo áfram að röfla í þessa áttina.

Eftir tíu mínútur var Natalie tilbúin, búin að greiða úr flókan í hárinu og komin í skólabúninginn.

*

Þegar stelpurnar tvær náðu loksinns niður í mogunmat voru flestir þegar komnir og nokkur sæti voru orðin auð.

Natalie var ný sest við borðið þegar rauðbrún ugla skaust að henni með lítinn krumpaðan böggul. Uglan henti honum ofan í morgunverðarskálina og flaug svo á braut. Ashley hafði greinilega brugðið við þetta því að hún var komin með appelsínudjús yfir svartan skólabúninginn.

“Ohh, FRÁBÆRT!” sagði Ashley pirruð sem tók upp servíettu sem lá á borðinu og byrjaði að þurrka appelsínudjúsinn úr peysunni sem virtist ætla að skilja eftir blett.

Natalie tók undrandi upp litla böggulinn, sem stóð á:

Natalie Skye Logan
Hogwartsskóli
2. september



Það tók enginn eftir að Natalie opnaði böggulinn því að krakkarnir voru of uppteknir við að fylgjast með Ashley sem var orðin brjáluð. Natalie sá að Sophia sem sat ská á móti þeim, var að hvíslast á við ljóshærða stelpu á 5.ári greinilega um Ashley því að þær gutu endalaust á hana augunum.

En lætin í kringum Natalie trufluðu hana ekki, því að það var eitthvað við böggulinn sem var svo kunnulegt. Hún opnaði hann og inní honum var lítið box sem hafði að geyma gullitað hálsmen sem var alsett rauðum rúbínum.

Natalie starði á hálsmenið agndofa. Rúbínarnir glitruðu í vel lýstum salnum. Natalie tók allt í einu eftir litlum pergamentsnepli sem lá við hliðiná krumpuðum pappírnum. Hún hélt enn fast í hálsmenið í annarri hendinni en tók upp miðann með hinni.
Aðeins ein setning hafði verið skrifuð á litla pergament bútann.

Ekki týnast í tímanum.


Natalie horfði undrandi á miðann, “Hvað á þetta að þýða?” hugsaði Natalie ráðvillt.

Allt í einu varð Natalie var við að hún var í miðjum morgunmat í sali fullum af krökkum. Hún flýtti sér að setja hálsmenið og pergamentsnepilinn í vasann og horfði svo í kringum sig. Enginn virtist vera að fylgjast með henni. Allir voru orðnir leiðir á pirringnum í Ashley og voru búnir að snúa sér að morgunmatnum sínum.

*

Að loknum morgunverð flýtti Natalie sér eins mikið og hún gat upp í heimavist með hálsmenið til að skoða það betur.
Það var með gulllitaðri keðju og í keðjunni hékk einskonar hringur gerður úr fimm litlum rauðum rúbínum.

Natalie gat ekki staðist við að láta það á sig, hún tók það upp og lét það um hálsinn og fór svo inn á bað til að líta í spegil. Það passaði henni fullkomlega, það var eins og hún hafði átt það alla ævi.

Þegar bankað var á dyrnar faldi Natalie hálsmenið fljótlega undir peysunni sinni svo aðeins væri hægt að sjá keðjuna.

“Halló? Er einhver þarna? OPNAÐU” þetta var Ashley, greinilega pirruð út af blettinum sem hafði myndast í peysuna hennar.

“Já, þetta er bara ég” kallaði Natalie til baka og tók úr lás.

Ashley stormaði inn, hún var búin að skipta um peysu en hélt á hinni peysunni í hendinni.

“Ohh, ég á aldrei eftir að ná þessu úr!” sagði Ashley sem var að reyna að ná blettinum úr með sápu og vatni.

“Þú ættir kannski bara að láta peysuna vera og láta húsálfana þrífa hana.” sagði Natalie við Ashley sem var farin að vera hún sjálf aftur.


“Já, ætli það ekki” sagði og Ashley og brosti stíðnislega. “Ég er bara svo stressuð fyrir fyrsta deginum”

Ashley henti peysunni í þvottakörfuna og setti höndina yfir axlirnar á Natalie. “Komum, ég fékk fyrir þig stundaskrá, tók eftir því að þú gleymdir henni. En drífum okkur, fyrsti dagurinn er framundan” sagði Ashley spennt og vinkonurnar drifu sig í fyrsta tímann sem
var spádómafræði.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."