3.kafli

Natalie gekk inn á Leka seiðpottin með Bellu í búrinu sínu í annari hendi og með hinni dró hún á eftir sér svart koffort með stöfunum NL.
Í fylgd með henni var sterkbyggður maður að nafni Jack sem hafði ekki mælt orð frá vörum.

Natalie gekk órólega í gegnum krána og stoppaði við múrsteinavegg í bakgarði kráarinnar. Jack sló létt í nokkra steina með sprotanum sínum og hélt svo inn í gegnum hlið sem birtist.
Skástræti blasti við Natalie, fólk að flýta sér að kaupa inn meðan sumir sátu rólega að lesa blaðið eða borða ís.
Natalie sá hvar Jack gekk hröðum skrefum að stóru hóteli nálægt hliðinu og með handbendingu bað hann hana að flýta sér.

Ráðherrasvítan á Hótel Skástræti var risastór. Hún var með tveimur snyrtingum og risastórri stofu og rúmi þar sem fjórar manneskjur myndu léttilega komast fyrir í. Jack hafði fengið herbergi nálægt henni og fór þangað hljóðalaust eftir að hafa borið koffortið hennar upp stigann.

*

Næstu tveir dagar voru lengi að líða þar sem Jack harðneytaði að leyfa Natalie að fara út á Skástæti og núna var 1. september runnin upp.

Jack kom inn í herbergið hennar þegar hún var að pakka niður þeim fáu bókum sem hún hafði tekið upp úr koffortinu.

“Ungfrú, ég þarf að skoða koffortið þitt áður en við förum af stað.” sagði Jack rámur, greinilega út af því að hann talaði aldrei.

“Varúðar ráðstafanir” sagði Jack þegar hann sá undrunar svipinn á Natalie.
Hann tók koffortið hennar inn í herbergið sitt og skildi Natalie eftir eina í stóra herberginu.

“Sá er ruglaður” sagði Natalie lágt við Bellu sem vældi vesældarlega í búrinu sínu, þar sem henni hafði ekki verið hleypt út síðustu daga.

Eftir stutta stund kom Jack aftur, og sýndi engin svipbrigði þegar hann benti henni að koma. Natalie tók Brandi og gekk á eftir honum niður tröppurnar sem leiddu þau niður í afgreiðsluna.

*

Bílferðin á King Cross lestarstöðina var þögul þar sem Jack sagði ekki orð né svaraði spurningum Natalie. Hún horfði út um gluggann og naut útsýnisins. Hún hafði ekki komið til London síðan að foreldrar hennar dóu. Henni leið ekki vel. Hvernig myndi það vera að fara í Hogwartsskóla aftur og vita að hún myndi ekki snúa heim til fjölskyldu sinna í enda ársinns. Það hafði verið hefð að þegar hún kom heim þá fóru þau öll í muggaskemmtigarð og svo út að borða. Natalie átti eftir að sakna þessara stunda.

Á þessu augnabliki keyrðu þau fyrir framan innganginn á lestarstöðinni. Jack stoppaði í skammtíma stæði og tók koffortið úr skottinu og gekk svo með Natalie að brautarpallinum. Fáir voru komir á stjá þar sem klukkan var aðeins hálf tíu. Jack fylgdi Natalie inn í tómu lestina og valdi klefa fyrir hana aftast í vagninum.

“Núna er ég farinn” var það eina sem Jack sagði eftir að hafa komið koffortinu hennar Natalie fyrir.

Natalie leit einmannlega út um gluggan og horfði á eftir Jack fara. Hún hafði ekki talað við neinn í langan tíma og var að springa af áhyggjum og hugsunum.
Hún var núna búin að missa alla fjölskyldu sína og var ein í heiminum. Átti engann að.

Næsti klukkutími leið rólega þar sem Natalie sat ein í klefanum. Loks klukkan hálf ellefu fóru nemendur að raða sér inn í lestina. Klefahurðir opnuðust og lokuðust, taugaveiklaðir fyrsta árs nemar kvöddu foreldra sína, grátandi foreldrar þeirra vinkuðu til baka, þessi sjón gerði Natalie sorgmædda. Nú var enginn til að vinka bless til, enginn sem myndi sakna hennar, hún var ein.

Natalie hrökk í kút þegar klefahurðinn var hrundið upp harkalega. Í dyrunum stóð hávaxin, svarthærð stelpa með kvikindislegt glott. Þetta var Hendrikka Grant, hún var vinsæl og naut þess að pína Natalie.

“Hæ, Nata skata” sagði Hendrikka illkvittnislega. “Frétti að foreldrar þínir hafa dáið, ætli þau hafi ekki bara drepið sig fyrir að þurfa vera hjá þér alla daga.”
Hún og brúnhærðar tvíburasystur sem voru með henni skellihlógu.

Natalie stóð reiðilega upp og sveiflaði hnefanum að andliti Hendrikku. Hún datt undrandi á gólfið við höggið en stóð jafn fljótt aftur upp. Hún dró upp sprotan sinn og beindi honum að Natalie. Brúnhærðu stelpurnar sem hétu Sarah og Sasha tóku líka upp sína sprota, flýttu sér fyrir aftan Hendrikku og biðu eftir hverju hún gerði næst.

“Svo þú heldur virkilega að þú getir komist upp með að kýla mig, munaðarleysingi!” hreytti Hendikka út úr sér en þegar hún ætlaði að kasta bölvun á Natalie þá kom Ashley henni til bjargar.

“Expelliarmus” kallaði Ashley og sprotinn skaust úr hendi Hendrikku.

“Hvað þykist þú vera að gera?” sagði Ashley reiðilega og gekk til Natalie. Natalie gat ekki lýst því hvað hún var fegin að sjá Ashley. Hún hafði saknað hennar svo mikið, það var eins og hún væri hennar eina alvöru fjölskylda núna.

“Hvað sýnist þér, þessi vesalingur hún vinkona þín þykist geta ráðskast með mig en það mun aldrei gerast” sagði Hendrikka reiðilega og þreif sprotann sinn af gólfinu.

“Vilt þú kannski líka fá að finna fyrir því?” sagði Hendrikka og beindi nú sprotanum að Ashley. Ashley haggaðist ekki. Hún var ekki hrædd við Hendrikku og hafði aldrei verið það.

“Expelliarmus” heyrðist kallað í annað skiptið. Nathan Trail, bróðir Ashley birtist fyrir aftan Hendrikku. Það skein í glansandi umsjónarmannsmerkið á skikkjunni hans þegar hann beindi sprotanum að Hendrikku.

“Ekki einu sinni komin til Hogwartsskóla og byrjuð með stæla. Ég skal sjá til þess að þú fáir eftirsetu þegar ég kem til skólans.” sagði Nathan og Hendrikka og klónin hennar flýttu sér í burtu.

Nathan var á fimmta ári og nýorðin umsjónarmaður. Hann var með ljóst stutt hár eins og systir sín og það leyndi sér ekki að þau tvö væru systkini.

Hann leit vonsvikinn á Ashley og sagði: “Ekki einu sinni komin í Hogwarts skóla og þegar komin í vandræði”

“Æji, fyrirgefðu en hún var með einhverja stæla og allt í einu tók hún upp sprotann og ætlaði að kasta bölvun á mig” sagði Ashley sakleysislega og Natalie sendi henni þakklátt augnaráð.

“Jæja, ég get víst ekki gert neitt í því” sagði Nathan og kýldi létt í öxlina á systur sinni og brosti. “En þú verður að lofa mér að þetta gerist ekki aftur.”

“Já, já” sagði Ashley og þóttist skammast sín.

“En er allt í lagi með þig Natalie?” sagði Nathan varlega og leit á Natalie. Natalie kinkaði létt kolli. Hann kastaði svo kveðju á þær og hélt leið sinni áfram um lestarvagninn.

“Hvað var í gangi?” sagði Ashley við Natalie þegar þær voru sestar inn í tómann klefann.

Úti var dimmt og það var hellidemba. Natalie leit á Ashley og sagði: “Hún var að segja að foreldra mínir hafi drepið sig útaf mér”

“Æj, hvað mér finnst leiðinlegt að þetta þurfti að gerast, og svo gerir hún Hendrikka illt verra. Hún skal sko fá að finna fyrir því!” sagði Ashley uppörvandi. Hún tók utan um Natalie sem hágrét, eins og veðrið úti.

*

Natalie grét restina af lestarferðinni á meðan að hún sagði Ashley frá öllu sem hafði gerst í lífi hennar. Hún sagði henni frá Charlie og Mittu, draumunum undarlegu og óskiljandi ráðgátuna á bakvið Marcus Comber.
Ashley var svo skilningsrík og góð við Natalie að henni fannst eins og allt væri gott aftur en þegar lestinn stoppaði í Hogsmeade fór hún aftur í raunveruleikann.

Úti var ennþá grenjandi rigning og óveður. Hræddir fyrsta árs nemar fóru rennandi blautir í bátana meðan eldri nemendur fundu sér vagn.

Natalie tróð sér á milli nemenda á leið að lausum vagni. Hún var fegin að vera komin úr rigningunni þegar hún settist í tómann vagninn. Bella vældi og Natalie sleppti henni úr búrinu svo að hún gæti flogið upp í ugluhús.

Brátt komu Ashley, Nathan og Jessica inn í vagnin. Jessica var eldri systir Ashley sem var á komin á sjöunda ár, hún var, líkt og systkyni sín, með ljóst hár og brún augu.
Vagnin fór sjálfkrafa af stað þegar þau höfðu fengið sér sæti.

Natalie fann notalega tilfinningu þegar hún sá stóran og virðulegan kastalann framundan. Hún var komin í Hogwartskóla í fjórða skiptið.

——–
Hæ, takk fyrir fyrir allar skoðanirnar hjá hinum köflunum, en ég er að fara til Bandaríkjana í dag(9.júni) og kem ekki heim fyrr en í júlí. En ég verð með tölvu úti þannig ég ætla allavega að senda inn eitthvað meðan ég er úti.

Kveðja Violet
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."