Natalie sat í sófa ská á móti Charlie og strauk tár af vanga sínum. Hún virti manninn betur fyrir sér sem sat í sófa fyrir framan Charlie og Mittu. “Hver var þessi maður eiginlega?” hugsaði hún með sjálfri sér.
Natalie brá þegar hann leit til baka á hana. Brún augun sýndu enga samúð, heldur hatur. Hann var miðaldra og gráu hárin voru orðin fleiri en þau brúnu, hann var þvengmjór og nokkrum sentímetrum hærri en hún sjálf.
Natalie sleit augnsambandinu og leit á Charlie þar sem hann sat og hreyfði fæturnar órólega.
“Natalie mín,” byrjaði Charlie en það sást á honum að eitthvað skelfilegt hafði gerst og tár féll af vanga Natalie.
“Hann er dáinn er það ekki?” sagði Natalie lágt og horfði stíft á Charlie sem virtist vera að safna kjarki til að segja sannleikan. Undarlegi maðurinn var því miður fyrri til.
“Það er ekki svo einfalt” sagði hann og fékk sér konfektmola sem hafði legið í skál á borðstofuborðinu.
“Hvað meinarðu?” spurði Natalie og það kviknaði lítill vonarneisti í hjarta hennar.
“Hann er ekki beinlínis dáinn , en þú skalt ekki vera að gera þér upp von útaf því” sagði gamli maðurinn sem japlaði á konfekmolanum.
“Sál hans var sogin af vitsugu. Hann dó ekki, Hann er lifandi en getur ekki sýnt nein viðbrögð. Hann getur ekki tjáð sig, ekki heyrt hvað neinn er að segja, finnur ekki sársauka en líkaminn en er samt í fullkomnu ástandi nema að hann hefur enga sál.” Lauk gamli maðurinn sem var loksinns búin með konfektmolann.
Hann stóð upp og gerði sig tilbúinn fyrir brottför og var þegar kominn inn í eldstæðið þegar Charlie kallaði á eftir honum: “Hvert ertu að fara Marcus?”
“Heim, ég hef ekki fleiru að sinna hér” lauk hann og hvarf .
Natalie var ekki að meðtaka þessar upplýsingar, hún stóð upp og strunsaði inn í herbergið sitt þrátt fyrir mótmæli Charlies, settist á rúmið og fól höfuðið í höndum sér.
*
Natalie grét stanslaust næsta klukkutímann þangað til bankað var á hurðina.
“Charlie ert þetta þú?” kallaði hún til baka. Hún hafði verið að bíða eftir að hann kæmi en henni til undrunnar kallaði skræk álfarödd til baka.
“Nei þetta er Mikkí. Ég á að taka til” sagði hún og hélt bankinu áfram.
Natalie stóð upp vonbrigðin helltust yfir hana. Hún opnaði hurðina fyrir álfinum og fór fram á ganginn langa. Leið hennar lá að skrifstofunni hans Charlies.
Hún var reyndar á leiðinni á alvöru skrifstofu Charlies, hann átti tvær. Eina sem flestir vissu af þar sem hann fékk einstöku sinnum heimsókn frá valdamiklum mönnum frá ráðuneytinu. Svo eina sem hann hélt alveg leyndri. Eina nóttina eftir að hafa fengið martröð hafði Natalie gengið framhjá og séð Charlie koma út úr málverkinu og hann útskýrði allt fyrir henni.
Natalie gekk að svefnherberginu hans Charlies og Mittu og stoppaði þar fyrir framan málverk sem stóð beint á móti dyrunum að herberginu. Þetta var málverk af læstum lykil í skráargati. Natalie tók að nudda fingrinum eftir lyklinum og þá snerist lykillinn í skráargatinu og málverkið opnaðist. Fyrir innan dyrnar voru tröppur niður að dyrum sem voru opnar í augnablikinu.
Þegar Natalie gekk inn í skrifstofuna sá hún Charlie sem sat við skrifborðið sitt að stara á fullan kaffibolla eins og hann hefði séð draug. Hann tók ekki eftir Natalie og hélt áfram að stara á bollan þó að hún hefði sest við borðið.
Loks leit hann upp og sami sorgarsvipurinn var á andliti hans.
“Natalie, ég veit að þú vilt svör en,” sagði Charlie hikandi.
“Hver gerði Ted þetta? Og hvað meinti maðurinn með því að hann sé ekki dáinn?” sagði Natalie og hunsaði fyrri orð Charlies.
“Sko, það var vitsuga sem gerði honum þetta og við getum ekkert gert til að finna út hver sendi hana eða hvernig hún komst inn.” byrjaði Charlie.
“Hvað er vitsuga?” sagði Natalie áttavilt. Þó að gamli maðurinn hefði útskýrt fyrir henni hvernig ástand Teds væri þá skildi hún samt ekki hvernig lifandi manneskja gæti gert svona.
Charlie bunaði út úr sér allt sem hann vissi um vitsugur á meðan hann fékk sér fysta sopann af kaffinu.
“En hvernig komst vitsuga hingað alla leið frá Azkaban þar sem þetta á að vera eitt öruggasta hús í Bretlandi!” sagði Natalie og skelfingin tók stjórn á henni.
“Jú það á að vera það.” sagði Charlie með sömu tilbreytingalausu röddinni og áður.
“Marcus Comber sem var hérna áðan er yfirmaður skyggnadeildarinnar í Galdramála ráðuneytinu, hann lét sína bestu menn rannsaka málið og hann segir að eina leiðin sem vitsuga hefði komist hingað inn að einhver hefði hleypt henni inn í húsið” sagði Charlie alvarlegur og sorgarsvipurinn var að dofna.
En Natalie tók ekki eftir, því að þegar nafnið Marcus Comber var nefnt fór heilinn hennar á stað.
“Marcus Comber” sagði Natalie við sjálfa sig frekar en Charlie. “Hvar hef ég heyrt þetta nafn áður”
Charlie tók því að Natalie væri að tala við hann og hélt áfram:
“Nú, hann er valdamikill maður sem vinnur hjá galdramálaráðuneytinu. Þú hefur líklega lesið um hann í Spámannstíðindum” sagði Charlie undrandi og horfði dálitla stund á Natalie sem virtist vera dáleidd.
Honum brá þegar Natalie endaði skyndilega samræður þeirra og fór inn í herbergið sitt.
*
Hún vissi að hún hefði heyrt þetta nafn áður, en hvað sem hún reyndi að grafa í minningar sínar þá gat hún ekki munað hvar hún hefði heyrt nafnið.
Það var farið að dimma, enda sólin að setjast. Natalie fann hvað hún var orðin svöng og þreytt, hún hafði verið svo djúpt sokkin í hugsanir sínar að hún hafði ekki tekið eftir því.
Þessa nótt svaf hún órólega því að óþægileg tilfinning sagði henni að eitthvað væri ekki með feldu.
*
Næsta dag vaknaði Natalie snemma og fór upp í ugluhús.
Ugluhúsið var staðsett upp í turni svo hún þurfti að klifra upp langar tröppur. Þegar hún gekk inn í turninn flaug virðuleg turnugla til hennar og rétti henni bréf.
Hún reif það upp og í því var upplýsingar um fjórða árið hennar í Hogwartsskóla.
Natalie átti fáa vini í Hogwartsskóla fyrir utan bestu vinkonu hennar Ashley. Ashley og Natalie höfðu verið bestu vinkonur alla sína skólagöngu í Hogwarts. Ashley var
hávaxin með ljóst hár, brún augu og var frábær vinkona.
Natalie gekk lengra inn í ulguhúsið þangað til hún var alveg komin á enda ulgustandsinns. Þar sat snjóhvít ugla sem hrökk upp úr værum svefni þegar Natalie klappaði henni á kollinn. Bella var uglan hennar, hún hafði fengið hana þegar hún fékk inngöngu í Hogwarts.
Bella var glöð að sjá hana því að Natalie hafði ekki komið og heimsókt hana síðan hún flutti og flaug spennt í hringi í kringum Natalie.
Natalie lét Brandi aftur á uglustandinn og fór niður löngu tröppurnar. Þegar hún kom á ganginn þá heyrði hún raddir. Þær komu frá stofunni. Hún gekk hægum skrefum að stofunni og heyrði pirraða rödd Mittu og annars manns.
Þegar hún leit fyrir hornið þá sá hún hvar Mitta stóð fyrir framan eldstæðið og talaði í hálfum hljóðum við mann í eldinum.
“Fannstu það?” sagði Mitta spennt.
“Nei, en við þurfum að finna það áður en stelpan fer til Hogwartsskóla” sagði maðurinn í eldinum kuldalega. “Það var nógu erftitt að fá vitsuguna og síðan allt erfiðið fyrir ekkert. Hefur þú fundið eitthvað?”
“Nei herra, en ég bað húsálfinn okkar að leita í herbergi stelpunnar svona til öryggis, en hann fann ekkert” sagði Mitta.
“Þú ert alveg gangslaus, ég verð víst að gera þetta sjálfur.” hreytti maðurinn út úr sér og skyldilega hvarf.
Mittu virtist brugðið og gekk af stað í áttina að Natalie. Natalie tók á rás í burtu. Hún náði rétt að komast inn í herbergið sitt áður en Mitta gekk fyrir hornið.
Natalie leið undarlega. Milljón spurningar spruttu upp í kollinum á henni og hún gat ekki greitt úr þeim. En mikilvægasta spurningin var: Hver var þessi maður og að hverju var hann að leita að. Allar hugsanir hurfu þegar hurðinni var lukið upp.
Mitta stóð í dyrunum og horfð á Natalie.
“Ertu búin að fá bréfið frá Hogwarts?” sagði hún og starði kuldalega á Natalie.
“Já, það kom í morgun” sagði Natalie og rétti henni innkaupalistann sem áður hafði legið á náttborðinu.
“Gott, þú færð bækurnar fljótlega.” sagði Mitta og skellti hurðinni eftir sér.
*
Nokkrum dögum seinna kom Charlie til Natalie eftir að hafa forðast hana í þá fáu daga síðan að Ted dó.
“Skólinn byrjar eftir nokkra daga og ég ætla að senda þig á Skástræti þar sem þú gistir í ráðherrasvítunni á Hótel Skástæti þangað til að þú ferð í skólann. Maður að nafni Jack mun gæta þín” sagði Charlie og skaust út um dyrnar áður en Natalie gat sagt orð.
Natalie tók eftir því hvað Charlie hafði breyst síðan að Ted dó, hann var orðinn fjarlægur og brosti ekki eins mikið.
*
Seinna þennan sama dag sat Natalie í svörtum muggabíl, á leið til Skástrætis.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."