1.Kafli

“Komdu að sofa Marcha mín,” kallaði Darren Logan sem lá í mestu makindum upp í rúmi. Marcha gekk inn í herbergið með stóra bauga undir augunum.

“Já ég er komin,” sagði hún þreytulega. “Ég var að ljúka við að setja síðasta varnargaldurinn á húsið, hálsmenið ætti að vera óhætt hér.”

Hún settist á rúmgaflinn og fól höfuðið í höndum sér. “Ég er orðin bara svo hræðilega þreitt á öllu þessu. Við erum alla daga að vinna og við fáum ekkert að sjá börnin okkar þvi að þau eru alltaf í pössun á kvöldin”

“Svona, svona, þessu fer að ljúka fljótlega” sagði Darren uppörvandi.

Marcha leit á Darren og örvæntingin skein úr grænu augunum hennar. Darren brá við að sjá hvað Marcha var niðurbrotin. Það var óvenjulegt að hún brotnaði niður svona auðveldlega.

“Ég var að vona að hann væri búinn að gefast upp, en gærdagurinn sýndi að hann gefst ekki svo léttilega upp” sagði Marcha uppgjafartón og lagðist við hlið Darrens.

“Af hverju var ég svona heimsk að treysta Marcusi Comber fyrir leyndarmálinu um hálsmenið” sagði Marcha örvæntingafull.

“Elskan mín, allir gera mistök. Hann gefst upp á endanum. Við munum sjá til þess.” sagði Darren og reyndi enn að hressa upp á Mörchu.

Þau hrukku upp úr hugsunum sínum þegar þau heyrðu brothljóð.

“Ég skal athuga þetta, örugglega hundurinn úr næsta húsi að fella niður ruslatunnunar enn og aftur. Farðu bara að sofa.” sagði Darren og stóð upp þreytulega.

Marcha lagði sprotann sinn á borðið og fór undir sæng alklædd og lokaði augunum.

Hún hrökk í kút þegar hún heyrði öskur. Hún leit upp og sá grænt ljósleiftur fram á gangi og heyrði eitthvað þungt falla til jarðar. Allt var hljótt, Marcha stökk upp úr rúminu, tók sprotann muldraði nokkur töfraorð sem opnuðu lítinn geymi sem var við hliðna á rúminu. Úr honum tók hún lítinn krumpaðan böggul. Næst opnaði hún uglubúr, og út úr því sveif rauðbrún ugla. Marcha festi böggulinn við fótinn á uglinni sem skaust svo út um gluggan.

Marcha hélt fast í sprotann og ætlaði að fara að læðast fram þegar svartklædd vera kom inn í herbergið með sprotann á lofti .
Marcha sveiflaði sprotanum sínum til að kasta bölvun á veruna en veran var fyrri til:

“Avada Kedavra!”

Grænt ljósleiftur skaust að Mörchu og stífur líkami hennar féll á gólfið.

*

Natalie hrökk upp með andfælum. Hún starði á hurðina eins og einhver væri á leiðinni inn og leit svo á gluggann. Við henni blasti spegilmynd hennar. Hún sá þreytuna í mógrænu augunum og skollitað hárið var í stórum flóka. Natalie leit frá glugganum og lagðist aftur í rúmið.

“Af hverju þurfti henni alltaf að vera dreyma þetta?” hugsaði Natalie. Henni fannst óþægilegt að þurfa upplifa dauða foreldra sína aftur og aftur í draumum.

Það var liðin vika síðan þau dóu. Natalie gat ekki hætt að hugsa um þau augnablik og síðan birtust þau henni í draumi líka.

Hún stóð upp og gekk letilega fram á gang. Við henni blasti hræðilega ljótt málverk af gömlum “Kónsa” eða hvað sem það kallaðist. (Charlie hafði sagt henni hver þessi muggi var á málverkinu en hún mundi bara að það byrjaði á kón).
Þetta var einhver fáránleg mugga mynd sem Charlie hafði keypt.
Charlie var fósturfaðir hennar og Galdramálaráðherrann í þokkabót. Konan hans Mitta hafði ekki verið hrifin af málverkinu en mótmælti ekki Charlie . Mitta var fósturmamma Natalie og var ekki glaðvær kona. Hún var lítil og mjó, með kolsvart hár. Hún eyddi mest öllum dögum heima að reykja meðan hún átti að vera að vinna í ráðuneytinu. Mitta var aldrei góð við Natalie, reyndar skipti hún sér ekkert af henni.

Natalie hélt göngu sinni áfram of fór inn um næstu dyr á ganginum. Þetta var barnaherbergi, veggirnir litaðir bláir og bangsar, litlir kústar og eldingar láu á gólfinu. Natalie gekk hljóðlega að vöggunni í einu horni herbergisins. Hún leit á litla bróður sinn sofa vært í vöggunni sinni með fast tak á stækkaðri bangsaútgáfu af gullnu eldingunni.

Ted var ekki nema eins árs. Það var sagt var að hann væri líkur Natalie en hún sá það ekki. En hann hafði samt sömu mógrænu augun og skollitaða hárið eins og hún sjálf.

Natalie beygði sig yfir vögguna og kyssti hann laust á ennið. Hún labbaði út úr herberginu og inn á ganginn. Hún þoldi þennan drungalega gang ekki, endalausar hurðir og málverk allstaðar.

Natalie gekk hröðum skrefum að enda gangsins og þá blasti við henni eldhúsið. Hún náði sér í glas og lét vatn renna í það. “Af hverju var hún alltaf að dreyma foreldra sína aftur og aftur?” hugsaði hún og fékk sér sopa af vatninu.

Natalie reyndi að rifja upp drauminn en eina sem hún gat munað var hvernig móðir hennar hafði dottið hreyfingarlaus á gólfið. Hún fékk tár í augun við hugsunina.

Hún hrökk upp úr hugsunum sínum og missti glasið á gólfið þegar hún heyrði grátur. Natalie hljóp eftir ganginum. Myndir og hurðir þutu fram hjá henni þegar hún hljóp eins og fætur togaði að upptökum grátsins.

Þegar hún nálgaðist herbergi Teds þá fann hún fyrir kulda og leið eins og hún myndi aldrei verða hamingjusöm aftur. Hún sá Charlie í svefnherbergis dyrunum að klæða sig í slopp sem tók svo sprett á eftir Natalie.

Hún hljóp inn í herbergi Ted og lét ekki vanlíðan ekki stoppa sig. Minningar fóru að birtast henni. Vondar minningar, mamma og pabbi hennar að deyja, uglan hennar lá máttlaus á gólfinu. Það síðasta sem hún sá var svartklædd vera yfir vöggu Teds og virtist ætla að kyssa hann.

Hún datt með dynk á gólfið.

*

Natalie rankaði við sér inn í herberginu sínu og fjólubláir veggir blöstu við henni.

“Hvað gerðist?” hugsaði hún með sér.

Allt í einu þá mundi hún allt og stökk úr rúminu og hljóp inn í herbergið hans Teds. Hann lá ekki í bláu vöggunni sinni.

Natalie tók á rás inn í svefnherbergi Charlies og Mittu en þar var enginn. Hún sneri við og hljóp inn í stofu. Þar voru Charlie og Mitta í sófanum, Charlie miður sín en Mitta reykti sígarettu eins og vanalega og sýndi engin svipbrigði.
Natalie gekk hægum skrefum að þeim og sá annan mann sitja í sófanum fyrir framan þau jafn sviplaus og Mitta. Þegar Natalie fór að nálgast sófann þá leit Charlie við, Natalie hafði aldrei séð hann svona. Hann var með sorgarsvip og leit hræðilega út.

Alltaf þegar Charlie var með Natalie og Ted þá var hann brosandi, allan tímann og reyndi yfirleitt að koma þeim til að hlæja, en ekki núna. Hann starði bara tómlega í loftið, miður sín.

Natalie leit á Mittu fljótlega á eftir Charlie. Hún var svo tómleg í framan að það var eins og hún hefði engar tilfinningar, hún reykti bara sígarettuna sína og sleit augnsambandinu.

Charlie benti Natalie að setjast niður. Hún labbaði rólega að sófanum settist og virti fyrir sér Charlie. Ted var hvergi sjáanlegur.

“Hvað kom fyrir?” spurði Natalie.

Enginn sagði neitt, Mitta sat og reykti eins og ekkert hafði í skorist á meðan Charlie gerði sitt besta til að hemja tárin.
Natalie gat séð það á andliti Charlies hvað hefði gerst.
Ted var dáinn.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."