Lucia White – Undarlegir atburðir í Hogwart – 4. kafli
Lucy langaði mest til þess að brjóta vekjaraklukkuna og sofa í nokkra klukkutíma í viðbót þegar klukkan var byrjuð að öskra á hana, ‘KOMDU ÞÉR Á LAPPIR, ÞÚ ERT AÐ VERÐA SEIN Í TÍMA!!!’ Mamma hennar hafði lagt þau álög á klukkuna að hún talaði fyrst blíðlega til hennar á slaginu sjö, og því lengri tíma sem það tók Lucy að fara á fætur, því reiðari varð klukkan.
Eve, Katie og Meredith bröltu um í sínum rúmum og kíktu svo út á milli tjaldanna á himinsængunum sínum.
“Er klukkan strax orðin sjö?” spurði Steph rámri röddu og rak ljósbrúnan úfinn kollinn fram í dagsljósið.
”Já, og guuuð! Hana vantar meira að segja bara korter í átta!” skrækti Katie, brölti útúr rúminu sínu og byrjaði að klæða sig.
Hinar fóru að dæmi hennar.
Þegar þær voru fullklæddar hröðuðu þær sér niður í matsal og gleyptu í sig morgunmat. Larry hafði greinilega grunað að þær myndu koma á síðustu stundu, því hann hafði tekið fimm stundatöflur fyrir þriðja árs nema fyrir þær þegar McGonagall útbýtti þeim fyrr um morguninn.
”Glæsileg byrjun á önninni” dæsti Steph og lét sig falla fram á borðið “tvöfaldur töfradrykkjatími, og við næstum seinar.” Við þessi orð ýttu allar hinar frá sér diskunum og spruttu upp.
Lucy kyngdi síðasta bitanum af morgunkorninu á leiðinni útúr Stóra salnum. Hún gat rétt ímyndað sér hvað Snape myndi draga mörg stig af Gryffindor ef fimm nemendur kæmu of seint í fyrsta tíma annarinnar.
Þær voru rétt sestar þegar Snape skálmaði inní stofuna.
”Alltaf jafn hress og kátur, hann Snape” hvíslaði Steph að Lucy. Hún þurfti að breyta hlátri í hósta þegar Snape leit á hana baneitruðu augnaráði.
“Í dag eigið þið að gera smækkunarseiði. Ég set leiðbeiningarnar uppá töflu, allt sem þið þurfið er í skápnum. Þið megið byrja núna.” Snape sveiflaði sprotanum letilega og uppskrift að smækkunarseiðinu birtist samstundis á töflunni.
Þau voru með Hufflepuff í töfrarykkjafræði þennan vetur. Í fyrra höfðu þau lent með Slytherin. Það hafði verið hörmung.
Lucy fannst, eins og líklegast öllum nema Slytherin nemum, töfradrykkjafræði hundleiðinleg, og það stafaði að mestu leiti af því að þurfa að verja tveimur klukkutímum í sama herbergi og Snape.
Henni gekk samt ágætlega í töfradrykkjum, reyndar gekk henni vel í næstum öllum fögum. Mamma hennar sagði að það stafaði af afmælisdeginum hennar. Öflugasta galdratalan er sjö, og hún hafði fæðst sjöunda júní klukkan sjö mínútur yfir sjö um morguninn.
”Hey, Steph, ætlar þú að reyna að komast inní Quidditch liðið í ár?” spurði Lucy og skrældi þurrkaða fíkju.
“Já, nú má fólk fara að passa sig! Fyrst ég var lasin í fyrra þegar prufurnar voru kem ég fílefld í áts!, ár!” Í gremjunni yfir því að hún hafði verið lasin í fyrra, hafði Steph skorið í fingurinn á sér, í staðin fyrir fagurgífilsrót.
Steph saug á sér puttann og skoðaði svo sárið.
”Ég held ég verði að fara í sjúkrahús álmuna, þetta er djúpt,” hún gekk að borðinu hans Snapes. ”Prófessor, ég skar mig. Má ég fara í sjúkrahús álmuna?” spurði hún og sýndi Snape fingurinn.
Hann leit upp. “ungfrú Rose, getur þú ekki komið nálægt hníf án þess að slasa þig? Farðu.” Svaraði Snape og bandaði hendinni í átt að dyrunum.
Þetta var alveg satt hjá honum, Steph var algjör hrakfallabálkur.
Í enda tímanns þegar Snape gekk um og skoðaði seiðin hjá þeim setti hann eitthvað útá innihalds hvers einasta potts.
“Þú áttir bara að setja eitt rottumilta”
”Alltof þykkt”
”Vitlaus litur, seiðið átti að vera grænt, ekki bleikt, hvað settiru eiginlega úti?”
“Ojj, þú hefur greinilega sett músarmilta, ekki rottumilta!”
Síðustu athugasemdinni frussaði hann útúr sér þegar hann hafði beygt sig yfir pottinn hennar Eve. Seiðið í honum var brúnt og slepjulegt, og lyktaði eins og eldgamall sokkur og úldinn fiskur.
“Fimm stig dregin frá bæði Gryffindor og Huffelpuff, fyrir lélega frammistöðu í tímanum” bætti hann við og flýtti sér að tæma úr pottinum hennar Eve með einni sveiflu sprotans.
Lucy tók saman dótið sitt og hraðaði sér út.
Þegar hún kom útá ganginn dró hún djúpt að sér andann, og naut þess að finna eðlilega lykt, ekki blöndu af ýmsum misheppnuðum smækkunarseiðum.
Hún beið frammi eftir Eve og þær gengu svo saman upp.
“Hvar er Steph eiginlega?” sagði Eve og sveiflaði til hárinu. Þetta var kækur hjá henni og alltaf þegar hún gerði þetta á göngunum eða í Stóra Salnum fengu nokkrir strákar undarlegan glampa í augun. Amma Eve hafði verið Vála.
Lucy og Eve voru ekki mikið að hlusta á það sem Spíra prófessor var að segja um að drekaskítur væri heppilegasti áburðurinn fyrir plöntur, þær voru allan tímann að skima út eftir Steph.
“Hvar er hún?” hvíslaði Lucy áhyggjufull að Eve
“Ég veit það ekki, kannski ákvað hún að skrópa, eða er enn í sjúkrahús álmunni” svaraði Eve og þóttist vera að moka drekaskít uppí blómapott.
“Nei” hvíslaði Lucy “Fröken Pomfrey er eina sekúndu að græða svona sár.”
Þegar tíminn var búinn flýttu þær sér að þvo skítinn af höndunum og hlupu svo uppí kastala. Þær áttu 15 mínútna frímínútur áður en þær áttu að mæta í fyrsta spádómafræðitímann sinn.
Þær hlupu uppí Gryffindor turn og inní setustofu.
Þar, í mjúkum hægindastól, sat Steph, höfuðið hvíldi á öxlinni, og hún muldraði eitthvað um að Mona Lisa hefði svindlaði í Quidditch prufunum.
“Steph, vaknaðu!” sagði Lucy og ýtti í öxlina á vinkonu sinni “þú misstir af jurtafræði!”
“Ha!? Hvað, hver?” Steph rauk upp, nuddaði augun og gretti sig þannig að allar freknurnar á nefinu hlupu saman í einn ljósbrúnan flekk.
“Hvað ertu að gera hér! Þú misstir af jurtafræði og við þurfum að drífa okkur uppí spádómafræði” Eve var byrjuð að taka til bækurnar hennar Steph.
“Sko, ég fór til fröken Pomfrey, hún lagaði sárið á engum tíma, svo ákvað ég bara að fara hingað upp og hvíla mig, nennti engan vegin aftur í töfradrykkjatímann. Ég hef greinilega sofnað. “sagði Steph og brölti á lappir.
Þær flýttu sér af stað uppí austurturninn.
Guði sé lof að Larry útskýrði leiðina fyrir mér, hugsaði Lucy á meðan þær klifu stigana, annars hefðum við aldrei ratað.
Þegar þær loksins komust upp alla stigana, voru þær, eins og aðrir 3 árs Gryffindor nemar, staddar á litlum stigapalli. Þau stóðu öll í klessu og biðu eftir að Trelawney prófessor opnaði hlerann á loftinu og hleypti þeim inn.
“Nei…” stundi Lucy um leið og hún kom upp í herbergið. Það var funheitt þar inni, dregið fyrir alla glugga, og herbergið angaði af ilmvatnslykt.
“Hvað?” spurði Steph og leit forvitnislega í kringum sig.
“Úff…ég fæ svo mikinn hausverk af ilmvatni…” svaraði Lucy og hélt um ennið.
“Æjji já, ég var búin að gleyma því. Þá öfunda ég þig ekki” sagði Eve um leið og hún kom uppum gatið í gólfinu.
Þetta varð einn versti tími sem Lucy hafði setið. Prófessor Trelawney talaði hálfan tímann um spádóma í mjög dularfullum tóni og hvað þeir væru frábærir. Þegar þau áttu svo að fara að spá í bolla, gekk hún um stofuna og skoðaði bollana þeirra. Þegar hún leit ofan í bollann hans Chris, tvíburabróður Steph sem var með nákvæmlega sama brúna hárið og freknurnar og hún, tók hún fyrir hjartað og stundi.
“Kæri vinur” hvíslaði hún með dularfullum tón “í bollanum þínum sé ég, Grim”
Flestir í bekknum tóku andköf. Lucy, Eve og Steph sátu og létu sér leiðast á meðan aðrir í bekknum stóðu á fætur, ólmir í að skoða bollann hans Chris. Chris sjálfur skildi hvorki upp né niður, fyrr en einhver sagði honum að Grim, stór svartur hundur, væri fyrir boði dauðans. Chris fannst þetta fyndið, Trelawney til mikillar óánægju.
Larry hafði sagt Lucy að Trelawney prófessor veldi sér einn nemenda á hverju ári sem hún spáði dauða í gríð og erg. Enginn sá spádóma hafði ræst enn, þannig að stelpurnar tóku þetta með Chris ekkert nærri sér.
Um leið og tíminn var búinn flýttu stelpurnar sér niður stigann og niður í matsal.
Lucy svimaði og henni leið eins og höfuðið væri að springa. Þetta yrðu yndislegir tímar fyrir hana.
Lucy, Eve og Steph settust hjá Larry í hádegistmatnum. Þær sögðu honum að Chris hefði verið ákvarðaður sem feigur þetta árið. Hann hló og sagði þeim að fyrsta árið hans í spádómafræði hefði það verið hann sjálfur sem var sá dauðadæmdi.
“Já, og á meðan ég man, Lu, mamma sendi bréf í morgun.” Hann rétti henni bréfið.
Á meðan Lucy borðaði kjúklinginn las hún bréfið. Mamma sagði allt fínt, barninu leið vel og amma og afi báðu að heilsa. Neðst stóð svo:
P.S.
Chelsea vann Liverpool 3 – 1 í úrslitaleiknum um daginn og eru þess vegna bikarmeistarar
“Jess!” hrópaði Lucy og kýldi útí loftið. Fólk á öðrum borðum leit við.
Á því augnabliki gengu Katie og Meredith inní salinn og settust á móti þeim.
“Úje, aha… Og við unnum og við unnum ole ole ole ole ole!” sagði Lucy kát og náði sér í meiri kartöflur.
“Hvað?” spurði Meredith.
“Ha ha, gott á þig, Chelsea vann Liverpool 3-1 og eru bikarmeistarar, na na na bú bú!” sönglaði Lucy og ullaði á Meredith. Lucy var mikill aðdáandi að mugga fótboltaliðinu Chelsea, en Meredith, sem átti mugga foreldra, var stuðningsmaður Liverpool.
“Típískt, dómarinn hefur pottþétt staðið með Chelsea, var ekki Ericson að dæma? Hann heldur alltaf með þeim!” svarði Meredith hvefsin. Hún sem aldrei varð reið, bara hló og blikkaði brúnum augunum, gat orðið alveg brjáluð þegar fótbolti barst í tal og augun skutu gneistum.
“Nei, hann er fínn dómari!”
“Nei, og svo var Saha líka meiddur”
“Þú vilt bara ekki viðurkenna að Chelsea eru bestir!”
“Byrjar ballið…” stundi Eve og snéri sé að Steph “skilur þú hvernig þær geta haft gaman að þessu?”
Steph hristi hausinn. “Hvað er gaman að horfa á leik með bara einn bolta og báða fætur á jörðinni?”
Katie yppti öxlum.
“Víst! Hann skoraði úr vítinu!”
“Nei, hann var ekki inni!”
Svona héldu þær áfram allan matartímann, og á ganginum á leiðinni í varnir gegn myrku öflunum.
Katie hvíslaði einhverju að Steph og Eve þegar Lucy og Meredith héldu áfram að metast á meðan þær biðu eftir Lockhart prófessor.
Steph flissaði, síðan snéru hún og Eve sér að Lucy og Meredith, beindu sprotunum sínum að þeim og sögðu jafnar “Silencio!”
Þær héldu áfram að hreyfa munninn, en ekkert hljóð kom. Þær litu undrandi hvor á aðra, snéru sér svo að hinum stelpunum og öskruðu eitthvað sem enginn heyrði.
Í þessum hljóðlausu orðum beygði prófessor Lockhart inná ganginn. Hann var í ljósblárri skikkju, ljósa hárið fullkomlega krullað og geislandi brosið á sínum stað.
“Góðan daginn kæru nemendur, ég heiti, eins og þið líklegast öll vitið” þarna stoppaði hann í smá stund og bjóst greinilega við þvi að allir færu að hlæja. Þegar ekkert gerðist hélt hann áfram. “Gilderoy Lockhart! Merlinsorðan, þriðja gráða, heiðursmeðlimur í félaginu Vörn gegn myrku öflunum og hef fimm sinnum í röð verið valinn Töfrabros vikunnar hjá Nýju Nornalífi “
Lucy leit á hann og skaut annarri augabrúninni uppá ennið. Þvílíkur montrass, hugsaði hún með sér. Hey, kannski gat hann aflétt Silencio galdrinum hennar Steph. Hún labbaði að honum og sagði “Prófessor, geturðu nokkuð…” en svo mundi hún að það komu engin orð. Í staðin benti hún á munninn á sér, lokaði honum og benti svo á Steph.
“Ahh…Ungfrú góð, ég er snortinn! Þú átt ekki orð yfir því að hitta mig, ég skil!” sagði hann og brosti til hennar.
’Nei!’ Sagði Lucy ergilega, en Lockhart miskildi það greinilega sem einhverja aðdáunarstunu og hló. “Jæja nemendur, við lærum ekkert hérna, svona svona, allir inn!” Hann opnaði hurðina og bandaði hendinni inn. Lucy fór inn með hinum, og ullaði á Steph þegar hún gekk framhjá henni. Þær settust allar fimm í fremstu röðina og tóku upp bækurnar hans Lockharts. Lucy hafði varla komið öðrum bókum fyrir í töskunni sinni vegna þess hve margar varnir gegn myrku öflunum bækurnar voru.
“Við byrjum þessa önn á því að taka lítið og skemmtilegt próf” sagði Lockhart þegar allir voru sestir. Óánægjustuna fór um bekkinn.
“Róleg, það er engu að kvíða. Þetta er bara smá könnun um hve vel þið hafið lesið bækurnar mínar”
Þegar hann var búin að útbýta blöðunum settist hann í stólinn fyrir aftan kennara borðið og hóf að lesa í einni af bókunum sínum með að því virtist miklum áhuga.
Þegar Lucy leit niður á blaðið sitt og sá spurningarnar missti hún hökuna niður á bringu. Þær voru allar um Lockhart! Voru engin takmörk fyrir því hversu sjálfselskur þessi maður var? Hún hafði ekki lesið eina einustu af bókunum hans, og hún vissi ekkert um hvert leynilegt takmark Gilderoys Lockharts var. Hún ákvað því að skemmta sér svolítið og skálda svörin.
Hún skrifaði að Lochart væri fimmtugur og drauma afmælisgjöfin hans væri sjónvarpsloftnet (hann veit örugglega ekki einu sinni hvað það er, hugsaði Lucy) og að leynilegt takmark hans væri að finna upp aðferð til þess að hárið héldist krullað yfir nóttina.
Eftir hálftíma gekk Lockhart aftur um stofuna og safnaði saman blöðunum.
Hann renndi lauslega augunum yfir öll prófin.
“Ussussuss… Mér sýnist að sumir þurfi að lesa bækurnar sínar betur” sagði hann og blikkaði þau “sérstaklega ungfrú. White, þú ert ekki með neitt rétt” Lucy hafði ekki búist við öðru og glotti til Eve.
Þegar tíminn var búinn króaði hún Steph af og beitti hana kitlagaldri þangað til Steph neyddist til að aflétta Silencio galdrinum.
Næsti tími var Saga galdranna. Þetta hafði verið drepleiðinlegur dagur, Mánudagar lofuðu ekki góðu. Prófessor Binns hafði greinilega ekki ákveðið að breyta skyndilega um kennsluaðferð í sumarfríinu og hélt áfram uppteknum hætti að tala alltaf í sama svæfandi rómnum um eitthvað sem enginn nennti að hlusta á. Lucy lá fram á borðið sitt með höfuðið á bókastafla, og vegna þess að helmingur síðastliðinnar nætur hafði farið í það að tala saman, sofnaði hún. Hún vaknaði ekki fyrr en þegar tíminn var búinn við að Eve var farin að hvæsa á hana “Lu, vaknaðu, það eru allir að glápa á þig!”