Lucia White – Undarlegir atburðir í Hogwart – 1. kafli

Lucy vaknaði við að sólin þröngvaði sér í gegnum gardínurnar og undir augnlokin.
Hún velti sér á hina hliðina, en við það rúllaði hún útúr rúminu.
Áts!
Hún settist upp, neri aumt hnéð og klöngraðist aftur uppí rúmið. Þegar hún ætlaði að fara að leggjast niður heyrði hún að það var bankað á gluggann.
Hún stóð upp og gekk að glugganum. Þegar hún dró gardínurnar frá flæddi sólarljósið inn, svo í fyrstu sá hún ekkert. Þegar hún var farin að venjast birtunni, sá hún stóra, brúna turnuglu stija á glyggasyllunni, óþolinmóða að sjá. Hún flytti sér að opna, og uglan flaug inn. Sunny, litla ljósbrún auglan hennar Lucyar, ýfði fjaðrirnar og gaf frá sér óánæægju kurr, þegar hinn óboðni gestur geystist inn á hennar yfirráðasvæði og settist á rúm húsbóndanns. Lucy settist á rúmið og tók bréf sem uglan hélt á í gogginum af henni. Umslagið var úr þykku pergamenti og á því stóð skrifað með smaragðsgrænu letri:

Lucia White
Herbergið til vinstri við stigann
47 Buckingham Street
Liverpool
England

Jæja, þá voru Hogwartsbréfin komin. Uglan horfði stíft á hana, eins og hún byggist við að fá eitthvað.
“Já, ó, fyrirgefðu” muldraði Lucy, um leið og hún opnaði búrið hennar Sunnyar og leifði aðkomuuglunni að fara inn og fá sér að drekka. Sunny setti upp vanþóknunarsvip og horfði útí loftið.
Þegar skóla uglan hafði fengið nóg, fór hún sjálf útúr búrinu og flaug útum gluggann.
Lucy klappaði Sunny létt á kollinni, um leið og hún lokaði búrinu.
Hún hljóp niður stigann og kallaði:
“Mamma, bréfin eru komin!”
“Já, ég veit” svaraði mamma hennar. Mamma Lucyar hét Lovísa og var íslensk. Hún hafði búið í íslenskri muggafjölskyldu þangað til hún fékk bréfið frá Hogwarts þegar hún var 11 ára. Þá fór hún til Englands, en kom alltaf heim í leyfum. Lovísa var flokkuð í Gryffindor, og var leitari hjá þeim frá því hún var á 3. ári. Hún kynntist Jake, föður Lucy, fyrst þegar hann flaug á hana í leik, Gryffindor gegn Ravenclaw.
“Fékk Loise ekki bréf?” spurði Lucy um leið og hún kom inní eldhúsið
“Jú,” Lovísa brosti útí annað, “það hefur líklega ekki farið framhjá neinum nema þér…”
Í þessum töluðu orðum þeystist Loise, yngri systir Lucyar, inní eldhúsið, dansandi og syngjandi, veifandi bréfi í krigum sig:
“Ég komst inní Hogwarts, la la la lala, ég fæ líka sprota, la la la lala…!”
Rautt hárið flaksaðist til um leið og hún sveiflaði sér uppí einn stólinn.
“Til hamingju!” sagði Lucy um leið og hún knúsaði systur sína.
“Ha, komst Loise, inn? Gott hjá henni” Larry, 15 ára bróðir þeirra staulaðist inní eldhúsið með stírurnar í augunum.
“Já, við förum á Skástræti á morgun.” Ef einhver ókunnugur hefði setið við borðið hefði honum brugðið. Maðurinn sem sagði þetta var nákvælega eins og Larry, nema eldri og aðeins hærri.
Góðan daginn pabbi, sagði Lucy, um leið og fjórar ristaðar brauðsneiðar komu fljúgandi úr ristinni.
“Góðan daginn elskurnar mínar.” Jake tók upp Spámannstíðindi og byrjaði að lesa.
“Mamma, má ég hafa Klöru með mér í Hogwarts?” spurði Loise á íslensku, þegar grábröndóttur kettlingur tölti inn í eldhúsið. Fjölskyldan var nýkomin heim úr fríi hjá ömmu og afa á Íslandi, þau höfðu gefið Loise kettlinginn, fannst ekkert nema sanngjarnt að hún fengi eitthvað dýr fyrst bæði Lucy og Larry áttu uglur.
Mamma þeirra hafði kennt öllum í fjölskyldunni íslensku, hún vildi ekki að málið dæji út á sínu heimili. Þau höfðu líka kynnst muggalífi á meðan þau dvöldu hjá ömmu og afa í gegnum árin.
“Já, er það ekki bara, Jake, hvað finnst þér”
“Mhm” Heyrðist undan blaðinu.
“Pabbi, þýðir þetta já?” Spurði Loise.
“Mhm…”
“Takk!”
Á meðan þessum samræðum stóð var Lucy að lesa bréfið sitt. Þegar hún var búin að lesa allt þetta venjulega, bókalistann og svoleiðis, tók hún eftir því að það var eitt pergamentblað eftir.
Já! Hverng gat hún gleymt þessu? Núna var fyrsta árið sem hún fengi að fara til Hogsmeade! Hún renndi yfir blaðið með augunum, og rétti það síðan til móður sinnar:

Kæra ungfrú Lucia White
Yður er hér með kunngert að nýtt skólaár hefst þann fyrsta
September. Hogwarthraðlestin fer frá King’s Cross stöðinni,brautar-
palli níu og þremur fjórðu klukkan ellefu.
Þriðja árs nemar fá leyfi vissar helgar á skólaárinu til að heimsækja
þorpið Hogsmeade. Með fylgir leyfisbréf sem foreldrum eða for-
ráðamönnum er gert að undirrita.
Einnig fylgir bókalisti fyrir næsta ár.
Yðar einlæg,
M. McGonagall prófessor
Aðstoðarskólastjóri

Mamma, má ég ekki annars fara? Sagði Lucy með munninn fullan af brauði.
“Jú, auðvitað elskan” Accio fjöðurstafur! Kallaði mamma hennar og hvítur fjöðursstafur skaust uppúr einni skúffunni. Með honum skrifaði hún nafnið sitt á miðann og rétti hann aftur til Lucy.
“Takk!”
Eftir morgunmatinn ákváðu Lucy og Larry að æfa sig aðeins í Quidditch. Bæði áttu þau Nimbus 2000, þau höfðu fengið þá í jólagjöf árið áður. Húsið þeirra var rétt fyrir utan Liverpool, svo að til þess að þau gætu spilað án þess að muggarnir tækju eftir því, þurftu þau að labba svolitinn spöl, bakvið hæð sem var í nágrenninu. Þaðan sást ekki til þeirra frá bænum. Þau gátu ekki notað Tromlu,Gullnu Eldinguna, eða hina boltana, vegna þess að þeir gætu flogið í burtu og inní Liverpool. Pabbi þeirra hafði hinsvegar lagt þau álög á lítinn bolta að hann sveif í hringi á afmörkuðu svæði. Þau notuðu svo venjulegan fótbolta í staðin fyrir tromlu. Larry var leitari hjá Ravenclaw, en Lucy hafði ekki komist í liðið í fyrra. Hún var svosem alveg sátt við það, Gryffindor liðið var frábært eins og það er var um þessar mundir. Þegar þau komu bakvið hæðina fóru þau að spila. Þau höfðu ekkert getað spilað i sumar, og núna notuðu þau tækifærið svo þau yrðu ekki eins og álfar útúr hól þegar þau kæmu í Hogwart.
Um kaffileitið lögðu þau aftur á stað heim, móð og þreytt, en ánægð.

***

Daginn eftir vaknaði Lucy við að Loise stóð við rúmið og hristi hana.
“Vaknaðu Lucy! Við förum á Skástræti á eftir, og ég fæ sprota!”
Loise hafði verið mjög spennt fyrir því að fá sprota.
“Já,já, ég kem eftir smá…” muldraði Lucy um leið og hún settist upp.
Hún byrjaði að pota sér í fötin á meðan hún hugsaði um hvort hún myndi kannski hitta Stephanie Rose, bestu vinkonu sína í Skástræti í dag. Nei, líklega ekki, hún var örugglega ekki komin heim úr sumarfríinu í Frakklandi. Þegar hún var búin að klæða sig flýtti hún sér niður.
“Lucy, það er bréf frá Steph !” kallaði pabbi hennar um leið og hún birtist í stiganum.
Hún stökk niður síðustu fjögur þrepin og tók bréfið sem pabbi hennar rétti henni.

Kæra Lucy!
Hér er æðislegt! Við erum búin að vera að skoða ýmislegt skemmtilegt. Við vorum í eina viku í mugga-París og fórum í Disneyland, skoðuðum Eiffelturninn og Notre Dam kirkjuna. Það er ótrúlegt hvað muggarnir geta gert án þess að nota galdra! Auðvitað gat mamma útskýrt þetta allt fyrir okkur, þetta með rafmagnið og svoleiðis, en þetta er samt undarlegt. En jæja, ég segi þér betur frá því öllu þegar ég hitti þig í Hogwarts, ég hitti þig nefnilega ekkert fyrr en 1. september, við ætlum að vera lengur í Frakklandi. Við förum heim með flugvél, ég hlakka svo til! En, ég sendi þér þetta bréf til þess að spyrja þig hvort þú nenntir kannski að vera svo æðisleg að kaupa fyrir mig bækurnar? Það verður svo mikið vesen að vera að panta þær þegar ég er komin í Hogwarts. Ég sendi að minnsta kosti nokkur galleon með.
Ástarkveðjur XXX
Steph

Þegar hún leit upp sá hún lítinn leðurpoka sem lá á borðinu. Hún opnaði hann og sá að þar lágu galleon.
“Pabbi, má ég ekki kaupa bækurnar fyrir Steph líka, hún kemur ekki heim fyrr en rétt áður en lestin fer, hún sendi pening?”
“Jú, auðvitað. Hvað eru þau búin að vera að gera í Frakklandi?”
“Skoða muggamannvirki og svoleiðis” svaraði Lucy.
Fjölskyldan hennar var vön að ferðast með flugvél vegna þess að þegar þau fóru til ömmu og afa á Íslandi urðu þau að ferðast með flugvél, það var ekkert eldstæði heima hjá ömmu og afa og það var vesen að tilflytjast með farangurinn. Pabbi hennar var líka vanur muggum, þar eð pabbi hans hafði verið muggi, en mamma hans norn. Steph fannst aftur á móti algjört ævintýri að fara með flugvél, hún var bara vön að nota flugduft.
“Lucy, greiddu þér!” sagði mamma hennar og stundi, um leið og hún gekk inní eldhúsið. Hárið á Lucy var alltaf til vandræða, það hafði sjálfstæðan vilja. Svo var liturinn líka mjög undarlegur. Á sumrin var það mjög ljósbrúnt, næstum gult, á veturnar dökkt og þegar það var blautt var það kopar rautt.
Lucy andvarpaði og reyndi að greiða núverandi ljóst hárið, sem náði niður á bak og setja það í teygju. Um leið byrjuðu nokkur hár að brjóta sér leið út.
“Flýtið ykkur!” Loise snérist í kringum þau eins og skopparakringla á meðan þau borðuðu, sífellt að reka á eftir þeim. Þegar þau voru (“loksinns!” stundi Loise) búin að borða fóru þau inní stofu. Jake náði í skál uppá arinhilluna, fulla af grænu dufti.
“Ég fer fyrstur, svo Larry, svo Lucy, þá Loise og síðust ferð þú, Lovísa” sagði hann um leið og hann tók handfylli af duftinu, henti því inní arininn og um leið breyttust rauðglóandi logarnir um lit og urðu smaragðs grænir. Hann gekk inní arinninn og æpti: “Skástræti!”, svo var hann horfinn. Larry fylgdi fast á eftir og gerði það sama. Þegar hann var horfinn gekk Lucy fram, tók sér flugduft, henti því í logana og sagði skýrt: Skástræti. Um leið byrjaði hún að snúast um á ógnarhraða. Henni fannst þetta alltaf óþægilegt. Hún klemmdi olnbogana að síðunum og beið þangað til hún datt útúr hringiðunni. Hún var stödd í Flourish og Blotts, pabbi hennar og Larry voru þegar farnir að týna saman bækur. Hún litaðist um í hillunum nálægt arninum, þegar allt í einu eitthvað svart hrinti henni inní stafla af bókum. Loise hefur greinilega ekki verið nógu vel með hugann við efnið á leiðinni, hugsaði Lucy, um leið og hún sá að þetta svarta var systir hennar, öll í sóti. Rétt á eftir birtist mamma hennar í logunum.
“Æjji, Loise mín, þú verður að einbeita þér, ekki vera að hugsa eitthvað annað og skjótast svo á næsta mann þegar þú kemur út!” dæsti Lovísa um leið og hún reisti dætur sínar við og lagaði bækurnar til.
Þegar þau voru öll komin með þær bækur sem þau vantaði, fóru Lovísa, Jake og Loise til Frú Malkin, en Larry og Lucy fóru í apótekið að kaupa sér efni fyrir töfradrykkjafræði. Þegar þau komu aftur þaðan út, með pokana sína nokkuð þyngri en áður en þó fóru inn, sáu þau að í glugganum á Quidditch gæðavörum var sá fallegasti kústur sem þau höfðu á ævi sinni séð. Þau gengu eins og í leiðslu að glugganum og þrýstu nefjunum að glerinu. Hann var fullkoinn. Viðurinn vel pússaður og glansandi, öll hárin fullkomlega rétt klippt og bein, og á miðju skaftinu var letrað með gullstöfum: Nimbus 2001.
“Vá, eins gott að byrja að haga sér vel ef maður á að fá einn svona í jólagjöf, ha?”
Sagði Larry eftir smá tíma.
“Já, það eitt er víst, að við fáum þennann ekki á næstunni!”
“Hey, Lucy, eigum við ekki að fá okkur ís?” sagði Larry og hnipti í systur sína sem starði opinmynt á kústinn.
“Ha? Já, nei, eigum við ekki fyrst að fara og kaupa mat fyrir Sunny og Dennis, svo getum við fenguð okkur ís” Dennis var uglan hans Larrys.
“Já, einmitt, ég var næstum því búinn að gleyma” sagði Larry um leið og þau löbbuðu af stað.
Þegar þau ætluðu að fara að kaupa sér ís, kom Loise þjótandi með mömmu og pabba á hælunum. Hún var í nýju Hogwartskikkjunni sinni og veifaði sprotanum allt í kringum sig.
“Sjáiði nýja sprotann minn! Er hann ekki flottur! Hann er úr krossviði, með taglhári úr einhyrning, ég hlakka svo til að mega nota hann í skólanum, en þið?”
Þessu bunaði hún öllu útúr sér áður en hún stoppaði og beið eftir svari.
“Jú, við hlökkum líka til, eruð þið búin að kaupa allt?” sagði Larry.
“Já, við erum búin, en þið?” svarði Jake.
“Já, við ætluðum að fara að fá okkur ís” Lucy horfði löngunar augum á ísinn inni í búðinni.
“Góð hugmynd”